Æskan - 24.12.1915, Blaðsíða 7
1915
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR
V
aldrei að gera annað en það, sem þú
heldur að Jesús liefði gert í þínum
sporum. Ef þú gerir það, þá þykir
öllum vænt um litlu stúlkuna«, sagði
gamla konan og klappaði á vangann
á Ásthildi.
»Jæja, amma mín. Ég skal einlægt
reyna að vera gott barn og gera aldrei
neitt það sem Jesús hefði ekki gert«,
sagði Ásthildur og leit stóru, bláu,
sakleysislegu augunum til ömmu sinn-
ar um leið og hún gekk út.
Þegar Ásthildur var orðin ein eftir
i stofunni, settist hún á gólfið og fór
að leika sér að gullunum sínum. En
eftir litla stund var hún búin að fá
nóg af því. Jólatilhlökkunin gerði
liana óeirna, og svo leiddist lienni
að vera ein. Allir voru eilthvað að
starfa og allir vildu helzt vera lausir
við hana, þegar þeir áttu svona ann-
ríkt. Hún safnaði saman öllum leik-
föngum sínum og lét þau ofan í kassa;
þar áttu þau að vera fram yfir jólin.
Svo hljóp hún út að glugganum og
fór að horfa út á göluna og á ljósin
í gluggunum. Þar voru að eins ör-
fáir, sem hún sá á götunni. Samt
kom hún auga á fáeina krakka.
Ásthildi fanst hún mega til með
að hlaupa út á götuna og tala við
börnin. Henni var ómögulegt að vera
þarna ein lengur. Hún greip liúfuna
sína, og á svipslundu var hún komin
út að hliðinu fyrir utan húsið.
»Hæ, hó! Hvað hefir þú þarna undir
hendinni?« kallaði Ásthildur, þegar
liún kom auga á Stínu, jafnöldru sína,
hlaupandi fram hjá með stóran böggul
undir hendinni.
Stína nam staðar, þegar hún heyrði
kallið, og kom til Ásthildar.
»IJað er nýr kjóll og húfa, sem ég
var að kaupa lil jólanna handa mér.
En hvað hann er fallegur. Allivítur,
með Ijómandi hlúndum og leggingum.
Þú mátt til með að koma og sjá hann
einhvern tíma á jólunum, því þá verð
ég í honum, og svo hefi ég hann líka
á barnaskemtuninni milli jóla og ný-
árs. En nú má ég ekki tefja lengur,
því ég lofaði mömmu að vera fljót«.
Svo hljóp hún á stað.
Stína var rétt horfin, þegar Ásl-
hildur tók eftir lítilli stúlku, sem gekk
eftir götunni. Hún gekk álút, og leit
helzt út fyrir að liún hefði nýlega
grátið. Svipurinn var deylðarlegur
og veiklulegur, og kjóllinn, sem hún
var í, slitinn og óhreinn. Hún gekk
afarhægt og var auðséð, að hún var
ekki í neinum jólaerindum. Þegar
hún kom gagnvart Ásthildi, þekli hún
að þetta var Sigrún dóttir hans Ein-
ars gamla, sem bjó í kjallaranum hjá
honum Jóni kaupmanni. Hún liafði
oft leikið sér við hana sumarið áður
og þótti mjög vænt um hana.
»Rúna mín! Hlakkarðu ekki til
jólanna? Nú koma þau í kvöld. En
hvað það verður gaman«.
Sigrún lirökk við og leit sorg-
þrungnum augum til Ástliildar.
»Nei, ég hlakka ekkert til jólanna,
enda held ég að þau komi ekki til
okkar, við erum svo fátæk. Mamma
getur ekki keypt kjól handa mér og
ekki heldur kerti, og ég á engan kjól
nema þennan, sem ég er í, og verð
að vera í honum á jólunum. Og svo
fæ ég ekki heldur að fara í kirkju,
og ekki á barnaskemtunina, því eng-
inn fer á mannfundi í svona ljótum
kjól. Ég held að Jesú þyki ekkert
vænt um okkur fálæku börnin«.
Röddin skalf og hún átli bágt með
að verjast gráti.
Ásthildur skildi varla livað Sigrún
sagði. Gat það verið, að Sigrún fengi
engan kjól eða kerti á jólunum, og
þá auðvitað ekki heldur neitt jóla-
tré? Hún gat engu orði komið upp
vegna undrunar fyrst i stað. En
þegar hún var búin að jafna sig og