Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1927, Blaðsíða 6
22 ÆSK AN o o o Skíðamennirnir $ o o o og björninn. o oooooooooooooooooooo lafur Pettersen og Daníel Han- sen hétu tveir hásetar á rost- ungaveiðiskipinu „Vixen“, sem lá við festar í Moselflóanum við Spits- bergen í júlímánuði 1894. Þeir voru báðir ágætir skíðamenn. Þeim þótti mjög gaman að fara á sltíðum og iðk- uðu skíðahlaup, hvenær 'sem færi gafst. Þeir höfðu skíðin sín með sér þarna, því þeir gerðu ráð fyrir að þeir kynnu að hafa þeirra einhver not, jafnvel þó um hásuinar væri. Skipið lá nú þarna á flóanum og beið byrjar. Þessir tveir ungu menn stóðu á þilfarinu og horfðu yfir glampandi ísbreiðuna í sólskininu, er dró þá að sér. Þeir höfðu fengið leyfi sltipstjórans til skíðaferðar og þeir létu ekki við það sitja, heldur tóku sldðin sín og lögðu af stað frá skipinu. En þá hrópaði skipstjórinn til þeirra og sagði: „Þið megið ekki fara of langt, piltar. Þið eruð hyssulausir, en þið vitið, að björninn er á næstu grös- um“. „Við erum óhræddir við björninn“, svaraði Ólafur. „Ég vildi sjá þann björn, sem réði niðurlögum okkar á ineðan við höfum skíðin okkar“. Þeir héldu svo upp til fjalls og voru komnir upp undir hátind þess að tveim stundum liðnum frá því þeir lögðu af stað. Þetta var þreytandi ferðalag, því þeir voru húnir að ganga um sjö kíló- metra frá skipinu og voru komnir 2000 fet yfir sjávarmál. Lengst af leiðinni var ísinn háll og harður, en á ein- staka stöðum var að eins snjór og ís- hröngl. Það var því ekki greiðfær leið- in fyrir þá. En hinir ungu menn lögðu al' slað í ferðina með þeim ásetningi að komast upp á fjallstindinn og þeir voru elcki á þvi að gefast upp. Á end- anum lauk jökulbreiðunni og þá héldu þeir förinni áfram yfir svarta klöpp- ina. Alt í einu var Daníel svo óhepp- inn, að honum skrikaði fótur og vazt annar fóturinn á honum við það um öklann. Það var nú óheppilegt atvik. „Þetta var afleitt“, sagði hann. „Það tekur að minsta kosti tvo tima þang- að til ég get stigið í fótinn og ég er hræddur um að skipstjórinn undrist um okkur“. „Blessaður vertu ekki að hugsa um skipstjórann núna“, sagði Ólafur, „við verðum að reyna að gera svo við fót- inn á þér, að þú komist áfram“. Hann kom svo ineð snjó og lagði við öklann og nuddaði hann til þess að reyna að verja hann fyrir bólgu, svo hagræddi hann félaga sínum á hentugum stað, þar sem hann gat set- ið og hallað sér upp að kletti. Þegar því var lokið, ætlaði hann að leggja frá sér skíðin, en þá segir Ólafur alt í einu: „Sjáðu, Daníel, líttu þangað!“ Sáu þeir þá stóran ísbjörn lcoma vag- andi upp fjallið. Það var horaður og hungraður sláni að sjá og það var auð- sætt, að hann rakti slóð þeirra og stefndi beint til þeirra. Hefir hann hugsað sér gott til glóðarinnar að fá sér nú einn góðan málsverð. Þeir voru hvergi smeykir, ungu mennirnir. Þeir vissu, að björninn er venjulega huglaus og gerðu því ráð fyr- ir að þeir mundu skjótt verða lausir við hann. „Ég held ég verði að velta nokkrum steinum til lians“, sagði Ólafur, „og þá býst ég við að hann flýi“. Hann lét svo nokkra hnullungssteina velta niður eftir fjallinu og nam björn- inn staðar við það, reis upp á aftur- lappirnar og þefaði út í loftið. Að svo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.