Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1923, Qupperneq 3

Æskan - 01.04.1923, Qupperneq 3
Æ S K A N 27 stóð þar opið, og lá ijósrautt silki- herðasjal á því. Stólarnir stóðu í hvirfingu hver hjá öðrum, eins og menn hefðu setið ofurþægilega sam- an og talast við, þegar kallað var til borðs. Þykt ryklag lá á öllum hús- gögnunum og húsaskúm niður úr loftinu. wÞetta hefir borið við í borðsaln- um«, sagði Nany loks í hálfum hljóðum. »Þetta hvað?« »þetta, sem hefir orðið til þess að allir stóðu upp frá borðinu, mistu pentudúkana á gólfið og veltu stól- unum, auðvitað! það hlýtur að vera gaman að vera njósnar-lögreglumað- ur, Dick«. »Ojá, líklega; þú hefir víst dálitla hæfileika í þá átt. Ég skal spyrja pabba og mömmu i kvöld, hvort þau viti nokkuð um húshjallinn þann arna«. »Ertu brjálaður!« sagði þá Nany. »Getur þú ekki séð, að einhver leynd- ardómur er fólginn hérna. Við brjót- umst ekki hingað inn til þess að hrópa hann út um stræti og gatna- mót. Þú skalt bara láta ógert að minnast á þetta við nokkurn mann, Dick; heyrir þú það?« »þú ert sú skringilegasta mann- persóna, sem ég hefi kornist í kynni við«, sagði Dick hlæjandi, »alt af er einhver sérvizkan í þér. Ég skil bara ekki, hvernig þú ætlar að fá vitneskju um þetta alt, ef þú ætlar engan að spyrja um það«. »Láttu mig sjá fyrir því!« »Ljósið dej'r nú bráðum«, sagði Dick, sem var gætnari í öllu. »Þú hefðir átt að taka dálitið stærra kerti með þér«. »Ég fann ekkert annað, — við skul- um láta okkur nægja með að ganga í gegnum borðsalinn aftur, hitt lát- um við bíða þangað til seinna«. Pau gengu nú í hægðum sínum í gegnum þessar tvær stóru stofur og gættu sín vel að íella ekkert niður eða hreyfa nokkuð úr þeim skorðum, sem það var í. 1 dimmasta horni dagstofunnar stóð opinn arinn. þungur hægindastóll stóð fyrir framan hann og það þótti þeim undarlegast, að hann snéri bakinu að eldstæðinu. Þau námu staðar og dáðust að öllum skrautkerunum á arinbríkinni, en í sömu svifum gekk Nany nokkur skref aftur á bak og hrópaði upp: »Nei, sjáðu, Dick; þetta var þó undarlegt!« En þá snarkaði skyndilega í ljósinu og það sloknaði. Þeim varð báðum hálf-ónotalega við og nærri lá að myrkrið, meira að segja, bugaði hina hugrökku Nany. En amerískir ungl- ingar eru venjulega ekki lengi smeykir. »Þetta var afleilt«, sagði hún. »Hvar eru eldspýturnar? Þú varst með þær, Dick. Þær ættu að nægja okkur þangað til við komumst út«. Dick leitaði í vösum sínum og loks fann hann eldspýtnastokkinn. »Hamingjan hjálpi okkur! Þær eru að eins þrjár eftir. Þú hefir ekki birgt þig upp um of, Nany!« »Jæja, það var þó ég, sem fékk þær, en ég þekki mann, sem ekki þorði það fyrir henni Katrínuk »Nú, jæja, við reynum nú hvað við komumst langt með þeim?« »Ef við komumst að kjallara- stiganum, þá er okkur borgið; glugg- inn lýsir úr því«. Dick kveikti nú á fyrstu eldspýt- unni, en þau urðu að ganga mjög varlega til þess að reka sig ekki á húsgögnin — og það sloknaði á henni áður en þau komust út úr borðsaln- um, önnur entist þeim út i mitt and- dyrið og síðasta spýtan brotnaði þeg- ar Dick var að kveikja á henni og myrkfælnin kom yfir þau bæði attur. Með hjartað uppi í hálsi reyndu þau

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.