Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1927, Blaðsíða 8
80 ÆSK AN Góð börn, sem langar til að fá þann vitnisburð, að þau séu siðprúð og vel upp alin, fylgja nákvæmlega eftirfarandi reglum: 1. Ileima. Hjálpaðu foreldrum þinum eftir mætti. Vertu góður við syst- kini þín. Verlu ekki eigingjarn. Gerðu þér alt far um að vera for- eldrum þínum til gleði. 2. / skólanum. Sýndu kennurum þín- urn virðingu. Reyndu að hjálpa þeim eftir mætti. Fylgdu reglum skólans stranglega. Vendu þig ekki á að rispa eða skera í skólaborðin eða sætin. Varastu að rissa óþverra- myndir eða setningar á borðin, veggina, eða annarsst^ðar. Óhreink- aðu ekki bækurnar. Láttu aldrei refsa öðrum fyrir þínar yfirsjónir. 3. / leikjum. Leiktu þér, en vertu ekki ólmur eða ol'safenginn. Vertu ekki stríðinn eða þráttgjarn. Varastu að gera gys að leiksystkinum þínurn. 4. Á götunni. Vík ætíð úr vegi fyrir fullorðnum mönnum. Gerðu aldrei gys að gamalmennum eða þeim, sem eru farlama á einhvern hátt; hjálpaðu þeim heldur, ef þess gerist þörf. Fleygðu eklci ávaxtahýði eða neinskonar rusli á götuna. 5. Við borðið. Láttu aldrei hnífinn upp i þig, notaðu ávalt matkvíslina. Hafðu gát á þvi, hvort þann, sem situr við hliðina á þér eða á móti þér, vantar ekki eitthvað og hugs- aðu ekki eingöngu um sjálfan þig. Talaðu ekki ineð fullan munninn. Legðu ekki handleggina upp á horðið. 6. Þú sjálfur. Vertu hreinskilinn, sannorður, lítillátur og orðvar. Á- valt hreinn og þolckalega klæddur og vel hirðusamur um sjálfan þig. 7. Yfirleitt. Vertu ávalt nærgætinn við aðra. Gleymdu aldrei að segja: „Gerðu svo vel“, þegar þú gefur eða: „Þökk fyrir mig“, þegar þér er gefið. Lát þér umhugað um það, sem þér sjálfum kemur við, en gef þig ekki, að óþörfu, að því sem öðrum kemur við. Gakk aldrei inn í annara hús eða herbergi fyr en þú hefir barið að dyrum. Talaðu aldrei fram í hjá öðrum, sem eru að tala. Vertu stundvís. Felunafnavísa. (Kvenmanna.) 1. - - r - - s, - - n - u - - ð - -, Þ--ð —, - a — j — t, - r — - u — ú -, - r — t —, - u - - i - r - t -, - s - í -, - ó -. Görnul gátuvísa. 2. Jjaður ei né menjagrund minni orðgnótt hæla. Þó er ársins alla stund ávalt ég að mæla. Grimur. Talnaskrift. :i. 1 2 3 4 5 6 karlmannsnafn. — 4 5 6 3 tré. — 3 6 4 5 6 leifð. — 6 14 3 garðávöxtur. — 4 3 2 5 6 sverðshluti. — 6 12 3 leik- fang. — 3 2 5 6 verkfæri. — 3 4 2 kraftur. Nafngáta. 4. í verksmiðju einni var drengur, sem stund- um þótti nokkuð lengi í sendiferðum. Einu sinni, er hann kom úr einni ferðinni, og hafði verið óvenjulega lengi, sagði verk- stjórinn við hann: „Nú hefir þú víst týnl vaffinu úr nafninu bínu?“ — Hvað hét drengurinn? A. S. Spurningar. 5. Hvaða mánaðarnafn verður að nafni á korn- mat, ef einum staf er bætt aftan við það? 6. Hver er sú hraut, sem enginn hefir nokkru sinni gengið, ekið eða riðið? Útgefandi: Sigurjón Jónsson. 1 , Er. J. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.