Æskan - 10.11.1898, Blaðsíða 4
12
að frjósa ekki í hel hérna; nei heldur fer ég
til konungs tröllanna. Ef hann étur mig, þá
verður það að verá svo, eu ég ætla að segja
honum að það sé miklu hetra fyrir hanu að
éta úlf eu Sampo Litla-Lappa“. Því næst
fór haun að ganga upp eftir fjallshliðinni.
Eftir stutta stuud heyrði hann eitthvert hljóð
iyrir aftan sig; það var úlfur —- stór, loðinn
úlfur. Sampo varð dauðhræddur, — hann
herti upp huganu og sagði einarðlega: „Vertu
ekki í vegi fyrir mér, ég ætla til tröllakon-
ungsins, og ef þú ætlar að gjöra mér nokkuð
ilt, þá skaltu hafa verra af því“.
„Hvað er þetta!“ sagði úlfurinn. „Hvað
vilt þú, snáðinn þinn. Hvað ertu annars að
gjöra hér einn saman, langt frá öllum manna-
bygðum, og hvað heitirðu?“
„Eg heiti Sampo Litli-Lappi, eu livað heit-
ir þú?“
„Eg er æðsti úlfur tröllakonungsins“ svar,
aði hann. Ég hefi verið að bjóða til sólhá-
tíðarinnar tniklu. Fyrst þú ætlar sömu leið
og ég, þá er velkomið að ég heri þig dá-
lítiun spöl“. Sampo klifraðist upp á bakið
á úlfinum og hann stökk með hann upp eft-
ir fjalliuu, yfir gjár og gljúfur.
„Sólhátíð, hvað. er það?“ sagði Litli.-Lappi
„Sá er vitlaus!“, sagði úlfurinn og gretti sig.
„Þegar myrkur og nótt hefir verið heilt
missiri í Lapplandi og svo sést aftur sól á
himni 1 fyrsta skifti, þá höldum við henni
fagnaðarliátið. Þá koma sainan öll dýr og
öll tröll frá öllum Norðurlöudum, á Rastekajs
og þá er engum gjört ilt, það verður þér til
lífs, Sampo litli, því annars hefði ég étið þig
undir eins.
„Ér tröllakonungurinn þá ekkert hættuleg-
ur á þessari hát.íð ?“ spurði Sampo. „Nei“,
svaraði úlfurinn, frá því einui stundu fyrir
sólaruppkomu og þangað til einni stundu
eftir sólarlag dirfist ekki einu sinni trölla-
konungurinn að gjöra þér nokkuð ilt; en
gættu þíu vel þegar sá tími er liðinn; þá
munu 100,000 úlfar og 1000 hirnir ráðast á
þig og jiegar Tröllakonungurinu gefur merki,
þá er úti um Litla-Lappa“.
„Góði úlfur, fylgdu mér heim aftur þegar
hættan nálgast!“, sagði Litli-Lappi, dauð-
hræddur.
„Ég!“, sagði úlfurinu hlægjandi. „Ég
verð líklega lieldur fyrstur til þess að rífa
þig í sundur“.
Sampo hugsaði sig um nokkra stund og
hélt að snjallast myudi fyrir sig að hlaupa
niður af hakinu á úlfinum, en það var ot
seint. Þeir voru komnir upp á fjallstiud og
þar var margt að sjá. Þar sat konungur
tröllanna i hásæti sínu, sem gjört var af him-
ingnæfandi klettum og horfði yfir alla jörð-
ina. Hann hafði hjálm á höfði úr skýjum og
augu lians voru eins og tungl i fyllingu.
Nefið var eins og íjallstiudm-, muunurinn
eins og heldýpisgjá, skeggið eins og ótal
grýlukerti, liandleggirnir eins og stóreflis
furutré, hendurnar spruugnar og gráar eins
og gamall eikarhörkur; fæturnir voru voða-
lega stórir. f Ef þið spyrjið, hvernig hægt
hafi verið að sjá hann í inyrkrinu, þá skul-
uð þið hugsa eftir því, að norðurljósin skinu
um hann allan.
Umhverfis hanu sátu tröll og forynjur,
þúsundum saman, sum afarstór, sum ógur-
lega lft.il. Þetta hafði komið saman til og
frá úr heiminum, t. d. frá Novaja Semlja og
Spitsbergen, frá íslandi og Grænlandi og
norðau frá heimskauti, allir lcomu til þess að
fagua sólunni. En það var ekki kærleikur,
sem kom þeim til þess að fagna henui, það
var að eins af' ótta. Tröllin liata sólina og
óska að sjá hana aldrei; óska að hún komi
aldrei upp aftur þegar hún hverfur á balc
við fjöllin. Langt frá konunginum stóðu
dýrin í löngum fylkingum svo þúsundum
skifti. Óll dýr voru þar saman komin nema