Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1962, Side 16

Æskan - 01.09.1962, Side 16
ÆSKAN Þegar við komum inn í götuna og ég iann þefinn af fiski, hampi, biki og tjöru og sá háseta vera að iabba um og Íjölda af skröltandi vögnum á steinlögðu strætinu, sá ég undir eins, að ég hafði ekki gert mér rétta lrug- mynd um bæinn og hafði orð á því við Peggotty. Það glaðnaði mjög yfir henni, er hún heyrði þetta, og liún sagði, að það væri nú það, sem allir vissu, að Yar- mouth væri faliegasti bær í heimi. Þegar við komum að greiðasölustaðnum, kom stór, þreklegur maður með ljóst, hrokkið hár að vagninum og heilsaði okkur. „Nei, að hugsa sér, . . . þarna er hann Ham þá kom- inn!“ kallaði Peggotty og Ijómaði af gleði. „Hann er bara orðinn svo stór, að ég þekki hann varla.“ Ég horfði forvitnislega á Ham, sem virtist þekkja mig vel. Það var gervilegasti maður í segldúksúlpu og lérefts- buxum, sem voru svo stífar, að þær liefðu vel getað stað- ið, Jró að enginn lieíði verið í þeim. Hann var með eitt- hvað á höfðinu, sem átti að heita hattur, en líktist meira tjöruklessu. Hann glotti og lineigði sig, og síðan Jareif hann mig umsvifalaust og setti mig á öxl sér eins og poka, greip handleggnum utan um einn af kössunum okkar og þramm- aði af stað niður götuna. Pegotty kom á eftir með hinn kassann og nestistöskuna. Við gengum eftir nokkrum Jaröngum götum, fram hjá fáeinum kaðlarabrautum, bátasmíðastöðvum, skipasmíða- stöðvum og smiðjum, og loks komum við út á stóra sarti- eignarlandið, sem ég hafði séð úr vagninum. „Þarna er húsið okkar, Davíð litli", sagði Ham glað- lega. Ég leit í allar áttir, en gat ómögulega komið auga á neitt hús. Hins vegar sá ég spölkorn burtu reiðalausan bát og upp úr honum járnpípu, sem höfð var fyrir reykháf. „Það er þó ekki skipið að tarna?“ sagði ég. „Jú, einmitt, Davíð.“ Þó svo J>að hefði verið höllin hans Alladíns með eggi Rok-fuglsins og öllu saman, hefði ég ekki orðið nærri eins hrifinn og ég varð af þessu merkilega húsi. Það voru litlar dyr á hliðinni og bæði þak og gluggar. Það voru litlar dyr á hliðinni og bæöi þak og' gluggar. Okkur var fagnað mjög vingjarnlega af roskinni konu með hvita svuntu og fallegri, lítilli telpu með bláa perlu- festi um hálsinn, og undir eins og við liöfðum heilsazt, var okkur fylgt upp í bátinn. Það var ails staðar mjög hreint og Jrokkalegt. í stærsta herberginu var borð, hollenzk klukka og dragkista, sem margir, litlir tebollar stóðu á, og á veggjunum voru nokkrar litmyndir. Peggotty sýndi mér undir eins litla herbergið, sem eg átti að sofa í, og Jrað var yndislegasta svefnherbergi> sem hægt var að hugsa sér. Það var í bátsskutnum °g þar, sem stýrið hafði áður verið, var nú lítill gluggi- ^ agnarlitlu borði stóð vöndur úr þangi í blárri könnu, CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD 180

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.