Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1923, Page 5

Æskan - 01.01.1923, Page 5
ÆSKAN 3 beinlfnis æptu og ýlfruðu af hungr- inu og vatn kom í munninn á hon- um við að sjá alla hina indælu á- vexti alt umhverfis á torginu. Karl hafði flýtt sér upp á torgið, þegar hann var búinn að baða sig, ef ske kynni að hann fengi einhvern snúning fyrir einhvern, því maddama Jensen varð alt af svo mild i skapi, ef hann kom heim með nokkra aura, og þá var hún vön að gefa honum brauðsneið aukreitis. Tvívegis hafði hann verið svo hungraður að hann átti í mikilli baráttu við sjálfan sig að kaupa sér ekki brauð eða ávexti fyrir aurana, sem honum hafði áskotnast; en hann hafði sigrað freistinguna í bæði skiftin. Nú stóð hann þarna fölur og mag- ur í hólkvíðum og slitnum fatagörm- um. Ljósa hárið smáhrokkið gægðist fram í einum lokk öðru megin við hátt og hvelft ennið og hann rendi hreinu, dimmbláu augunum rann- sakandi í allar áttir. Skyldi enginn biðja hann neins í dag? — En einn stundarfjórðungur- inn leið eftir annan og klukkan í kirkjuturninum sýndi að sölutíminn væri bráðum á enda. Bitur og sár tilfinning gagntók huga Karls og sulturinn svarf hann innan. Bað var munur að sjá hina dreng- ina, sem kátir og glaðir biigðu sig upp af ávöxtunum úr körfunum og léku sem á alsoddi um leið og þeir hurfu inn í mannþröngina. — Hvað skyldu sölukonurnar gera við alla þessa ávexli, sem þær urðu að fara með heim aftur óselda? Áreiðanlega hlytu þær að fleygja miklu af þeim skemdum. Bara að þær hefðu nú haft hérna kassa til að fleyjga því í, svo að þeir, sem hungraðir væru, gætu satt sig á þvi. Og ekki voru þær svo hirðusamar með ávextina heldur, þvi ýinsir gengu ofan á þá, svo að safinn úr þeim spýttist f allar áttir. Karl litli komst í reglulega ilt skap við það, að horfa á þetta alt og hugsa um það fram og aftur, og tárin komu fram í augu hans. En ef hann tæki eitt epli? Að eins eitt af þeim, sem lágu allra utast og gátu hvort sem var hrotið ofan i sldtinn þegar minst varði? Ætli að það væri nokkuð hættu- legt? Það væri þó betra að það mett- aði svangan dreng en træðist niður í skarnið. Karl stóð með báðar hendurnar í buxnavösunum hjá svo hlöðnu borði af ávöxtum, að það svignaði undan þeim. Augu hans urðu hálf-flóttaleg, er hann leit þjófslega í kringum sig og í mesla ílýti rétti fram mögru hend- ina og þreif eitt eplið og stakk þvi með eldhraða í vasa sinn. í sömu svifum hringdu kirkju- klukkurnar og við það hrökk Karl saman og roðnaði upp í hársrætur og orðin: »svo þér vegni vel —«, komu upp i huga hans og honum fanst að móðir sín hvísla þeim að sér. Hann andvarpaði þunglega og dró eplið aftur upp úr vasa sinum og ætlaði að fara að leggja það aftur á sama stað; en í sömu svifum sneri sölukonan sér við og kom auga á hann: »Ert þú þarna til þess að stela af eplunum mínum, óartaranginn þinnl Það er bezt að þú fylgist með lög- regluþjóninum héðanl« Að svo mæltu tók hún föstu taki í treyjukragann hans. sPetta er misgáningur hjá 3rður, góða mín«, var þá sagt með þýðum rómi og nett, glófaklædd hönd var lögð hughreystandi á öxlina á drengn- um náfölum og skelfdum. Sölukonan varð öldungis forviða

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.