Æskan - 01.04.1907, Side 6
(52
Æ S K A N
einn spurði hann, hvorl hann hrædd-
ist »kerlinguna« eða »vöndinn« eins
og krakki; annar kvaðst ekki meta
mikils þann mann, sem ekki hefði þrek
til að stjórna kvenfólki og krökkum
og vera húshóndi á heimili sínu; sá
maður væri hlátt áfram aumíngi. Svo
tóku þeir að gorta af aga þeim, er þeir
hefðu á sínu heimili og af óttanum,
er kona og krakkar hefðu af þeim.
Jóhannes var í raun og veru ekki
slæmur maður, eins og áður er sagt,
en hann var þreklaus og því fljótur
að láta undan ástríðum og ginningum.
Petta vissi kona hans, því hún þekti
nákvæmlega lyndiseinkunnir mans sins.
Hún reyndi að lialda öllu í réttu horfi
á heimilinu eftir mætti, þótt illa gengi
stúndum, því vikukaupið var ekki mik-
ið, en þó hefðu þau vel getað komist
af, hefði ekki helmingur þess og stund-
um meira farið í veitingahúsið.
Margt tárið feldi hún yfir því, og
margri gleðinni rændi ástríða föðurs-
ins börnin.
Þá er Jóhannes þenna morgun var
farinn, átti hún aðeins eilt athvarf.
Hún hað Drottinn að snúa huga manns
sins frá veitingahússlífinu og óheilla-
félögunum, svo hann yrði að betri
manni. Hildur, sem var sex ára að
aldri fylgdist með í bæninni eftir mætti,
og litli hnokkinn sat uppi í rúminu
og sagði i hálfum hljóðum: »pahbi,
pabbi«. Sem betur fór hafði hann
litla hugmynd um breyskleika föður
síns, en honum þótti vænt um pabba
sinn og vissi að þetta var honum að
einhverju leyti viðkomandi.
Móðurinni óx þrek og kraftur við
bænina og það var sem hjá honum
vaknaði óljós von um að þessi dagur
yrði byrjun betri tíma fyrir heimilið,
og' brást sú von ekki.
Þá er að kvöldi leið og verki skyldi
hætta, bað hún Hildi litlu um að fara
á móti pahha sinum.
Hún stökk á stað, þó þunnklædd
væri og frost og kuldi úti lyrir. Þeg-
ar langt i burlu kom hún auga á föð-
ur sinn, er kom á móti henni ásamt
einum samverkamanna sinna. Hann
sá hana einnig og varð allkynlega, við
er hann veitli því eftirtekt, hve ver hún
var klædd en önnur börn, er úti voru
í vetrarnæðingnum. Ætli henni sé
ekki ógnarlega kalt? Skyldi hann
aldrei hafa efni á að gefa lienni vetr-
arkápu?
Þegar þeir komu móts við veitinga-
húsið, slóðu þeir við og töluðu saman
í ákafa; Jóhannes andmælti því að
verða samferða inn. Samstundis liljóp
Ilildur litla lil þeirra og kallaði: »gott
kveld pabhi!« Félagi hans leit til lians
háðslega og mælti: »Jæja, ællarðu þá
að koma með mér inn, eða þorir þú
það ekki fyrir krakkaanganum þeim
arna ?
Reiðin sljófgaði aftur ásetning' hans,
svo við sjálft lá að hann færi inn, bara
lil þess að sýna að hann væri sjálfum
sér ráðandi og hræddist engann.
Verlu mér nú samferða lieim, cg hefi
beðið guð fyrir þér, farðu því ekki inn