Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1927, Blaðsíða 3
ÆSK AN 73 lagið verða í kvöld eins og á hverju kvöldi undanfarið? Hann hrylti við! Það fór eins og hann grunaði. Fað- ir hans kom heim, gekk rakleitt að skápnum, tók flöskuna út úr honum og fylti glasið úr henni. Nú mundi hann þegar tæma það. Þá gat Jón ekki setið á sér lengur — hann hljóp að borðinu, greip í hönd föður sins og hrópaði i angist sinni: „Ó, gerðu það ekki, pabbi!“ Randver vék sér að drengnum, af- skræmdur í andliti af reiði: „Hvað dirf- ist þú að gera, drengur? Ætlast þú til að ég hiðji þig um leyfi til þess að fá mér eitt glas af vini?“ „Nei, pabbi, ekki ætlasl ég til þess, en ég er svo hræddur. Manstu eftir honum Friðriki frænda!“ Svipurinn á andliti Randvers breytt- ist. Hann sá bróður sinn fyrir sér; hinn vesalings afvegaleidda bróður sinn, sem endaði lif sitt svo hörmulega. Hann sá nú líka alt i einu glötunardjúpið, sem hann var að hrapa niður i. „Ó, hvað heldurðu að hún mamma segði um þetta, pabbi?“ sagði dreng- urinn. Randveri hnikti við. Ja, hvað ætli hún segði og hvernig ætti hann að geta mætt henni að lokum, ef hann færi slíku fram hér eftir sem hingað til? Hann leit til drengsins, sem hélt í hann dauðahaldi með angist og ótta. Hversu mjög hefði hann orðið að taka nærri sér að ganga að honum á þenna hátt! Nú sá hann, hve vesall og au- virðilegur ræfill hann hefði verið! Hvi- lík hörmuleg fyrirmynd fyrir drengina sína! „Stattu upp, Jón. Þú skalt ekki þurfa að biðja mig þessa aftur. Ég hefi drukkið úr síðasta glasinu". Hann tók flöskuna og glasið, gekk út að glugganum og fleygði hvoru- tveggja út í garðinn. „Guð blessi þig, drengurinn minn, fyr- ir það, að þú vaktir mig áður en það var um seinan“. Og nú eru þeir Friðþjófur og Jón beztu vinirnir og félagarnir hans föður sins. Þeir sakna móður sinnar að visu mikið, en þeir eru samt glaðir og á- nægðir, síðan þeir fengu föður sinn aft- Ur. (Magne 1905). Hvorum líkist þú? Tveir litlir drengir voru að leika sér við hús eitt í bænum. Bak við húsið var blómagarður og í honum voru mörg ribsberjatré með fullþroskuðum berjum. Annar drengurinn reyndi nú að koma hinum drengnum, sem var son- ur húseigandans, til þess að taka ber af trjánum, en hann sagði, að pabbi sinn hefði bannað sér að gera það. „Ég held þú þurfir ekki að óttast að hann pabbi þinn geri þér nokkuð fyrir það, þó hann kæmist að því, að þú hefðir tekið berin; honum þykir of vænt um þig til þess“. „Já“, svaraði litli drengurinn, „þess vegna vil ég nú ekkert taka af berjun- um, því þó hann ekki gerði mér neitt ilt fyrir það, þá mundi ég gera honum ilt með óhlýðni minni og mér þykir of vænt um pabba minn til þess að ég vilji gera honum ilt“. Likist þú þessum litla dreng?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.