Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 3
ÆSKAN 19 Státinn sem konungur ríkti hjarð- sveinninn Kristján Langeberg yfir hjörð sinni, sem i'aðir hans hafði trú- að honum fyrir, og varla hefir nokk- ur konungur eða keisari þózt sjálf- stæðari i hásæti sínu en hinn tólf vetra gamli sveinn, sem nú hafði ótakmarlc- að vald yfir loðnu og mislitu þegnun- uin sínum. Ef Falkenberg greifi helði spurt hann sömu spurningar og kon- una sína: „Er nú nokkur hamingju- samari en ég?“ þá hefði Kristján ef- laust svarað: „Já, ég“. Þegar árvakra augað hans fylgdi hverri hreyfingu hjarðarinnar og hjarð- hundurinn hans hljóp umsvifalaust eft- ir hverri bendingu hans, var hann á- reiðanlega í sama skapi og matsveinn- inn í eldhúsi Jósefs Austurríkiskeisara, er hann var spurður, hve mikið hann ætti til: „Jafnmikið og keisarinn", svaraði hann. Og þegar menn forviða spurðu, hvernig því væri varið, svaraði hann, að hann hefði bæði föt og fæði og keisarinn sjálfur þyrfti ekki einu sinni meira með. Alt í einu kom mikill ys og þys á alt í garði greifans; skipandi raddir, óp og allskonar hávaði vakti hjarð- sveininn upp af draumórum hans. Hann stökk upp og hljóp á svipstundu niður að ströndinni og hundurinn fylgdi honum. „Sæktu þetta, Tryggur!“ mælti sveinninn við hundinn og benti á fata- þústu nokkra, sem flaut þar á sjón- um nokkuð langt undan landi. Hundurinn stökk út í sjóinn og hjarðsveinninn fór úr fötunum og synti út á móti honum. Þessi þústa, sem þarna var á floti, var lítið barn, að því komið að drukna, en hundur- inn kom í tæka tíð og beit í föt þess og synti með það að landi, en Kristján hélt litla höfðinu upp úr vatninu. Hallarbúarnir höfðu séð björgunar- tilraunir hjarðsveinsins að heiman og greifinn flýtti sér, ásamt þjónustufólki sínu, niður að sjónum og hann kom þangað í þeim svifum, sem hundurinn lagði barnið rennvott á ströndina. Þegar húið var að gera margar til- raunir til þess að lífga drenginn, þá opnaði hann loks augun og faðir hans tók hann ástúðlega í faðm sinn, inni- lega hrærður. Hann hafði nú séð það, hvernig öll jarðnesk gleði og hamingja getur á svipstundu hreyzt i sárustu sorg; og meðan fyrsta gleðin yfir frelsi barns síns fylti hjarta hans, gleymdi hann hinum vaska sveini, sem hlaupið hafði til hjálpar í tæka tíð. Þegar greifinn var orðinn viss um að sonur hans var úr allri hættu, þá mundi hann fyrst eftir hjarðsveinin- um og sendi þjón sinn til þess að sækja hann og koma með hann heim í höllina. En Kristján Langeberg svaraði því, að hann mætti ekki yfirgefa hjörð sína, sem faðir sinn hefði trúað sér fyrir. Hvorki bæn né hótun gat fengið hann til þess að vikja frá köllun sinni og þjónninn varð að fara heim við svo búið. „Ég er fjárhirðir og get ekki yfirgef- ið hjörðina“, sagði hann með ósveigj- anlegri staðfestu. Greifinn fór þá samstundis sjálfur þangað sem sveinninn sat yfir hjörð sinni eins og eklcert liefði í skorist. Kristján stóð upp með lotningu, þeg- ar hann sá greifann nálgast, og greif- inn tók í hönd sveinsins og færði hon- um innilegasta þakklæti sitt. Sveinninn horfði öldungis forviða á hinn tigna mann og mælti: „Ég gat ekki með nokkru móti lát- ið drenginn drukna fyrir augunum á mér, herra greifi, annars hefði mér ekki komið til hugar að hlaupa burt frá hjörðinni“. Greifinn rétti honum þá nokkra gull- peninga og mælti: „Þú átt að eiga þá

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.