Alþýðublaðið - 09.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1923, Blaðsíða 2
2 A.LÞYÐUB LA Ð1Ð Síeitalatrið. Auðvaldið fárast oft yfir því, að nauðsynlegt sé að útrýma öllu stéttahatri. En það Iokar jafnframt angunum vendilega fyrir því, af hverju stéttahatrið stafar, sem von er, því að ef það vildi satt um það segja, þá myndi það reka sjálfu sér óþægilega utan undir. Stéttahatrið stafar sem sé af ójöfnuði. Á meðan mannlegu tilfinningalífi er eins varið og nú er, vekur það reiði hjá öll- um mönnum, þegar á eðlilegan rétt þeirra er gengið, og þegar því er haldið áfram stöðugt og látlaust, verður reiðin líka stöð- ug og látlaus, — hatur. Þetta er heldur ekkert eins- dæmi um mennina. Alveg sams konar iyrirbrigði gerast alls staðar í náttúrunni. Hvarvetna þar, sem jafnvægi er raskað, hefnir það sin. Það er hið eina >siðferðisbundna náttúrulögmál,< sem til er. Eina ráðið til þesrs að útrýma hatri og hefnd er því að koma á jafnvægi, jöfnuði, og jafntramt að koma í veg fyrir, að því verði raskað. í féiagslífi mannanna verður þetta að gerast þannig, að lífs- kjörin séu jöfnuð. Þetta hefir um langan aldur verið keppi- kefli allra þeirra manna, sem augun hafa opin fyrir ágöllum mannlífsins, og vilja ráða bót á þeim. En þessu marki verður ekki náð með því að lofa hverj- um að hrifsa það, er hann vill hata af gæðum jarðarinnar, því að þau eru takmörkuð. Af því, sem einn fær um of, fær annar um van. Við það skapast ójöfn- uður og þaðan at reiði, hatur, fyrst af hálfu þess, er fyrir ójöfn- uðinum verður, síðan af hálfu hins, er hann er krafinn rang- íengsins. Til þess að ná jöfnuðinum, keppimarki allra beztu manna, þarf skipulag og sameign. Það þarf að útrýma séreign og óreiðu þeirri, sem af henni flýtur, og koma í stað hennar á sameign allra einstaklinga innan þjóðar- heildarinnar, fyrst á hinu gildis- mesta, h amleiðslutækjunum, og síðan á öllu öðru jafnóðum og þörf krefur. Þettaerleið jafnaðarstefnunnar aðmarkinu, ogrithöíundar hennar hafa vísindalega sýnt og sannáð margvíslega, að annað ráð er ekki til. Þegar þessu marki er náð, er náð marki líbins, sem leitar jalnvægis. Þegar jafnvægið er fengið, er orsök hatursins horfin, barátt- unni slotað, friðurinn fenginn. Jafnaðarstefnan er því eina ráðið til þess að útrýma stétta- hatrinu. Sá, sem þykist vilja út- rýma því, en berst móti henni, — hann er annað hvort rugiað- ur eða það, sem verra er, — hræsnari og lygari. Ij'ólnir. Réttlæti fátækra- laganna. Skyldu þeir ekki vera táir nú á dögum, sem taka vilja undir orðin: >Betfa er að refsa níutíu og nfu saklausum, en að einn sekur sleppi< — ? Varla eru þeir margir, sem skrifa vilja undir slíkt siðalögmál. Þó verð- ur naumast annað séð en að hegningarákvæðin í löngum ís- lenzkum lagabálki, sem mjög tekur til almennings, séu sniðin eftir þessari reglu. Fátækralögin virðast grundvölluð á þeim hugs- unarhætti, að venjulegu orsak- irnar til þess, að menn þiggi af sveit, séu skeytingarleysi, leti eða jafnvel illgirni. Annaðhvort hafi þeir, sem ekki getá sjáifir séð íyrir sér og sínum, éytt efnum sínum í sukki og svalli, eða þeir nenni ekki að vinna, nema þá svo sé, að þeir geri það af skömm- um sínum að leggjast upp á aðra til að vera þeim til þyngsla og hvers kyns vandræða. Slíkir menn sóu ekki né geti verið neinum til gagns. I samræmi við það erú þeir því sviítir flest- um mannréttindum, svo sem kosningarrétti og dvalarfrelsi, þar sem þeir vilja vera, og auk þess má svifta þá fjárráðum með stjórnarráðsúrskurði (57. gr.), 'og 1 jafnyel gera þá útlæga (samkv. 59. gr.), og‘ eru ekki nema 10 ár síðan þess gerðist dæmi, að reynt vav að beita því ákvæði, þó að sú tilraun mishepnaðist. Lögin gera engan greinarmun á, hvort sá, er leita þarf fjár- styrks úr sveitarsjóði, er hraustur eða heiisulaus, hvort hann hefir orðið fyiir slysum, h\/ort hann hefir fyrir sér eiuum að sjá eða iullu húsi at börnum og gamal- mennum, hvort hann er tvítugur eða áttræður, hvort hann hefir áður lagt af mörkum til sveitar jafnvel miklu meira fé en styrkn- um nemur, bvort hann hefir fasta atvinnu eða hvoit hann reynir stöðugt að fá vinnu, en fær enga, eða bá, að hann vill ekki vinna. Rauði þráðurinn, sem látækrafögin eru ofin um, er meðvitund þess, að einhverjir menn séu þó til, sem ekki nenni að vinna. Það eitt ræður. Hinp réttláti skal gjalda hins rangláta, - því að annárs getur farið svo, að einhver ranglátur komist undan. Til þess að hegna einum sekum er níutíu og níu saklaus- um refsað. Hve lengi á að löghelga slíkt >réttlæti<?Hvenær erumvérorðn- ir nógu þroskaðir til að hreinsa slíka smán úr lögum vorum? Hvað segja háttvirt stjórn vor og Alþingi þar um? Skal sofa ögn enn, blunda ögn enn og lo‘a svívirðingunni að spegla sig í löggjöfinni nokkur ár énn ? Ouöm. B. Ólafsson úr Grindavík. Langt jfir skamt í »Morgunblaðinu< stóð í tvo daga fyrir helgina grein um íjárhag Rússlands fyrr og nú. Á hún að sýna, hversu honum hsfi hnignað hjá verkamanna- stjórninni frá því, sem verið hafi hjá keisarastjórninni. Biaðið viðurkennir, að erfitt sé að greina satt frá lognu í því, sem skrifað sé um þetta efni, og mætd því ætla, að það» hefði gert tilraun til þess að leita sér sem trúverðastra upplýsinga, ef því þólti sérstaklegá nauð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.