Æskan - 23.01.1901, Qupperneq 2
tekín ofan; en að hálfum eða heilum degi
liðnum var hún sett upp aftur, og menn
voru farnir að stinga saman nefjum og
segja hver við annan: „Það er spaugi-
legur náungi, þessi Petersen. Skyldi hann
nokkurn tíma fá snúningspilt, svo honum
líki ?“ En það var nú af sérstökum ástæð-
um þetta, að auglýsingin var stundum tekin
ofan og að vörmu spori fest upp aftur.
Friðrik litli, sonur vagnasmiðsins, gaf sig
fyrst frarn. Hann tók strax til starfa, og
alt gekk nú ágætlega, þangað til kl. 3 um
daginn. Pá var hann sendur upp á loft,
þar sem mýsnar og köngulærnar höfðu hi-
Trýli sín:
„Uppi á loftinu stendur kista, sagði Peter-
sen, „og átt þú nú að laga til í henni.
Hún stendur á miðju gólfi. Fiýttu þór nú
að þessu, svo að þú verðir því fyr húinn
með það. “
n Jú, jú,“ hugsaði Friðrik með sér, þegar
hann kom upp á loftið, „þarna stendur
kistan. En hvað er nú í honni? Ekkert
annað en bognir naglar og ryðgaðar skrúf-
ur, brotnar skrár og þar fram eftir götun-
um, í stuttu máli eintómt rusl, sem ekkí
er einu sinni svo mikils virði, að það geti
borgað sig að fara að eiga neitt við það.
Og svo bætist nú þar ofan á, að hér er
ekki vært fyrir músagangi. og það þykir
mór nú ekki neitt sérlegt sælgæti. Hvað
ætli hann sé annars að hugsa, hann Peter-
sen? Nei, hór verð ég ekki lengur.“
Stundarkorni síðar sá kaupmaðurinn Frið-
rik út um búðargluggann.
„Nú, nú, Friðrik litli, ertu nú búinn að
laga til i kistunni?" spurði hann.
„Eg fann ekkert, sem neitt gagn var í,“
svaraði Friðrik, „ekkert nema ónýtt rusl,
gamla nagla og þess háttar."
„Einmitt það,“ mælti húsbóndi hans al-
varlega; „það voru einmitt þessir gömlu
naglar og ait þetta gamia dót, sem ég ætl-
aði að láta laga til og koma því fyrir hverju
út af fyrir sig. Hefirðu ekki reynt það?“
„Nei, það var svo dimt uppi á loftinu."
„Jæja“, svaraði Petersen, „það er gott.
Nú ætla óg að biðja þig að hlaupa út í
bæ fyrir mig. “
Friðrik var snúningaliðugur og vildi því
gjarnan gera þetta og vera fljótur að því.
Kl. 6 var kallað á hann að skrifstofuglugg-
anum og þar voru honum útborguð dag-
launin; en jafnframt var honum líka sagt,
að hann þyrfti ekki að koma aftur. Frið-
rik varð hálf-ólundarlegur á svipinn, gaut
hornauga upp til þakgluggans og labbaði
svo burt.
Snemma morguns, daginn eftir, kom
auglýsingin aftur á gluggann. Karl, sonur
bakarans, gaf sig þá fram, og þegar Peter-
sen sá, að hann var í hreinum og þokka-
iegam fötum. tók hann hann. Hann hafði
nóg að gera allan daginn, þangað til hálfri
klukkustund áður en loka átti búðinni. Fá
var hann sendur upp á loftin, iil að laga
til í gömlu kistunni. Hann var ekkert
smeykur við mýsnar; en þegar hann sá
alt ruslið í kístunni, fór hann að hugsa
sig um. Fó tók hann að leita í því og
fann á endanum dáiítið af gömlu járni,
nokkura beina nagla og fáeina lykla, sem
hann hélt að mundi mega nota.
„Fetta er nú alt og sumt, sem gagn er
að,“ sagði hann, þegar hann kom ofan aft-
ur. „Ilitt var alt ryðgað og brotið."
„Jæja“, sagði Petersen, og svo sendi
hann hann á póststofuna og sagði honum að
koma ekki aftur morguninn eftir. En kvöldið
eftir fókk hann kaup sitt, og auglýsingin
um snúningspiltinn kom í gluggann aftur.
Nú kom Vilhjálmur, sonur járnsmiðsins.