Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1921, Side 3

Æskan - 01.02.1921, Side 3
Æ S K A N 13 boðið þér þau fundarlaun, sem þér bæru að réttu. Og ég verð að játa, að mér kæmi mjög vel, að þurfa ekki að gjalda þér neinu greiða þann, sem þú hefir gert mér, og ég væri þér þakklátur, ef þú vildir gefa mér upp 2 krónurnar, sem ég bauð þér í fundarlaun, en auglýsinguna borga ég að sjálfsögðu. Eg bið þig enn þá einu sinni að íhuga, að féð er ekki mín eign, heldur fátæklinga, sem eru vel að því komnira. — Komumaður Ieit nú á Júlíus, eins og til að reyna liann, en Július kvaðst engin laun vilja þiggja og varð hinn þá glaður viö. »Guði sé lof fyrir það«, sagði Júlíus, »að ég hratt frá mér freist- ingunni og lók ekki einn af gullpen- ingunum fyrirfram lil þarfa okkar. Hann sagði síðan frá freistingunni og hvað það hefði verið, sem freist- aði sín. Komumaður komst við, tók í hönd honum og kvað það mikla blessun fyrir föður hans að eiga því- líkan son. — Að lítilli slundu liðinni var kom- inn kunningsskapur á milli höfðingj- ans og hinna, eins og þau væru gamalkunnug. Gesturinn kunni svo vel við sig eins og hann væri heima hjá sér og varð biátt vísari allra á- slæðna heimilisins. Hann var manna bezt laginn á að koma öðrum til að sýna sér einlægni og hreinskilni, án þess þó að vera of nærgöngull. — Skemtilegast þólti honum þó að tala við Júlíus, því honum líkaði svo vel liin einarðlega og hreinskilna fram- koma lians. Yngri systkinin sögðu gestinum frá þvi, hve lítið Júlíus hefði fengið fyrir höllina og hve vel hann hefði varið andvirðinu, en kvörtuðu þar á móti um hörku herra Veiss kaupmanns. »Já, herra minn«, sagði Júlíus, »ef ég hefði fengið meira fyrir höllina, skyldum við hafa átt betra á gamlárskvöld en við eig- um nú. Þá hefði mamma bakað okkur eplakökur, og pabbi hefði líka getað fengið vín, því læknirinn segir, að það sé gott til að hressa hann; en nú verðum við, eins og þér sjáið, að láta okkur nægja jaiðepli með hýðinu á«. — »Og Guð veit, hvort við gelum æfinlega fengið þau á nýja árinu«, sagði móðir hans, sem gal naumast komið upp hljóði fyrir ekka. »það lítur ekki enn þá út fyrir að við munum geta unnið okkur nokk- uð inn«. — »Láttu ekki óþolinmæð- ina koma þér til að syndga, kona«, mælti Heimdal með alvörusvip. »Al- mætti Guðs lifir enn og hann mun ekki yfirgefa okkur, ef við lálum ekki hugfallast. Gerum alt, sem í okkar valdi stendur, og köstum allri áhyggju vorri upp á hann, sem annast allar lifandi skepnur. Hann, sem elur önn fyrir fuglum loftsins og blómum jarð- arinnar, mun vissulega síður gleyma börnum sínum«. Konan, sem viðurkendi sannleika þessara orða, rétti manni sínum þegjandi höndina. Komumaður kvaddi nú alt heima- fólkið, er sat þarna eftir i fátæktinni, en þó glatt og ánægt. Hét liann því, að vilja þess bráðum aftur. Börnin báðu nú föður sinn leyfis að mega »vaka út árið«, og þegar klukkan sló 12, sungu þau sálminn: »E111 á enda ár vors lífs er runnið«. Að því búnu bauð hver öðrum góða nótt og óskaði gleðilegs nýárs. Það lá líka fyrir þeim, að árið yrði þeirn gleðilegt. Á nýársdagsmorgun, er menn voru risnir úr rekkjum, var barið að dyrnum. Heimdal gekk til dyra til að vita, hver það væii, er svo snemma dags hefði erindi. Það má geta nærri, að honum hafi orðið hverft við, er hann sá vel búinn höfðingjaþjón, sem bar bréfhöllina hans Júlíusar og selli hana á borð i

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.