Æskan

Årgang

Æskan - 24.01.1903, Side 6

Æskan - 24.01.1903, Side 6
ÆSK AN. okkur. Vi'iztu, hvað Karl á Hóli sagði við mig i skólanum i dag? Við urðum dálítið ósáttir, og svo kallaði hann á eftir mér, og sagði, að pabbi væri fyllisvín, sem brendi upp kornið fyrir fólki. Þú veizt, að hann brendi kornið fyrir bóndanum á Hóli á dögunum, þegar hann átti að þurka það. Hann var nú fullur þann dag; en hann sagði, að það hefði kviknað í því af óhepni. O, það er óttalegt að sjá og heyra annað eins um pabba sinn.“ Börnin voru í gömlu mylnunni; það var regn úti, og þegar þau voru neydd til að vera inni, veðursins vegna, kunnu þau bezt við sig í mylnunni. Klsa þagði dálitla stund. Hún sat í þungum hugleiðingum og studdi hönd undir 'kinn. I3að var sorgleg uppgötvun þetta, sem þau höfðu gert. „Sér hann það þá ekki sjálfur?" spurði hún loksins. „Eg veit það ekki,“ svaraði Bertram; „en svo raikið veit eg, að þetta er hættuiegt, því þegar maður er fullur, þá veit maður ekki, hvað maður gej'ir, og það hafa oft hlotist slys af því. Betta ætti nú pabbi líka að vita. Hann heflr oft talað um það; en nú er hann sjálfur oft drukkinn. En það getur verið, að hann viti ekki af því.“ Bertram tók upp hálmst.rá og fór að tyggja það. „Veiztu, hvað eg vildi?" tók hann aftur til raáls. „Eg vildi helzt segja það við hann sjá]fan.“ „Ertu frá þér? Segja það við pabba?" „Já, því ættum við ekki að geta sagt það við hann og beðið hann að liætta, þó hann sé faðir okkar? Einmitt þess vegna ættum við að segja það, og bjarga föður okkar. Þvi þetta fer aldrei ve). Það sé eg. Veiztu, hvað kennarinn hans Axels sagði sunnudaginn, sem eg kom til hans og fór á fundinn meðhonum? Hann sagði, að þegar maðurinn sæi áfengi eða findi lykt af því, eða að eins hugsaði um það, ef honum annars þætti það gott, þá léti hann ganga til heilans þessi boð: eg vil fá mér dálítið. Og svo sondir heilinn boð til handa og fóta: farðu og di'ektu. Og svo fer hann og gerir það. Svo sagði hann líka, að eftir þvi sem maður sendi boðið oftar, eftir því gengi það fljótara, og eftir því sem hendur og fætur hlýddu boðinu oftav, eftir því yrði þeim það tamara. Og seinast gengur þetta eins og af sjálfu sér, nærri því án þess að maður viti af því sjálfur, eða ráði við það. En þá sagði hann, kennarinn, að það væri kallað vani. Svona getur alt orðið að vana, bæði gott og ilt. En það, sem yrði vondur vani, sagði hann, að við yrðum að striða á móti; annars yrði það hættulegt fyrir okkur. Og svo sagði hann, að drykkju- vaninn væri einn hinn hættulegasti og ljót- asti vani.“ Elsa tók mjög vel eftir þessari ræðu. „Kannske við getum fengið einhvern t.il að segja pabba það,“ mælti hún með ákafa; „til dæmis doktor Berg.“ „Doktor Berg! Jú, það væi'i nú maður- inn! Yeiztu ékki, að hann drekkur sjálfur? Nei, nú skal eg segja þér meira um þetta. Hannútskýrðiþettasvonákvæmlega, kennar- inn. Hann sagði, að eins og málþráðurinn gæti ekki flutt tvenn boð í senn, þannig gætu heldur ekki þræðirnir, sem ílytja boðin til heilans, gert það; en það eru taugarnar. fess vegna er áríðandi að loka leiðinni til heilans, en það er ekki hægt nema með

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.