Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1927, Blaðsíða 7
ÆSK AN 39 hún fögur, að þvi verður ekki lýst heldur. Hún var hraust og heilsugóð og ljómaði öll af lífsgleði og sálarfjöri og nutu margir góðs af því. Um hana mátti með sönnu segja, að hún væri hin mesta blómarós, enda sögðu það margir. Og svo var kóngsdóttirin líka sú eina, sem faðir hennar, gamli kóng- urinn með tannkýlið, har nokltra virð- ingu fyrir. Hún vissi nefnilega, hvað hún vildi. Það vissi enginn hinna. Þeir voru hara á hlaupum og hneigðu sig, sögðu já við öllu og voru hrákasleikj- ur. En hún gat leitt gamla kónginn eftir vild sinni. Þetta vissi hún svo ó- sköp vel, og þess vegna hafði hún ekki lagt neitt til málanna, enn sem komið var; hún hafði bara brosað og gert sér ofurlítið gaman úr þessu, svona með sjálfri sér; en það kom svo sem ekki af illu fyrir henni, því að henni þótti undurvænt um föður sinn. Nú gekk hún, kóngsdóttirin, alveg rakleitt og ófeimin til föður síns, lagði sína snjóhvítu arma um háls honum og kysti á „feita“ vangann á honum, svo að small í, og kóngur æjaði upp yfir sig. Og svo sagði hún við hann svo reglulega sæt og gletnisleg: „Góði pabbi, eigurn við ekki að láta auglýsa um alla borgina og í öllum dagblöðunum, að sá, sem getur losað þig við þetta óræstis tannkýli innan tveggja daga, skuli fá mig fyrir konu. Þú getur verið hárviss um, að þetta er langskynsamasta ráðið“. En hún sagði þetta nú meðfram af því, að hana langaði til að giftast, eins og aðrar ungar stúlkur. Henni datt í hug, að með þessu mótinu gæti lxún kanske náð sér í.mannsefni, sem eitthvað kynni og væri kanske dálítið kænn um leið, en ekki eins heimskur, hégómlegur og spjátrungslegur eins og margir þeir prinsar og hábornir menn, sem voru að korna sér í mjúkinn við hana. Þá gat hún ómögulega liðið. Ivóngi fanst nú þegar í stað, að það væri dálítið skrítið, að taká svona í rnálið. „Það verð ég nú að segja þér, dóttir góð, að mér þykir þessi uppástunga þín alleinkennileg. Hún er svei mér nærri því — si sona — þetta, sem kallað er frumleg. En — humm! Ég skal minnast á þetta við ráðherrann minn“. „Svei attan ráðherranum“, svaraði kóngsdóttir með ákefð, „við skulum gera þetta á auga lifandi bragði — hvað kemur það ráðherranum við?“ Og svo kysti hún föður sinn annan kossinn til. „Æ, æ, æ, stúllca! Ertu frá þér! Humm! Já, Ef þér er þetta alvara, — þá svei attan ráðherranum. Ég hefði nú í rauninni gaman af að segja það með þér svona i eitt skifti. Það er svo sjaldan sem maður getur gert að gamni sínu i minni stöðu — si sona!“ Og svo var það þá auglýst um allar götur með trumbuslætti, og í öllum dagblöðunum, að sá, sem gæti losað kóng við tannkýlið innan tveggja daga, mætti fá kóngsdótturina fyrir konu. Nú ætla ég að segja ykkur hvernig þetta fór. Það er nefnilega það bezta í allri sögunni, líkt og rúsínan í end- anum á sláturkepnum. Frá því er þá fyrst að segja, að á einmanalegu kvistherbergi, einhvers- staðar í allra þrengstu götunum i höf- uðstað lcóngsins, þar stakk fátækur stúdent höfði út um glugga og reykti voðalanga pípu. Hann lagði eyrun við því, hvað kóngur væri að láta auglýsa niðri á götunni með trumbuslætti. Stú- dentinn átti nú eiginlega að vera að lesa undir próf, og það hafði hann nú annars verið að gera. En fyrir svo sem drykklangri stundu fann hann svo sárt

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.