Æskan - 24.01.1903, Blaðsíða 2
30
ÆSKAN.
við hana. Hún var að sönnu ekki tilflnn-
ingarlaus eða harðbrjósta, en hún var knöpp;
hún reiknaði ekki út, hvað mikið drengirn-
ir þyrftu að borða, en hún reiknaði út,
hvað lítið þeir gætu koinist af með, og svo
vildi svo illa til, að í því efni var alt af
mikill munur á hennar útreikningi og þeirra.
En til þess að gera henni ekki rangt til,
verður þó að geta þess, að hún átti engu
betra sjálf, og doktorinn því síður. Hon-
um var líka síkalt eins og piltunum, en
hann kendi æfinlega veðrinu um það, og
gieymdi því, að til er eitt ágætt ráð til að
verjast kulda, sem sé það, að kynda vel í
ofninum.
Ekki get eg sagt neitt um, hvort frú
Pinniker notaði sér afskiftaleysi doktorsins
af innanhússstörfum þannig, að hún drægi
nokkuð undan handa sjálfri sér til að lifa
á í ellinni. Það eitt er víst, að doktorinn
grunaði hana aldrei um það, og svo er þýð-
ingarlaust að ætla sér að fara að hreyfa
neitt við því.
Þótt veturinn sé langur, tekur hann þó
alt af enda, og það jafnvel líka í skólunum.
Og á sumrin var ICloverbobs óneitanlega
inndæll staður, einkum þegar piltarnir voru
dálítið farnir að gieyma veru sinni heima
í leyfinu og öllum þægindunum þar. Dokt-
orinn átti ágætan garð, og spruttu í hon-
um alls konar dýrðlegir ávextir: jarðarber,
epii, perur og plómur. Hafði eigandinn
veitt piltunum ótakmarkað leyfi til að eta
af ávöxtunum eins og þeir vildu. Hann
]eit svo á, að ávextirnir væru ætlaðir til
átu, og að skólapiltarnir í Kloverbobs væru
ætlaðir til að eta þá. Þetta fanst honum
öldungis náttúrlegt. En frú Pinniker var
á annari skoðun, og kom hún til hans með
svo margar kærur yfir því, að óþroskaðir a-
vextir fengju ekki að vaxaí næði og að þrosk-
aðirávextir værubrúkaðir i óhófi, svo að hún
fékk leyfi til að læsa garðin um og gefa. piltu num
úr honum, eftir því sem henni virtist þörf á.
Þeir elztu meðal piltanna voru þegar
staðráðnir i að hefna s:n á henni fyrir þetta.
Var komið fram með tillögur um að stela
gleraugunum hennar, drekkja kettinum
hennar o. s. frv.; en allar voru þær feldar;
þóttust piltar of miklir „herrar" til að fremja
slík strákapör. En það var þeim öllum
Ijóst, að eifthvað varð að gera, og þegar
viljinn er góður, vantar sjaldan ráð, og
sannaðist það einnig hér.
Frú Pinniker hafði nú þegar tínt eplin
af trjánum og komið þeim inn. Lágu þau
nú í allra mestu reglu í herbergi einu í
öðrum enda hússins. Inn í þetta herbergi
sáu piltarnir alt þetta góðgæti hverfa, og
aldrei koma út aftur; frú Pinniker hafði
lykilinn og bar hann ásamt öðrum lykium
við belti sitt. Lykillinn var því ófáanlegur,
og án hans voru eplin ófáanleg; vissu þó
piltarnir, að doktorinn, sem átti eplin,.
hafði ekkert á móti að þeir fengju þau.
Nú bar eitt sinn svo við, að piltarnir
voru að leika sér, og ætlaði þá einn þeirra
að fela sig svo að hinir gætu ekki fundið
sig. Klifraði hann upp á húsþakið og nið-
ur í einn af reykháfunum. En áður en
hann vissi af, hrapaði hann niður i herbergi
eitt uppi á loftinu, og kom niður rétt hjá
opi, sem var á loftinu. Hann var alveg
ringlaður fyrstístað; en það leið fljótt frá,
og tók hann þá að litast um. Hálfdimt
var inni í herberginu, því að vafningsviður
óx upp með gluggunum að utanverðu; en
brátt varð hann þess þó var, að hér voru