Æskan - 23.01.1901, Qupperneq 1
ÆSK AN.
Eignarrétt hefir
Stór-Stúka íslands (I. O. G. T.)
23. JAN, 19 0 J,
Ritstj 6ri:
Ií j á 1 m a r Sigurðsson,
7. TBL,
IV. ÁRG.
Ný öld, nýtt árí
Gleðilegt ár og gleðilega öld! kæru börn!
Ég viidi, að ég gæti á þessu augnablikinu
bent ykkur betur en nokkru sinni áður á
fegurð þá, sem er í kringum ykkur í öll-
um hlutum, smáum og stórum, bent ykk-
ur á hönd föðursins á himnum, sem ræður
lífi allra skepna um víða veröld.
Fyrir aftan oss er umliðinn tími, liðin ár,
liðin heil öld, sem aldrei kemur aftur, en
fram undan okkur er nýr tími, ný öld, og
á henni megum vér vera viss um, að guð
faðir okkar muni enn sem fyr veita oss
vernd og blessun í smáu og stóru. — Sól,
tungl og stjörnur eru hinar sömu og áður,
en þó er alt orðið eins og nýtt og á að
verða nýtt með nýju öldinni. Allir, sem
gleymdu að læra gott og gagnlegt til munns
og lianda á görnlu öldinni verða nú að
vakna og herða sig. Litlu börnin eiga með
tímanum að verða fullorðnir menn, sið-
prúðir og góðir menn, duglegir menn, góð-
viljaðir og hjartanlegir í umgengni hver við
aðra, glaðværir í lund, hugaðir og vongóðir.
— Um margar þúsundir ára heflr guð fætt
fugla loftsins og klætt blómin á jörðinni
og alið önn fyrir öflum börnum sínum.
Hann gleymir heldur ekki okkur á nýju
öldinni. Stundum getur verið, að okkur
þyki kalt og dimt, en hlýju og björtu stund-
irnar verða því fleiri, — það getur vel ver-
ið, að sum ykkar eigi mjög fátæka foreldra
en þið verðið þó rík, ef þið lærið, að verða
dugleg og góð börn.
„Æskan“ óskar ykkur nú öllum gleðilegs
árs, Hún vili benda ykkur á þá dýrð, sem
er allstaðar í kring um ykkur bæði vetur
og sumar, faliega landið, sem við búum á,
sem er ef til vill eitthvert fallegasta land-
ið í heiminum, þó við séum fátækari en
margar aðrar þjóðir.
„Æskan“ vildí geta gefið ykkur öllum
nýársgjöf, en hún heflr ekki annað að bjóða
ykkur, en biðja ykkur að elska guð, föður
allra manna, föður hinna ungu og hinna
gömlu um allan heim, að elska foreldra
ykkar og alla rnenn, og sýna öllum velvilja
og vináttu og að elska landið okkar, inn-
dælu fjöllin okkar, árnar og dalina, himin-
inn og hafið sem er skínandi bjart, stjörnu
dýrðina og norðurljósin, sem óvíða eru
fegri nokkurstaðar á jörðinni. —
Ef þið elskið þetta þrent getið þið öll
orðið gæfumenn, og það eins þó fötin ykk-
ar séu núna bætt og borin. — Afar rnörg
góð og dugleg fátæklingabörn, vnrða sjálf-
sagt einna mestu hamingjumennirnir á
nýju öldinni.
————<HKX>--------
Trúr yfir litlu.
í búðarglugganum hjá honum Petersen
kaupmanni hékk lengi auglýsingaspjald með
þessari áritun: „ Snúningapiltur getur fengið
liér atvinnu.“ Stundum var auglýsingin