Æskan

Volume

Æskan - 24.01.1903, Page 7

Æskan - 24.01.1903, Page 7
Æ SKAN. 35 því að senda annan boðskap, sem þannig hljóðar: bragðaðu ekki áfengi, og fá þú aðra til að gei'a eins. Af þessu sérðu, að sá, sem drekkur sjálfur, getur ekki barist á móti drykkjuskapnum hjá öðrum." Elsa kinkaði kolli. Hún skildi það. Pað var auðsætt, að Bertram hafði góða hæfl- legleika til að gera sig skiljanlegan. „En hvernig eigum við þá að fara að þvi að „ioka leiðinni" og berjast gegn áfenginu?“ spui ði hún. „Án þess að segja það við hann,“ bætti Bertram við. Já, það var gátan. Elsa fann ráðning- una. „Bertram," sagði hún nokkrum dögum siðar; „við skulum byrja á því að berjast sjálf á móti áfenginu. Þú veizt, að pabbi tekur svo mikinn þátt í öllu, sem við gerum.“ Bertram sló á lærið svo fast að hann hefði víst kveinkað sér, ef einhver annar hofði gert það. „Bravó!“ hrópaði hann. „Það gerum við! Og svo framarlega, sem við höfum ekki byrjað baráttuna áður en iangir tímar liða, þá skal eg standa á höfði alla mina æfl. “ Þetta var reyndar nokkuð djúpt tekið í árinni. En Ðertram varð þó laus við að standa á höfði. Fyrst var áríðandi fyrir þau að stofna bindindisfóiag, þar næst að fá fleiri til að vera með og til að skemta á fundunum, og loks var hið þriðja, að fá leyfl hjá föður þeirra tii að mega halda hátíðasamkomu úti á enginu hans. Alt gekk eftii' óskum, og þar kom loks, að Green malari fókk sjálfur löngun til að stofna bindindisfélag fyrir fullorðna; varð hann þar fyrsti og helzt.i meðlimui' og líflð og sálin í því. Þannig varð „leiðinni lokað“ fyrir hinum hættulega boðskap. Malaranum var bjargað frá hinum margvíslegu hættum, sem yfir drykkjumönnunum vofa, og frá þeirri gröf,. sem þeir oft leggjast í löngu fyrir tímann.. Erfið orð, Þegar þið farið að læra erlend tungumál, munuð þið án efa hitta fyrir mörg orð, sem þið eigið erfitt. með að segja. En haflð þið ekki tekið eftir, að það eiu .líka til orð á móðurmáli ykkar, sem mörg börn, og kannske fullorðnir líka, eiga erfitt með að segja? Eg slcal benda ykkur á tvö, en sjálfsagt eru þau miklu fleiri. Begar móðirin spyr son sinn eða dóttur: „Hefir þú gert þetta?“ þá kemur það oft fyrir, að börnin eiga erfitt með að segja: „Já.“ Annaðhvort svara þau: „Nei,“ eða: „Eg var narraður tii þess,“ „Eg gat ekki gert að því“ o. s. frv. En að segja: „Eg gerði það,“ það er oft næsta erfitt. Annað, sem ekki er auðveldara, er þetta: „Eg bið fyrirgefningar. “ I3að kostar oft ekki iitla baráttu að koma út þessu orði. Þótt börn finni það vel, að þau hafa gert rangt, og hafi jafnvel kannast við það, þá er þó alveg eins og munnur þeirra sé lokaður, þegar þau eiga að fara að nefna fyrirgefningu. En vór verðum að yfirvinna sjálfa oss og gera undir öllum kringumstæðum það sem vér vitum að er sannast og réttast. ---ooo---

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.