Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1923, Page 8

Æskan - 01.01.1923, Page 8
6 Æ S K A N Flugvélar. i. Hvað er flugvél? Flugvél er í rauninni ekki annað en fljúgandi dreki eða flugdreki; inni í honum er bifvél, sem knýr hann áfram. En þessi flugdreki er svo miklu, miklu fullkomnari en sá, sem þið búið til og setjið upp, þegar vindurinn er hagstæður. Flugvélin er þyngri en loftið, þ. e. hún vegur meira en það loft, sem hún rýmir frá sér; en þrátt fyrir það getur hún svifið suðandi í Ioftinu, eins og stóreflis randafluga. Ykkur er nú svo vel kunnugt, hvað til þess þarf að setja. upp ílugdreka; annaðhvort þurfið þið hvassviðri eða þið verðið sjálf að hlaupa hart eins og vindurinn og halda í taugina, sem fest er við drekann; þá tekur hann til að lyfta sér hærra og hærra. Ef þið þá hættið hlaupunum eða vind- urinn dettur í dúnalogn, þá fellur drekinn aftur til jarðar, því að kraft- inn vantar þá til að halda honum uppi eða lyfta undir hann. Sá sem hleypur og togar í drekann, eða þá vindurinn, sem lyftir honum, er í stað biívélarinnar í flugvélinni; en i flugvélinni er bifvélin í drekanum sjálfum, en ekki utan við hann. Þegar flugvél er sett upp, þá þurfa tvö öfl að vera sarnverkandi: annað knýr hana áfram, en hitt lyftir henni upp á við. Ég ætla þá fyrst að segja ykkur frá þvi aflinu, sem lyftir henni upp. Við skulum þá enn sem fyrri taka dæmi af flugdrekanum ykkar. Til þess að hann lyfti sér upp í vindinn, þá togið þið hlaupandi í taugina. Þá er það auðskilið, að loft- ið, sem er efniskent, þó það sé laust í sér, stendur þá á móti og þjappast saman undir drekanum. Og það er einmitt þessi samþjöppun loftsins, sem við þurfum á að halda; því meira sem loftið þjappast saman, því meira þrýstir það á drekann að neð- an og lyftir honum hærra; svo held- ur það annaðhvort drekanum á svifi eða lyftir honum enn hærra. Þessi þrýsting loftsins neðan á drekann verður því meiri, sem þið takið fast- ara í taugina. Við skulum taka annað dæmi af vatninu. Ef einhver tjörn er nálægl ykkur, þá skuluð þið taka smáfjöl, bora gat á hana miðja, draga svo taug í gegnum gatið og hnýta hnút á endann á tauginni; þegar þið eruð búin að fleygja fjölinni út í tjörnina, þá skuluð þið taka i hinn endrnn á tauginni, og draga svo fjölina að ykkur harðara og harðara, og þá sjáið þið, að vatnið veitir ineiri og meiri mótstöðu eftir þvi sem þið herðið á drætlinum. Það er nákvæm- lega hið sama sem á sér stað, er flugvélin þýtur gegnum loftið; því harðara sem hún fer, því meira ýtir loftið undir hana. Ef hraðinn er jafn, þá vex mót- staða loftsins og þrýsting þess upp á við að tiltölu við stærð flatarins í vélinni. A 10 fermetra fleti verður loft- þrýstingin t. d. 10 sinnum meiri en ef flöturinn væri 1 fermetri. En sé hraðinn þir á móti ekki jafn, eða alt af hinn sami, þá er öðru máli að gegna. Ef einhver flugvélarflötur berst meter áfram á 1 sekúndu, þá er mótstaðan og þrýsting loftsins ekki helmingi meiri í seinna skiftið, held- ur 2 ‘ 2 = 4 sinnum meiri. Væri hraðinn 3var sinnum meiri en i fyrsta skiftið, þá yrði mótstaðan 3 • 3 = 9 sinnum meiri. Af þessu sjáið þið, að mótstaða loftsins eykst jafnmikið og talan, sem sýnir hraðann, eykst, ef

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.