Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1962, Side 22

Æskan - 01.09.1962, Side 22
ÆSKAN „Nú býst ég ekki við, að neinn þjáí þig framar, Klara mín,“ sagði hann. „Við skulum sjá, hvort við getum.ekki unnið bug á þessum duttlungum!" Það þurfti sannarlega ekki mikið til að vinna bug á mér. Eitt vingjarnlegt orð liefði nægt til þess. Ég held, að ég hefði orðið aílur annar, þó ekki hefði verið nema reynt að gera mér skiljanlegt, að Krákuhúsið væri heimili mitt eftir sem áður, þó að móðir mín væri gift í annað sinn. En ekki eitt orð var sagt mér til hughreystingar og mér fannst ég vera útskúfaður og ólánssamur. Við borðuðum alein, og meðan á máltíðinni stóð, voru þau Murdstone og móðir mín fjarska ástúðleg hvort við annað, en hvor- ugt þeirra mælti orð við mig. Ég réð það af samtali þeirra, að von væri á systur Murdstones þá um kvöldið og að hún ætti að setjast að hjá okkur. Eftir miðdegisverðinn fórum við inn í dagstofuna, og það stóð heima, að ég sat og var að hugsa um, hvernig ég ætti hægast með að laumast út til Peggotty, þegar við sáum, hvar léttivagni var ekið að garðshliðinu. Ungfrú Murdstone var að koma. Bróðir hennar stóð upp og gekk út til þess að fagna henni, og við móðir mín fórum á eftir lionum. Þegar við komum fram að dyrunum, sneri móðir mín sér að mér, faðmaði mig með ákefð og hvíslaði að mér, að ég ætti að elska hinn nýja föður minn og vera honum hlýð- inn. Að því búnu tók hún í hönd mér og dró mig á eftir sér út í garðinn. En þegar við nálguðumst Murdstone, flýtti hún sér að sleppa hendinni á mér og lét eins og hún hefði alls ekki verið að tala við mig. Ungfrú Murdstone var lifandi eftirmynd bróður síns að því undanskildu, að hún var skegglaus. Hún hafði meðferðis tvö hörð koffort með breiðum látúnsbryddingum, og þegar hún borgaði ökumanninum, tók hún peningana upp úr stálpyngju, sem hún stakk síðan niður í poka með digurri stálhönk. Stæltari kvenmann hafði ég aldrei séð. Henni var tekið með mestu virktum, og þegar hún kom inn í stofuna, heilsaði hún móður minni enn einu sinni og kallaði hana kæru mágkonu sína. Undirhershöfðinginn. Það bar við eitt sinn í frélsisstríði Ainerikumanna, að undirhershöfðingi nokkur, sem hafði lítilli sveit manna yfir að ráða, var að skipa mönnum að láta stórt og þungt tré upp á varnargarð Tiokkurn, sem nýbú- ið var að gera. 'l'réð var svo þungt, að menn hans gátu naumast valdið ]>ví, en hann snerti ekki á þvi, heldur stóð hjá og hrópaði: „Samtaka, herðið ykkur,“ o. s. frv. í þess- um svifum bar þar að mann ríðandi; hann var ekki í ein- kennisbúningi, og þekkti und- irhershöfðinginn hann ekki. Aðkomumaður vék sér að und- irhersliöfðingjanum og mælti: „Viljið þér ekki lijálpa mönnum yðar lítið eitt; þeir geta ekki valdið trénu.“ Hinn sneri sér snúðuglega og mælti: „Herra minn, ég er undir- hershöfðingi.“ „Nú, já, já, þér eruð það 1“ mælti aðkomumaður „fyrir- gefið, lierra undirhershöfð- ingi.“ Síðan fór aðkomumaður uf ]á ekki meir á liði sínu en svo, að hann var löðrandi sveittur að loknu verkinu. Að Þv* húnu sneri liann sér að undn- hershöfðingjanum og sagði: „Herra undirhershöfðingh næst þegar þér eigið einhverja þraut að vinna og eruð of Hö" fár, þá sendið þér eftir hcrs- höfðingja yðar, ég skal hjálpa yður í annað sinn.“ Undirhershöfðingjann scttl dreyrrauðan, ]>vi að komumað- ur var enginn annar en V as- liington sjálfur. Forn-Egyptar elskuðu ketti svo mjög, að þeir tilbáðu ketti og þung viðurlög voi'u við kattadrápum. Hermem1 Egyptalands hins forna höfðu ketti sína með sér þegar þeir héldu í stríð- Ef kettir létust á erlendii grund, voru þeir fluttir heim og grafnir með mik- illi viðhöfn. Fyrsti róðurinn. Framhald af siðu 176. lega horfa með aflaföng. Einar formaður fór nú að beita Frið austur á bóginn, og komum við svo að lokum á sömu slóðir og byrjað var um morguninn. Þá kom hann á hjá mér allt í einu. Ég fór að draga, og upp mjakaðist hann )>ótt hægt gengi. Karlarnir kölluðu til mín og sögðu: „Gefðu honum ekki, liann liefur aldrei gefið þér.“ Um siðir var sá guli kominn upp að borði, lijáipaði þá faðir minn mér að innbyrða fiskinn. Þetta var stærðar gönguþorskur, og liorfði ég undrandi á hann. Þarna var ég þá strákur sem átti að vera i barna- skóla, búinn að draga stærðar þorsk. Ég varð svo ekki meira var, cnda var skömmu siðar haft uppi og haldið til lands. Gekk lendingin að óskum. Var nú þessum litla afla kastað upp i fjöru, og þar með þorskinum mínum, en ég þekkti hann, því að ég hafði merkt hann rækilega. Friður var svo settur i náust, og búið um liann að venju. Héldum við svo heim úr sandi, ])ótti sjómönTium uflinn iítill af borðum hafsins. En ég var harðánægður með daginn, og Máríu fiskinn minn, sem ég svo gaf fátækri konu þarna i svch inni, eins og venja var. Þegar ég fór aftur að fara í skólai'i1’ fannst mér allt auðveldara fyrir mér. ¥cl sóttist námið betur og ég var áhugasain ari um það er ég átti að gera. Mér haf 1 sýnilega vaxið ásmegin við fyrsta róðui inn minn úr Reynishöfn aðeins 12 *lia gamall. Nú er allt orðið breytt. Eiu*11 Brandsson og Friður eru gengnir veg a 1 ar veraldar. En eftir lifir min'ningin uin fyrsta róðurinn minn 1924. Hana gcylU1 ég eins og dýrt málverk um störf og s 1 liðinna kynslóða. 186

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.