Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1962, Síða 18

Æskan - 01.09.1962, Síða 18
ÆSKAN „Drukknaður!" anzaði herra Peggotty. Ég liorfði agndofa á hann og þorði varla að spyrja frekar; en eftir stutta stund tók ég samt aftur til máls; „Eigið þér þá alls engin börn, herra Peggotty?" „Nei, ég er alls ekki giftur!“ anzaði hann og hló við. „Ekki giftur . . . En hver er þá þessi fullorðna kona með hvítu svuntuna?" „Það er hún frú Gummidge." Það var að mér komið að halda spurningunum áfram, en þá gaf hún Peggotty mér bendingu, svo að ég þagði. Þegar ég var að hátta, fræddi Peggotty mig á því, að maður frá Gummidge hefði átt bát í félagi við bróður hennar og hefði verið mjög fátækur, þegar hann dó. „Bróðir minn er bezti maður í öllum heiminum," sagði Peggotty. „Hann er gull af manni og trölltryggur, og hann má ekki vita af því, að neinn líði neyð. . . . Þess vegna hefur hann tekið þau öll að sér.“ Mér fannst mjög til um góðsemi herra Peggottys, og ég hugsaði um hann, þar sem ég lá í rúminu, þangað til ég sofnaði. Stúlkurnar þrjár sváfu í litlu herbergi við hliðina á herberginu, sem ég svaf í, og herra Pegotty og Ham festu hengirúmin sín upp í dagstofunni. Morguninn eftir vaknaði ég við það, að sólin skein á litla spegilinn minn, og það leið ekki löng stund áður en ég var kominn á fætur og farinn með Millu litlu niður í fjöru að tína fallega steina. „Þú ert náttúrlega heilmikið brot úr sjómanni," sagði ég við Millu, meðan við röltum þarna um og leituðum að steinum. Brúðan er leikkonan A. Hepburn. „Nei, ég er hrædd við sjóinn." „Ertu hrædd?“ anzaði ég og leit borginmannlega út a sjóinn. „Það er ég sannarlega ekki.“ „Jú, það eru svo margir, sem drukkna! ... Ég hef séð sjóinn mölbrjóta skip, sem var eins stórt og húsið okkar. „Það var þó ekki skipið ... ?“ „Sem faðir minn var á, þegar hann drukknaði? Nei, það hef ég aldrei séð. Ég sá föður rninn heldur aldrei. Ég sagði Millu nú, að ég hefði heldur aldrei séð föður minn, en vissi, hvar liann væri grafinn. „Nei, ég veit ekki, hvar faðir minn er grafinn," sagði Milla, „en hann Dan, móðurbróðir minn, gengur mer alveg í föðurstað." „Já, herra Peggotty er víst reglulega góður maður.“ „Góður,“ anzaði Milla og baðaði út handleggjunum, „já, ef ég verð nokkurn tíma fín dama, þá ætla ég að gefa honum Ijósbláan frakka með demantshnöppum, nankinsbuxur, rautt flauelsvesti, þríhyrndan hatt, stórt gullúr, silfurreykjapípu og fullan kassa af peningum!" Mér fannst nú, að herra Peggotty mundi hljóta að verða skrítinn útlits í öllum þessum skrúða, en ég hafði ekki orð á því við Millu. „Langar þig mikið til að verða fín dama?“ spurði ég■ „Já, það segi ég satt,“ svaraði hún og brosti, „því þa væri hún amma, liann Ham, hún frú Gummidge og ég fínt fólk, og þá mundum við hjálpa fiskimönnunuiU hérna, þegar þeir yrðu fyrir tjóni." Meðan við vorum að tala um þetta, gekk Milla lida alveg út á brúnina á bryggjunni, og ég varð mjög hrædd' ur um, að hún mundi detta í sjóinn. „Þú ert þá ekkert hrædd við sjóinn," sagði ég. „Nei, núna er ég ekki hrædd við hann, en ég get ekki sofið á nóttunni, þegar hvasst er, og móðurbróðir mmn og Ham eru á sjónum, . . . en annars er ég ekkert hrædd. ■ • Nú skaltu sjá.“ Og allt í einu hljóp hún út á planka, sem lá af bryggj' unni langt út yfir vatnið. Ég fór að skjálfa af hræðslu, og enn er mér sem ég sjal hana Millu útiáplankanumyfirólgandi vatninu. Skömmu seinna stóð hún aftur heil af húfi í fjörunni, og við genS' um nú lengi og tíndum steina, skeljar og aðra merkilega hluti. Mér þótti fjarska vænt um Millu, og lienni þótti líka reglulega vænt um mig. Fullorðna fólkið kallaði okkui litla kærustuparið og skemmti sér innilega við að horfa á okkur sitja saman í mestu ástúð og eindrægni á.set- kistunni í horninu við arininn. Sú eina, sem mér féll ekki rétt vel við, var frú Gum- midge. Hún sat á bezta og vistlegasta staðnum í stofum11’ stóllinn hennar var mýkstur og þægilegastur af öllum sætunum, og þegar við borðuðum miðdegisverð, fékk 182

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.