Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 59

Æskan - 01.12.1972, Blaðsíða 59
þú hefur þá bjargað okkur öllum!" Og hann hélt áfram: „Stökktu nú yfir girðinguna og við hlaupum svo inn ( skóg- inn.“ „Nei, herra læknir, það má óg ekkl gera, vegna þess að ég hef gefið drengskaparloforð mitt um að strjúka ekki.“ „En þarna kemur þá Silfri,“ mælti læknirinn, og er hann var kominn til okkar, sagði Liversey við Silfra: „Ég vil gefa þér dálitla þendingu, áður en við skiljum. Ég vil ráðleggja þér að hraða ekki of mikið leitinni að gullinu." „Ég fer hægt að öllu, herra læknir. Ég veit vel, að við Jim komumst i mikla hættu, ef fjársjóðurinn finnst ekkl á sínum stað.“ „Og eitt enn,“ mælti læknirinn. „Ef þið heyrið óvænt hróp, þá skuluð þið gæta ykkar. Ennfremur," bætti hann við, „þá get ég lofað þér því, Silfri, að ef þú getur bjargað Iffi drengsins og þinu, þá mun ég leggja þér lið heima á Eng- landi eftir beztu getu.“ Silfri lifnaði allur við og mælti: „Þakka þér kærlega, læknir. Þetta fyllir mig nýjum kjarki og mun raunar ekki af veita næstu daga.“ Síðan kvaddi læknirinn og hélt á brott, en við Silfri héld- um heim að kofanum. í vændum var leitin að fjársjóðnum eftir uppdrætti Flints sjóræningja. Skömmu seinna kallaði einhver, að morgunverður værl tilbúinn, og settumst við allir að heldur óþrifalegri uxa- steik. Mikið meira hafði verið steikt af kjötinu en við gátum torgað, en leifunum köstuðu þeir bara aftur f eldinn, þar sem þær brunnu upp. Ég hef aldrei séð menn eins fyrir- hyggjulausa um morgundaginn og þessa sjóræningja. Silfri át með góðri lyst, og með fullan munninn af kjöti sagði hann félögum sínum frá þvi, að hann hefði grun um það, hvar skipið væri niðurkomið, og jók það á kátinu karlanna. Leitin að gullinu Við, sem gengum af stað frá kofanum, vorum býsna ein- kennilegur hópur, allir í óhreinum sjómannafötum, leirug- um og rifnum, og alvopnaðir, að mér undanskildum. Silfri bar tvær byssur, aðra í fyrir og hina á baki, og þar að auki skammbyssur í vösum sínum. Páfagaukurinn Flint sat á öxl hans og blaðraði ósköpin öll. Jón Silfri hafði brugðið taug eða bandi um mig, og fylgdi ég honum því fast eftir. Hinir báru með sér ýmis áhöld, pála og rekur, aðrir báru nesti, brauð, kjöt og vín. Þegar við komum þangað, sem við héldum vera Sjónar- hólsöxl á uppdrættinum, vorum við komnir upp fyrir mýr- lendið, upp á allháa hæð. Þarna var allt þokkaiegra en niðri i fenjaskóginum. Blömgresi og fallegir runnar glöddu augað, og svo var loftið miklu betra. Allt i einu rak einn mannanna upp óp mikið og bentl okkur að koma til sln. Við fætur hans sáum við beinagrind af manni, næstum á kafi f gróðrinum. Hinn látni lá þarna og var með hendurnar réttar upp með höfðinu. Það var eins og hann væri að benda á eitthvað f fjarska. „Nú dettur mér nokkuð f hug,“ sagði Silfri. „Komið með áttavitann og gætið að, hvert beinagrindin bendir.“ Þetta var gert, og reyndist stefnan standa heima við uppdrátt Flints. Svo lögðum við aftur af stað, en nú var mesti galsinn farinn úr sjóræningjunum. Dauðinn sjálfur hafði gefið þeim viðvörun. Skömmu seinna tók allur hópurinn sér hvfld og fitaðist um. Við vorum nú ekki langt frá þeim sta&, sem uppdrátt- urinn greindi frá. Framundan okkur blasti við skógarnefið, en að baki okkar var skipalægið og Beinagrindarey. Hið eina, sem heyrðist, var fjarlægt brimhljóð við ströndina og suðan f skordýrunum, sem hér var mikið af. Ekkert sklp sást svo langt sem augað eygði. Silfri tók nú til við að gera athuganir, þar sem hann sat með áttavitann milli hnjánna. „Þarna eru þrjú há tré,“ sagði hann, ,,og liggja þau því sem næst f sömu stefnu og Beinagrindareyjan, miðað við Sjónarhólsöxl. Nú held ég að við finnum staðinn, félagar." „Það er ekki frftt við, að mér sé hálf ónotalegt," nöldr- aði Morgan. „Ég held það sé umtalið um Flint og endur- minningin um hann, sem veldur þvf.“ „Getur verið," svaraði Silfri, „og þakka máttu fyrir, að hann er dauður nú.“ Eftir að þeir höfðu séð beinagrindina og farið að ræða um Flint gamla, höfðu þeir verið miklu lágmæltari en áður, og eftir því sem lengra leið, dró enn meira niður f þeim, svo að nú mátti heita, að þeir hvísluðust á, og það svo lágt, að naumast rauf hjal þeirra einveruþögnina f skóginum. En allt f einu kvað við einkennilega há og skerandi rödd Innan úr skógarþykkninu og þessar tvær Ijóðlfnur, sem allir sjóræningjarnir kunnu, hljómuðu þaðan: „Á farmannskistu fimmtán manns við flösku af rommi sitja." Aldrel hef ég séð nokkrum mönnum bregða eins og sjóræningjunum við að heyra þetta. Þeir fölnuðu upp eins og væri að líða yfir þá, sumir spruttu á fætur, en allir hnöppuðu þeir sér saman, eins og þeir leituðu skjóls hver hjá öðrum. Og Morgan, sem lá á hnjánum, tautaði eins og utan við sig: „Það er Flint og enginn annar." En svo varð þögn og ekkert heyrðist frekar nokkra stund. „Komið þið,“ sagði Silfri, og ég sá, að hann varð áð taka á öllu sfnu til þess að ekki sæist, hve honum var brugðið. „Við skulum ekki láta hræða úr okkur allan kjark, því þó að ég þekki ekki röddina, þá þori ég að full- yrða, að hún heyrir engri vofu til, heldur manni af holdl og blóði." Honum óx augsýnilega hugur við að tala, og heldur hressti það lagsmenn hans, en þá heyrðist röddin aftur: „Darby McGraw!" veinaði hún aftur og aftur. „Komdu strax með groggið, Darby!“ síðast eins og skipandi. SjórSeningjarnir voru sem steinl lostnir. Þeir hreyfðu hvorki legg né lið og augun ætluðu út úr höfðum þeirra. „Nú kastar tólfunuml' stundi einn þeirra að síðustu. „Við skulum fara héðan." „Þetta voru andlátsorð Flints, sem hljómuðu áðan út úr skóginum," mælti Morgan. Dick hélt á biblfu sinni og bað fyrir sér f sffellu. Silfra var sýnilega ákaflega brugðið, þvl að ég heyrði að tennurnar f honum smullu saman af ótt- anum, sem greip hann, en samt vildl hann ekki láta hug- fallast. Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.