Æskan - 01.04.1907, Síða 2
58
Æ S K A N
í s 1 a n d.
(Úr föðurlandskvœöi efiir Ben. Gröndall.
Hvar ljóma skýin með himinfegri sjón?
Er heiðríkjan annarsstaðar meiri en
um Frón?
Og hvar segja bárurnar betur því frá
Sem har við um heiminn og gleymast
ei má ?
Hvar þylja fossarnir fegurri ljóð ?
Og livar sveiíla norðurljósin bjartari
glóð,
En þar sem að S a g a hjá Sigföður
skín,
Og syngur í gullskálum aldanna vín.
Hvar er fegra grasið í grænkandi reit?
Og hvar stígur gufan úr jörðunni licit
Megnar og tignar en Geysis í glaum,
Glampándi kristall af undirheimsdraum ?
Meðan fossinn er hvítur og Ijöllin eru
blá
Meðan faldar á Jöklunum skínandi gljá
Meðan sumar og vetur fá svihð um ský:
Þú snjómey, erl jafnfögur hjörtunum i.
Þótt framtak og dugnaður felist oss enn,
í fjalldölum húa og trúa því menn,
Að enn komi tíð eftir eymdanna stund,
Og eitthvað flytji sólin í gulllegri mund.
Hér er jeg fæddur og hjer skal mitt lík,
Hvíla í mold undir kistunnar brík,
Hér bjuggu faðir og móðir og mey
Og m í n er þessi jörð livort eg liíi eða
dey.
* *
¥
Þetta kvæði sem hér er prenlað, cr úr
kvæðasai'ni þjóðskáldsins Ben. Gröndals, og
þvi birtist það hér, að það gei'ur lesendum
sinum ef'ni í margar hugsanir um fegurð og
gæði ættjarðar vorrar.
Saga, sögugyðjan, átli heima á Sökkva-
bekk, og heimsótti Sigfaðir, Oðinn, hana jaf'n-
an, samkvæmt trú forfeðra vorra í lieiðni.
Björkin og stjarnan.
(Saga ef'tir Z. Topelins).
Fyrir hálfri annari öld siðan var mikil
neyð á Finnlandi. Stríð var nýafstaðið;
þorp og bændahýli lágu í brunarústum,
uppskeran var nær því engin og menn
liöl'ðu dáið unnvörpum, sumir fyrir
sverðseggjum, aðrir úr hungri og nokkrir
úr hryllilegum sjúkdómum. Málti þar
allsstaðar líta tár og eymd, ösku og
hlóð. Þeim sem lengst höl'ðu haldið í
vonina, lá nú við að örvænta alls. Svipa
guðs hafði gengið yfir landið, enda
gleymast aldrei hörmungar þeirra tíma.
Þá bar það eigi allsjaldan við, að ætt-
fólki og fjölskyldum væri tvistrað; höl'ðu
óvinir haft á braut með sér suma, og
aðrir höfðu fiúið út á skóga og eyði-
merlcur, eða stokkið af landi burt lil
Svíþjóðar. Mörg eiginkonan vissi ekki
hvað orðið var af manni sínum, bróðir
saknaði systur, og foreldrar grétu börn
sin, sem óvíst var um, hvort væru lífs
eða liðin. Þegar loks var kominn friður,
voru aðeins fá heimili, þar sem sorg og
missir hafði ekki átt heima.
Nú tóku menn að svipasl eftir ást-
vinum sínum eftir margra ára aðskiln-