Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1923, Side 6

Æskan - 01.04.1923, Side 6
30 Æ S K A N gert sér í hugarlund, hver unaður mér var í því fólginn, að geta kallað á »mömmu«, meðan hún gat heyrt til mín. En hvert á ég nú að kalla, eða hvern get ég nú ávarpað orðun- um elskulegu: »mamma mín?« (B. var 17 ára, þegar móðir hans lézt). B. átti 4 systkini, 2 bræður og 2 systur, og var hann elztur þeirra. Afleiðing óreglu, í hverri mynd sem er, er venjulega örbirgðin. Ög í foreldrahúsum B. gerði hún brátt vart við sig. Einkum gætti hennar tilflnnanlega þegar afi B. var fallinn frá, því að hann hafði styrkt heim- ilið mikið, og reiturnar eftir hann eyddust fljótt. Þó reyndi faðir B. að hafa ofan af fyrir sér með tíma- kenslu og því um líku. En það hrökk skamt, þar sem óreglan var annars- vegar, og margir voru munnarnir heima fyrir. En hann varð þess snemma var, að Ludwig litli mundi vera söng- gefinn, og að í honum mundi ef til vill búa snillingur, — og gæti hann gert úr honum undrabarn, á borð við Mozart t. d., þá væri þeim öllum borgið. Og varla mun Ludwig hafa verið meira en liðlega þriggja ára gamall, þegar faðir hans byrjaði að kenna honum á hljóðfæri. Hann byrjaði kensluna með lipurð, og ætl- aði að láta kenslustundirnar vera eins og leik. En brátt gerðist hann óþolinmóður og þótti Ludwig sækj- ast seint námið. Hélt hann honum þá oft hálfa og heila daga við hljóð- færið. Námsstundirnar urðu Ludwig því oft sannar kvalastundir, — og oft hafði hann staðið hágrátandi fyrir framan hljóðfærið og verið að æfa sig. Má geta því nærri, að hversu miklir sem námshæfileikarnir hafa verið, þá hefír slík harðneskja haft gagnstæð áhrif því, sem til var ætlast, að minsta kosti má telja vist, að þessi kensluaðferð hafi tafið fyrir fram- förum Ludwigs. Þó mun hann hafa náð ótrúlega mikilii leikni á þessum árum, því þess er getið, að hann hafi leikið á piano á opinberum hljóm- leikum í Bonn í marzmánuði 1778 (þá 7 ára gamall), og vakið mikla undrun og aðdáun. F*að bar ekki ósjaldan við á þess- um árum, þegar faðir hans kom heim um miðjar nætur með svall- bræðrum sinum, að hann rak Lud- wig litla fram úr rúminu fáklæddan, og skipaði honum að setjast við hljóðfærið, til þess að lofa félögum sínum að sjá, hvílíkt undrabarn hann væri búinn að gera úr honum. En félagi Jóhanns einn, Tobias Pfeiffer að nafni, mjög vel fær piano- leikari, sem séð hafði meðferðina á Ludwig litla og gramdist það, hve faðir hans var harður við hann og ósanngjarn, — kendi svo mjög í brjósti um drenginn, að hann tók að sér að kenna honum. Og varð sú tilsögn Ludwig litla að margfalt meira gagni. Og þakklátur var Lud- wig þessum manni jafnan siðan, og veitti honum seinna fjárstyrk, þegar hann þurfti á að halda. Pegar B. var 9 ára, fluttist Pfeiffer frá Bonn; en hann var þá orðinn þess fullviss, að í drengnum bjó mikil listgáfa, og vildi gera sitt ýtr- asta til þess, að ekki yrði að engu það, sem hann hafði reynt að þroska hjá honum. Kom hann honum fyrir til náms hjá hirð-organleikaranum von Eeden. En þessa kennara naut B. að eins skamma hríð, og var hon- um þá komið fyrir hjá öðrum organ- leikara, Christian Gottlieb Neefe að nafni. Var hann tónfræðingur góður og tók að kenna B. hljómfræði og tónsmíða-reglur (»komposition«), og er auðséð, að Neefe þessi hefir haft miklar mætur á B., og gert sér hinar

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.