Æskan - 01.09.1925, Síða 7
Æ S K A N
71
Honum mátti treysta,
Einu sinni kom stálpaður drengur inn
á skrifstofu útgerðarmanns nokkurs og
spurðist fyrir um atvinnu hjá honum,
því hann sagði sig fýsti að verða sjó-
maður.
»Hvað heldurðu að þú getir gert?«
spurði útgerðarmaðurinn.
»Ég skal gera mér alt far um að
framkvæma hvert verlc, sem mér er
fyrirskipað«, svaraði drengurinn.
»Hvað heflr þú haft fyrir stafni und-
anfarið?«
»Ég hefi sótt vatn og eldivið og að
öðru leyti hjálpað mömmu eftir föng-
um, þegar ég hefi ekki verið í skól-
anum«.
»Hvað hefir þú þá látið ógert?« spurði
útgerðarmaðurinn brosandi; hann hafði
orð fyrir að koma stundum með kát-
legar spurningar.
Drengurinn íhugaði spurninguna
stundarkorn, roðnaði svo upp í hárs-
rætur og svaraöi með feimnisbrosi:
»Ég hefi ekki pískrað neitt í skólan-
um árið sem leið«.
»Það er ágætt«, svaraði útgerðarmað-
urinn. »Þú getur gengið út i »Fálk-
ann«, sem á að leggja út eftir nokkra
daga. Ég vona að sjá þig í skipsljóra-
stöðu einhvern tíma, því þeim dreng,
sem hjálpar mömmu sinni, við hvaða
verk sem er, og getur stjórnað tungu
sinni, er óhætt að treysta.
Heilræði.
1. Heima.
Sýndu foreldrum þínum viröingu og
vertu hlýðinn og hjálpfús. Vertu góður
við systkini þín og forðastu þrætur við
þau. Vertu ekki eigingjarn, heldur kosta
kapps um að gleðja alla á heimili
þinu.
2. f skólannm.
Auðsýndu kennurum þinum auð-
sveipni og virðingu. Gæt vel að halda
skólareglurnar. Varast alt kák og ósann-
sögli. Lát aldrei refsa öðrum í þinn
stað, því það sýnir hugleysi og er þér
til vanvirðu.
3. Við leiki.
Vertu vingjarnlegur og varast ertni og
þráttgirni. Sá, sem slakar til, er hygg-
inn. Gerðu aldrei gys að félögum þínum.
4. Við lögregluna.
Vertu kurteis við alla löggæzlumenn
og lát að fyrirmælum þeirra. — Forðastu
hinn ljóta sið að fylla flokk þeirra, sem
hópast saman, þegar einhver er tekinn
fastur fyrir drykkjuskap eða önnur af-
brot og fylgja honum eftir.
5. Á götnnni.
Kasta látlausri kveðju á vini og kunn-
ingja. Gerðu þér að venju að vikja til
vinstri, er þú mætir einhverjum.
Páraðu ekki á húsveggi, girðingar,
bekki eða annað þess háttar.
Gæt þess að valda ekki skemdum á
eignum annara, hvorki ríkisins né ein-
staklinga.
Kastaðu ekki grjóti.
Gerðu ekki gys að farlama gamal-
mennum, heldur hjálpa þeim, ef þörf
krefur.
Uppnefndu engan.
Varastu öll ærsl og háreysti.
Nota ekki sleða, skíði eða skauta,
þar sem lögreglan bannar það.
Fleygðu aldrei pappírsrusli, ávaxta-
hýði eða glerbrotum á götur eða al-
manna færi; brendu því heldur eða graf
það niður. Glerbrot hafa oft valdið
slysum. (Niðurl.). '
0