Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 90

Æskan - 01.12.1972, Side 90
Guðm. Sæmundsson M.S. VATNAJÖKULL Kæliskip úr stáli með 810 ha. Atlas-díselvél. Stærð: 928 brúttó- rúml. 482 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 57.02 m. Breidd: 9.61 m. Dýpt: 4.40 m. Vatnajökull var smíðaður I Svíþjóð (við Stokkhólm) fyrir Jökla hf. I Reykjavlk árið 1947. Hingað til Reykjavlkur kom skipið svo I septembermánuði það ár undir stjórn Boga Ólafssonar skipstjóra. Vatnajökull hóf sfðan freðfiskflutninga ýmist til Bandarikjanna eða N.-Evrópuhafna. Þá fór skipið nokkrar ferðir til Haifa og Tel Aviv I Israel með viðkomu í N.-Afríku (Oran og Algier). Sumarið 1950 fór skipið eina ferð til Chicago og Milwaukee, borga á vatna- svæði landamæra Bandaríkjanna og Kanada. Vatnajökull ásamt kæliskipinu Foldinni eru einu íslenzku skipln, sem siglt hafa upp skipastigana meðfram Niagarafossunum, frá St. Lawrencefljóti til Michiganvatns. Til baka úr þessari ferð flutti Vatnajökull farm til borgarinnar Trieste við Adriahaf og hefur ekkert annað íslenzkt skip þangað komið. Hf. Jöklar seldu svo skipið til Grikklands [ júlímánuði 1964. Kaupendur voru Atlantic Fishing Enterprise ( Piræus. Þar hlaut Vatnajökull nafnlð Evangelistria V, og átti að flytja fisk frá veiðiskipum við Kanaríeyjar til Grikklands. M.S. FOLDIN Kæliskip úr stáli með 720 ha. Nohab-dlsilvél. Stærð: 621 brúttó- rúml. 325 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 51.81 m. Breidd: 8.79 m. Dýpt: 4.24 m. Foldln var smíðuð I Kalmar [ Svlþjóð árið T947 fyrir Sklpafélagið Fold hf. ( Reykjavlk. Hingað til Reykjavlkur kom svo Foldin í nóvembermánuði það ár undir stjórn Ingóifs Möller skipstjóra. Var sklpið síðan [ freðfiskflutningum tll Bretlands og megin- lands N.-Evrópu. Árið 1950 var Foldin í leigusiglingum erlendis. M. a. fór skiplð þá nokkrar ferðir milli Bretlands og (srael (Haifa og Tel Aviv með viðkomu [ Oran, Algier og Gfbraltar). Um haustið 1950 flutti Foldin stálfarm frá Rotterdam til Chicago [ Bandarlkj- unum. I sömu ferð flutti skipið smjörfarm frá borginnl Milwaukee til Bremen. Hf. Jöklar keyptu skipið árið 1952 og hlaut það þá nafnið Drangajökull. Árið 1960 sökk svo Drangajökull á heimleið, þann 29. júnl. Skipið var þá statt á Pentlandsflrðl við Skotland. Mannbjörg varð. M.S. SKELJUNGUR Olíuflutningaskip (tankskip) úr stáli með 330 ha. Crossley-dísil- vél. Stærð: 297 brúttórúml. 114 nettórúml. — Aðalmál: Lengd. 40,82 m. Breidd: 6.53 m. Dýpt: 2,54 m. Smíðaður í Englandi 1944. Hf. Sheli [ Reykjavlk keyptl skipið í Englandi árið 1947. Skeljungur var síðan í olluflutningum hér vlð land um níu ára skeið. Sklpið var selt ú'r iandi árið 1956. 88

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.