Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 1

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 1
". .^^IK^^Sf XXVIII. árg. Reykjavík — Marz 1927. 3. blað. Próf. Sveinbj. Sveinbjörnsson tónskáld. Hiim 23. febrúar s. 1. andaðist í Kaupmannahöfn sá maður, sem óhætt er að telja víðfrægast- an allra Islendinga, pró- fessor Sveinbjörn Svein- björnssón tónskáld. Lik hans var flutt hingað heim á kostnað ríkissjóðs og jarðsung- ið hér í Reykjavík hinn 22. þ. m. með mikilli lotningu og viðhöfn, eins og sæmdi mætasta og merkasta tónlistar- manninum, sem þjóð vor hefir átt, enn sem komið er. Próf. Sveinbj. Svein- björnsson var fæddur 28. júní 1847 að Nesi við Seltjörn í Gull- bringusýslu, Hann var sonur Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara og konu hans, Kristínar Knudsen. Að loknu stúdentsprófi 1866 las hann guðfræði og útskrifaðist af prestaskólanum í Reykjavík árið 1868. En hugur hans hneigðist snemma að söng og hljóðfæraleik, og því lagði siðari hann leið sína' af landi burt þegar að afloknu prófi, til þess að afla sér frekari mentunar í hljómlist en unt var að fá hér á landi. Dvaldist hann svo erlendis megin- hluta æfi sinnar, lengst af í Edinborg á Skotlandi, og þar kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni. Arið 1922 samþykti Alþingi að veita hon- um heiðurslaun og flutti hann þá hingað heim, en rúmu ári síð- ar fór hann til Kaup- mannahafnar í þeim tilgangi að koma tón- verkum sínum á prent og varð honum nokk- uð ágengt í því efni. Dvaldi hann þar þang- að til hann lézt, eins og áður er sagt. Fæstir lesendur Æsk- unnar hafa séð próf. Sveinbj. Sveinbjörns- son sjálfan eða þekt haim persónulega og því sýnir „Æsk- an" ykkur nú mynd af honum með þessum línum; en ég cr þó viss um, að þau eru fá, börnin á íslandi, sem ekki kannast við nafn hans og harma burtför hans nú, er þau heyra lát hans. Hvað veldur þvi?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.