Æskan - 01.12.1927, Blaðsíða 1
XXVIII. árg.
Reykjavík — Desember 1927.
12. blað.
********************
J ]enny. J
? Saoa eftir Audun Hjermann. ?
* *
********************
ENNY reis upp í rúminu og
teygði úr sér; hún sat svona
um stund og hlustaði. Dyrnar
inn í svefnhús pabba og mömmu stóðu
í hálfa gátt og hún heyrði þau vera
að tala saman í hálfum hljóðum, og
raridblærinn hjá þeim var eins og hún
var orðin svo vön við á síðustu tím-
um og kannaðist svo vel við.
Það var óskemtilegt að vita af þeim
tala svona saman, i hvert sinn er þau
héldu að hún svæfi. Samtal þeirra var
þannig, að hana langaði mest til að
stinga höfðinu undir koddann og há-
skæla.
Hún tók fyrst eftir rödd pabba sins
í þetta siiui. Hann svaraði einhverju,
sem mamma hafði spurt um. — „Skatl-
inn? — ég held ekki. Hvernig held-
urðu að cg hafi getað borgað hann? —¦
Ég er bráðum alveg ráðþrota í þessu
harðæri. Útgjöldin hækka stöðugt, en
Jaunin eru hin somu —". Hann þagn-
aði alt í eihú.
Svo var þögn um stund og Jenny
heyrði að mamma stundi við.
„Jæja, ég verð víst að reyna að not-
ast við gömlu vetrarkápuna mína enn
þá veturinn þann arna, meðan hún
hangir saman". Það var biturleika-
vottur í röddinni.
Pabbi svaraði þvi engu.
„En svo eru það börnin", hélt
mamma áfram rétt á eftir. „Nýju stíg-
vélin handa Erlingi kostuðu 25 krón-
ur, en ég býst ekki við, að það líði
langt um áður en þarf að sóla þau. Og
Sveinn þarf bráðum að fá eitthvað
nýtt. Ég blygðast min fyrir að láta
hann fara út á götuna . . . og svo stytt-
ist nú óðum til jólanna lika ...".
Enn varð þögn.
„Jenny, auminginn, verður að bjarg-
ast við það, sem hún á. Hún er líka
svo nægjusöm, hún Jenny".
„Það er nú engin hætta með hana
Jenny", heyrði hún pabba sinn segja
eins og úr meh-i fjarlægð. — „Ég vildi
bara að hún væri bráðum uppkomin,
svo hún gæti farið að vinna fyrir
sérVsjálf og létta undir með okkur".
Jenny fann grátinn sækja á og flýtti
sér niður undir sængina. „Ó, þetta sí-
felda peningahrak! Altaf sama svarið
— get það ekki, hefi ekki efni á því.
Þarna þrælaði pabbi í skólanum fyrri
hluta dagsins alla daga eins og skyldan
bauð, en hann var þar seinni partinn
á hverjum degi líka að heita mátti,
því hann tók eins marga aukanemend-