Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.05.1927, Blaðsíða 2
34 ÆSK AN „Það er alveg rétt“, svaraði skrifta- faðirinn, „en er því ekki líka þannig háttað með öll ógætnisorðin, sem þú hefir látið falla um nágranna þina? Þú hefir látið þau fjúka eins og fið- ur í allar áttir, þau hafa borist munn frá munni, og álítur þú þig svo færa uin að afturkalla þau öll og bæta þann- ig fyrir afbrot þitt?“ Unga konan hneigði höfuð sitt i auðmjúkri þögn og skildi hvað hann fór, og frá þeim degi gætti hún tungu, sinnar betur og íhugaði nú afleiðing- arnar af illu umtali. „Börnev.“ ******************** * * } Hjarðsveinninn. { ^ Þtízk saga. ^ * * ******************** (Framhald). Kristjáni varð dálítið kynlega við, er hann fann allra augu hvíla á sér. Nú varð honum fyrst fyrir alvöru ljós hin mikla ábyrgð, sem á honum hvíldi sem Drottins þjóni, þegar hann stóð þarna til þess að boða Guðs orð og allra augu störðu á hann. Aldrei hafði hann húist við því, að svo margar hugsanir gætu flogið í gegnum huga hans á jafn skömmum tíma. En þær réðust að honum og gerðu honum það full- ljóst, að hann var ekki þarna í sínu eigin nafni, heldur í Guðs nafni, og honum sortnaði fyrir augum. Hann hóf mál sitt, en hætti svo aft- ur. Hann byrjaði á ný, en honum varð mismæli. Hann gerði margar tilraunir til þess að ná hugsanaþræði þeim, sem var svo ljós og skýr í huga hans heima í herberginu hans, en honum tókst það ekki, hvernig sem hann reyndi. Hann var búinn að glata ræðuþræðinum að fullu og öllu. Angistarsviti spratt fram á enni hans, hann reyndi að koma með nokk- ur einstök brot úr hinni ágætlega und- irbúnu ræðu sinni, en það lenti alt í þÖgnum og stami og loks varð hann að leggja árar í bát. Hann hugsaði sig um litla stund, bað svo söfnuðinn afsökunar á að hann yrði að láfa hér staðar numið, því hann væri veikur. Að svo búnu bað hann „faðir vor“ og fór svo niður úr stólnum, reikull á fótum og auðmýktur í skapi. Litlu seinna gekk hann út úr kirkjunni. Honuin virtist hann heyra hæðnis- hlátur á eftir sér og sýndist háðbros vera á hverju andliti í kringum sig, en þegar hann kom út í forkirkjuna, fann hann að einhver tók hlýtt og mjúkt í hönd hans. Hin trúlynda móðir hans hafði hlustað á hann með eftirvæntingu og kvíða og hún hvíslaði nú hughreyst- ingarorðum að honum: „Vertu hug- hraustur, drengurinn minn. Drottinn lítillækkar að vísu, en hann mun einn- ig upphefja aftur á sínum tíma. Bið þú liann aðeins; bæninni hefir þú gleymt, annars hefði þig aldrei hent þetta“. „Láttu mig í friði, móðir mín“, mælti Kristján. „Ég verð aldrei prest- ur. Ég er algerlega á rangri liillu í lífinu“. —o—- Eftir þetta gerðist Kristján heimil- iskennari. Árum saman vann hann í'yrir sér með því að kenna börnum. Dramb hans var brotið á bak aftur og nú lifði hann kyrlátu og hógværu lífi, eins og hann óttaðist að verða sér til minkunar á ný. Aldrei dirfðist hann að prédika, en biblíuna sína las hann með þeim mun meiri kostgæfni. Hin trygglynda fósturmóðir hans, sein nú var orðin sanntrúað Guðsbarn, hvatti

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.