Æskan - 01.02.1921, Qupperneq 7
M s \i A M
1/
einn míns liðs. Og nú ætla ég að
segja þér noltkuð, seni þú ef lil vill
ekki skilur. Viltu setjasl á :hné mér ‘
og hlusta á?«
Anna lilla settist á hné honum, Og
gamli maðurinn strauk hendinni yfir
glóbjart liárið.
»Ég hefi aldrei ált neinn, sem mér
liefir þótt vænt um eða hefir þólt
vænt um mig«, tók hann til máls,
»og þess vegna heíi ég oft verið kald-
ur og vondur við aðra. Éegar ég var
barn, þekti ég hvorki föður minn né
móður; þau voru bæði dáin áður en
ég mundi eftir mér. Allir voru liálf-
vondir við mig og sumir jafnvel
börðu mig. Af þvi varð ég vondur
við aðra. En oft, þegar ég hefi verið
einn, heii ég þráð að finna litla hönd
klappa mér á kinnina«. Og lár hrundu
ofan á kinnina á Önnu.
»ÉÚ mált ekki gráta á jólunum«,
sagði hún lágt.
»Á jólunum?« lók hann upp eftir
henni eins og í leiðslu. »Ég hefi aldrei
þekt jól. .Allir dagar hafa verið mér
jafnkaldir og dimmir. Hjá mér hafa
aldrei logað jólaljós, og ég hefi stund-
um á sumrin breitt fyrir gluggana
hjá mér, til þess að sólin gæli ekki
skinið inn um þá. Hér heli ég lokað
mig inni og safnað auði. Mér liefir
fundisl peningarnir vera vinir mínir,
og þeir væru þó trúir. — En þrátt
fyrir það, að ég hefi forðast ljós og
yl, hefi ég all af þráð það heitt, —
og helzt þegar ég hefi unnið mest á
móti því, að láta það skína inn til
mín. — En nú finst mér, að svolítill
sólargeisli hafi vilst inn til mín í
kvöld«. Hann þrýsti Önnu lillu að
sér og kysti hana á ennið.
Anna lagði báðar hendurnar um
hálsinn á honum og horfði innilega
framan í hann.
»Mér skal alt af þykja vænl um
þig, — alt af«.
»Jæja, barnið mitt«. — Og tárin
streymdu niður kinnar hans.
Alt í einu mundi Anna eftir því,
að það voru jól.
Hún lioppaði úr fangi hans og
niður. á gólíið.
»Eigum við ekki að skemta okkur
á jólunum?«
»Jú, kannske. En mér hefði þótt
vænst um að þú hefðir setið á hné
minu hérna í kyrðinni«.
»Æ-i nei«.
»Jæja þá«, sagði gamli maðurinn
brosandi. Hann stóð upp og tók í
höndina á Önnu litlu.
Skömmu síðar var glatt á hjalla
niðri hjá mömmu Önnu litlu.
Gamli maðurinn sal þar á stóli
með Önnu litlu á hnénu og var að
segja henni sögu, en mamma hennar
var að bera á borðið kaffi og jóla-
brauð. — Svo fóru þau öll að syngja
jólasálma.
Upp frá þessum degi varð Anna
litla fósturdóttir ríka mannsins. En
nú er hann dáinn og Anna litla
komin út í veröldina og orðin bæði
gömul og hrum«. — —
Þannig lauk gamla konan sögu sinni.
Helgi leit framan í hana og sagði:
»t*ú ert víst hún Anna litla«.
»Heldurðu það?« sagði hún og
brosti. — »En nú man ég ekki fleiri
sögur í kvöld«.
Helgi gerði sig ánægðan með það,
kvaddi gömlu konuna og hljóp í
einum spretti heim til sín.
En gamla konan sat eftir með
prjónana sína og horfði brosandi á
eftir honum.