Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1962, Side 21

Æskan - 01.09.1962, Side 21
GÁTUR 1. Hvað er það, sem ])ú lief- ur á hægri hendi, livort sem ])ú ferð frá austri til vesturs eða vestri til aust- urs? Hvað hétu uxar kóngs í liöllu, þeir liétu á öllu og af öllu? 3. Hvað mörg manna- og bæjarnöfn eru á sjálfskeið- ingnum? Svör eru á btaðsíðu 171. Veiztu allt þetta? Eilíf bölvun hvildi yfir japönskum kattamorðingja og fjölskyldu hans hér áður fyrr, l>egar kettir voru svo sjaldgæfir að aðeins keisaraf jölskyldan hafði ráð á að hafa þá. „Kattaveðlilaupabraut" er til j Englandi. Hver köttur eltir mús, er gengur fyrir rafmagni, á 200 m braut. Fyrr á öldum var það siður i Indlandi að jafna deilumál l'jóða og ættflokka í milli með l>ví að láta tvo góða skákmenn ui' flokki hvorrar þjóðar fyrir sig heyja tafleinvigi. Með þessu sparaðist mikill herkostnaður. Mörgæsin, sem lifir á suður- heimsskautslöndunum, gelur stundum vegið yfir 50 kg. og ei' stærsti fugl í heimi. Hún getur auðveldlega slegið menn U1 jarðar. Forn-Persar voru hinir fyrstu til þess að koma á hjá sér eins honar póstsamgöngum. Fóru ‘iðandi menn um allt ríkið og tluttu hoð og tilkynningar, sem t'itaðar voru á stein eða málm. i'etta var á 6. öld fyrir Krists l>urð. Indverskar dansmeyjar hefja ’uám sitt 5 ára gamlar. 12 ára uð aldri hafa þær leyfi til þess uð koma fram opinberlega, ])ó ehki nema i viðurvist sérstakra l'eiðursgeta, sem kennari vel- Ul' Sumir indverskir dansar eru i því fólgnar að hreyfa ein- Ul|gis höfuð og handleggi. „Já, mér fellur það illa, Eðvarð. Mig langar svo til að vera auðsveip og góð, en ég er svo óhamingjusöm.“ „Það er nokkuð snemmt fyrir mig að heyra slíkt, Klaral" Hann dró móður mína að sér, hvíslaði einhverju að henni og kyssti liana. Ég sá, að móðir mín lagði hand- leggina um hálsinn á honum, og ég var alveg sannfærður um, að hann gat fengið hana til alls, sem hann vildi. „Farðu nú bara niður, Klara. Svo komum við Davíð á eftir!“ Þegar móðir mín var farin, sneri Murdstone sér að Peggotty. „Heyrðu," sagði hann. „Veiztu, hvað liúsmóðir þín heitir?" „Ó-já, svo lengi er hún nú búin að vera húsmóðir mín, að ég ætti að minnsta kosti að vita það,“ anzaði Peggotty. „Gott, en þegar ég kom upp stigann, heyrði ég, að þú nefndir hana nafni, sem hún heitir alls ekki! Hún liefur nú tekið upp nafn mitt, og það vona ég, að þú munir framvegis! Svona, farðu nú!“ Peggotty fór án þess að anza honum, og við urðum einir eftir. Murdstone lokaði dyrunum á eftir henni og kom svo aftur að rúminu. Hann þreif liarkalega í axlirnar á mér, kippti mér fram úr rúminu og stillti mér fyrir framan sig. Hann mælti ekki orð af vörum, en starði í augu mér. Ég nötraði af hræðslu, en leit þó ekki undan, heldur starði eins fast í augu hans og hann í mín. „Jæja, Davíð, nú -ætla ég að tala dálítið við þig! Hvernig heldurðu, að ég fari að, ef ég verð að fást við svona þrákálf?" „Það veit ég ekki.“ „Ég lem hann, skilurðu það!“ Ég lieyrði, hvernig hjartað barðist í brjósti mér, en ég leit ekki niður fyrir mig. „Ég lem hann, þangað til hann veinar og engist fyrir fótum mér! Þó svo ég verði að lemja hvern blóðdropa út úr skrokknum á honum, þá skal hann þó verða að láta undan! . . . Hvað er þetta, sem er framan í þér?“ „Það eru óhreinindi," anzaði ég. Murdstone vissi alveg eins vel og ég, að það voru rákir eftir tár, og það var líka það, sem hann vildi fá mig til að kannast við, en þó að hann hefði lamið mig ein tuttugu högg, hefði ég ekki svarað öðru en því, sem ég sagði. „Hana, farðu nú og þvoðu þér!“ sagði hann og benti mér á þvottaskálina. Ég Iilýddi, því að ég sá á svip hans, að ef ég gerði það ekki, mundi hann ekki hika við að slá mig niður. Þegar ég hafði þvegið mér, tók liann í hönd mér og leiddi mig niður í dagstofuna. Hvar er storkurinn á myndinni? Grammófónninn. Árið 1892 fann Edison upp liljóðritann. Með lionum cr tal, söngur, hljóðfærasláttur og margt fleira teldð á plötur. Á hljóðritanum byggist grammó- fónninn. Þegar talað er eða sungið inn á plötu, er það gert í nánd við tæki, sem kallast hljóðnemi. Hljóðneminn tekur við hljóðöldunum, sem verka með aðstoð rafstraums á álvald, sem á er beitt nál. Undir nál- inni er vaxlmðuð zinkplata, sem snýst. Nálin sker gormlaga rispu í plötuna. Dýpt og hreidd rispunnar breytist eftir styrk- leika liljóðsins, sem hljóðnem- inn tekur á móti. Eftir þessari plötu eru gerðar eftirmyndir i ehonit. Þegar leikið er á grammófón, dregst nál eftir gormlínunni. Platan i liljóðdós- inni sveifiast fram og aftur i samræmi við hreyfingar nálar- innar og framleiðir liljóðöldur mjög líkar þeim, er hljóðnem- inn tók á móti, þegar frum- platan var gerð. Olíulampinn — hringbrennari með glasi er fundinn upp af svissneskum manni, Argand að nafni, árið 178(5. Og eftir nærri heila öld lagði lampinn svo af stað til Islands. 185

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.