Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1915, Blaðsíða 14

Æskan - 24.12.1915, Blaðsíða 14
XII JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1915 unum, sem ég tímdi ekki að væta í forinni á hlaðinu. Og þó langaði mig hálft í hvoru út að skemmunni. [Jar sat maður, sem skrifaði jafnótt alt er seldist, en í skemmudyrunum stóð uppboðshaldarinn sjálfur, sem sýslumaðurinn hafði sent í stað- inn sinn, og hrópaði í sífellu: »Býð- ur nokkur betur, — fyrsla, annað og þriðja«, — og svo slær hann stór- eJlis högg í dyrnar með hamrinum, sem hann er með í hendinni; en mér fanst rélt eins og hann hefði slegið í kollinn á sjálfri mér, því það var reyndar hann gamli Rauður, sem var ver- ið að selja. Gamli rauð- ur! Margar góðar end- urminningar voru lengd- ar við hann. Frá því ég mundi eftir mér, hafði gamli klár- inn verið í eign foreklra minna, eitt sinn ungur og fjörugur, með eldsnör augu og reistan makka; en nú var augað farið að dolna, fót- urinn frái tekinn að stirðna og Rauð- ur var orðinn ellimóður og þungur í spori, — en hann var æskuvinur minn og félagi. Fáir gátu reynst mér betri en hann, altaf var hann jafn þolinmóður við mig, þó mér gengi slundum illa að komasl á bak hon- um, og aldrei sýndi hann mér nokkra hrekki. Gamli Rauður var sóma- hestur, og nú sveið mér meira en frá verði sagt, að sjá hann seldan honum Grími á Læk. Kg leit lil hans társtoknum augum, þar sem hann var að naga þúfurnar fyrir neðan hlaðvarpann, stór og sterk- legur, með hvit síðutök, merki um miskunnarleysi mannanna. — Mér sýndist einhver sorgarsvipur á hon- um, blessuðum ldárnum; það var þó líklega ímyndun ein, sem átti rót sína að rekja til táranna, sem voru alt af að streyma örar og örar úr augum mínum. Rauður minn, auminginn! En nú átti ég ekkert í honum lengur, nú var Grímur á Læk eigandi lians, og ég sá að Grimur labbaði til hans. Hann skoðaði Rauð vandlega; svo sneri hann sér að Páli syni sinum. »íJar held ég að ég hafi gert æði mikið axarskaft, að kaupa þenn- anjálk svona dýrt. En ég vona reyndar að geta haft upp verðið hans í haust; ég sel hann þá lilútlands- ins!« Eg tók snögt viðbragð. — Selja Rauð til útlanda! ()g allar sögurnar, sem ég hafði heyrt um hestameðferðina þar, þutu eins og örskot í huga minn. Sögurnar um hestana, sem augun voru stungin úr, og um heyrnarlausu hestana í kolanámunum og margar tleiri ógur- legar sögur, og ekki síður alt er ég hafði heyrt talað um meðferðina á þeim á leiðinni yfir hafið, þar sem þeim var þrengl saman i loftilt lest- arrúm, þar sem þá vantaði öll þæg- indi, — og þetta álti Rauður minn eflir að þola. Þetta voru þá launin hans eftir 20 ára dygga þjónustu. Ég þoldi elcki að hugsa um það. Eg hljóp út i rigninguna, burt frá fólk- inu, burt frá bænum og alla leið upp í ærhúshlöðu, sem nú var hér

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.