Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1925, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1925, Blaðsíða 6
70 Æ S K A N því, sem hana langar mest til: að gera fallega höggmynd, sem afli henni við- urkenningar og fullkomni æíintýrið. Og hvaða efni haldið þið, að hún velji sér? Hún velur sér að sýna þá tilfinning- una, sem hún sjálf og þið öll liafið hezta þekt, móðurástina, fögnuð móðurinnar yfir barni sínu. Og hún mótar og mótar, lagar og fágar. Og einn dag stendur þessi fallega mynd, sem þið sjáið þarna, fullgerð. Hún sendir hana á Par- ísarsýninguna, þar sem saman er kominn hinn mesti fjöldi mynda eflir listamenn víðsvegar að úr heiminum. Myndin fullgerir æfintýrið. Hún þykir svo eðlileg, sönn og falleg, að liún er ekki einungis tekin á sýning- inguna, heldur veitir hún Nínu þann mikla rétt, sem áður er frá sagt — og um leið frægð og viðurkenningu. í*etta er æfintýrið í sinni fallegustu mynd. Og það, sem mest er um vert, er það, að æfintýrið er alíslenzkt, búið til af viljasterkri, hæfileikamikilli íslenzkri konu. Þið hljótið að skilja þessa mynd, Móðurást, ákaflega vel. Svona ástúðlega hefir mamma ykkar horft á ykkur, þeg- ar þið voruð ofurlitlir, ósjálfbjarga hvítvoðungar; svona varlega hefir hún tekið á ykkur; svona mikil en látlaus gleði hefir ljómað af svip hennar, þeg- ar hún gældi við ykkur. Nína Sæmundsen hefir gert fleiri högg- myndir en þessa, eins og þið ef til vill vitið. Á sýningu hér heima hefir verið einkennileg og þróttmikil mynd, »Ken- tár rænir stúlku«, gerð af henni, og önn- ur, »Barnshöfuð«, mjög falleg og vel gerð. En »Móðurástin« ein hefir sýnt og sannað listahæfileika hennar til fulls. Þar hafði hún efni til meðferðar, sem hún gat Iagt í alla sína sál og tilfinningu. Eins og þið vilið, var Nína hér heima á ætt- jörðinni fyrir stutlu. Pá kom hún með bronze- afsteypu af þessari síð- ustu mynd sinni, og hefir Listvinafélagið hér keypt hana. Er það vel farið, að hér skuli vera til afsteypa í varanlegu efni af þessari fallegu mynd. Skamma stund dvaldi listakonan hér. Er hún farin fyrir nokkru til útlanda aftur til meira starfs. Mynd sú, er hún hefir nú í smíðum, er af Kleopötru drotningu með eiturnöðruna, sem hún átti, við hlið sér. Vænta menn þar merki- legrar myndar frá hendi Nínu. Allar góðar óskir munu fylgja henni á listabraut hennar. Og það því fremur, sem hér er um að ræða hinn fyrsta ís- lenzka kvenn-myndhöggvara. Fylking íslenzkra lislamanna er enn þunnskipuð, svo sem við er að búast. En þarna bætist góður liðsmaður í hópinn. Og lesendur »Æskunnar« ættu að fylgja för þessarar konu með athygli, því vera má að enn eigi hún eftir að búa til annað æfintýri í lfki einhverrar fagurrar myndar. J. B. MóðurásL

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.