Íslensk endurreisn - 11.05.1933, Blaðsíða 4
ÍSLENSK ENDURREISN
Tilkynning. Fundir þeir, sem halda átti næstk.
sunnudag 14. þ. m., farast fyrir vegna skorts á fund-
arhúsum og einnig vegna þess, að um þessar mund-
ir eru margir önnum kafnir viÖ flutninga og hrein-
gerningar. —
Almennur kvennafundur var haldinn á þriÖjudag
s.l. í K.-R.-húsinu af framkvæmdanefnd Þjóðernis-
hreyfingarinnar. Tóku þar til máls Helgi S. Jóns-
son, Gísli Bjarnason, Jón Þ. AÖils og Gísli Sigur-
björnsson. GerÖu fundarkonur góÖan róm að máli
þeirra og var áhugi mikill um a<5 hrista af sjer
Kommúnista og annan lýíS, sem va'Öið hefir hjer uppi
með allskonar látum undanfarið. Fundarsalurinn var
þjettskipaður og urðu margar konur frá að hverfa
vegna þrengsla. —
Síðan Þ j óðerni shrey f ing íslendinga hljóp af
stokkunum, hefir mörgum þótt við eiga, að gefa
henni ýms uppnefni ,svo sem nasistar, fasistar og
svartliðar. Jafnvel hið „hlutlausa" útvarp hefir gert
sig sekt i slíku. Einkum hefir þó kveðið ramt að
þessu í blöðum Jafnaðarmanna og Kommúnista.
Kemur það, satt að segja, úr hörðustu átt, þegar
þessir innflytjendur erlendra stefna, sem þiggja er-
lent fé fyrir stjórnmálastarfsemi sína hér á landi,
brigsla Þjóðernissinnum um, að þeir flytji erlenda
stefnu. Þj óðernishreyfing Islendinga er af alíslensk-
um rótum runnin og á alls engin mök við nokkr-
ar erlendar stefnur eða flokka. Ef svo væri ekki,
þá bæri hún heldur ekki nafn sitt með rjettu.
Þeim, sem halda, að Þjóðernishreyfingin islenska
sje nokkurskonar stæling á Facsismanum í ítalíu,
eða National-sozialismanum í Þýskalandi, er rétt
að benda á, að hvorki Facsisminn ítalski né Na-
tional-sozialisminn þýzki er nein útflutningsvara.
Hinsvegar á Þjóðernishreyfingin íslenska að þvi
leyti skylt við báðar hinar erlendu hreyfingar, að
hún vex upp úr jarðvegi, þar sem illgresi það, sem
Kommúnismi nefnist, hefir fengið að þróast í friði.
Og svo mun ávalt verða, hvar sem er í heiminum.
Undanfarin ár hafa kommúnistar hjer á landi
fengið, óáreittir af stjórn og þingi, að bera erlent
einkennismerki og erlendan byltingafána. Enginn
af fulltrúum þjóðarinnar sá ástæðu til þess að hafa
neitt á móti slíku. En þegar Þjóðemishreyfing
íslendinga helgar sjer Þórsmerkið íslenska, og tek-
ur sjer íslenska fánann í hönd, þá vantar ekki,
að tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins (þeir
Sveinbjörn Högnason og Steingrímur Steinþórsson)
rjúki upp til handa og fóta og beri fram frum- |
varp til laga um bann á einkennisbúningum og
einkennismerkjum, sem gefa til kynna, að þeir sem
þau bera, sjeu í ákveðnum stjórnmálaflokki eða
f jelagi!
Alþingi virðist ætla að verða „stórvirkt" að
vanda. Um það leyti, sem leiguliðar erlends ríkis
vinna að því öllum árum, að liða þjóðskipulag vort
í sundur, hafa „fulltrúar þjóðarinnar“ ekkert þarf-
ara að starfa, heldur en að samþykkja, að hér
skuli ekkert ríkisvald vera! Þ. 5. maí s.l. var sam-
þykt í efri deild Alþingis frumvarp þeirra Jónasar
frá Hriflu og Ingvars Pálmasonar, þar sem það er
lagt á vald bæjar- og sveitarfjelaga, hvort haldið
skuli uppi friði og rjetti í landinu. Vitanlega er
bæjar- og sveitarfjelögum slíkt algerlega um megn,
enda er það alls ekki þeirra skylda, heldur er hjer
um að ræða eina af frumskyldum ríkisins.
Sjálfstæðismenn allir í efri deild greiddu atkvæði
móti frumvarpinu. — Talið er vist, að frumvarpið
verði samþykt í neðri deild!
Trélim
Perlulím besta tegund á kr. 2,00 pr. kg.
Do. ágæt tegund - — 1,75 — —
Do. gdð tegund ■ — 1,65 — —
Inscl límduft fyrir kalt vatn 7* kg. dds á kr. 1,00
Do. - - - - V.----
Do. — — — — 3----
Certus — — — — l---
Furnil — — volgt — 1--
Limduft í lausri vigt á kr. 3,00 pr. kg.
Fáskilím í tíipum á 0,25 og 0,75.
Veggfódurs-límduft á kr. 2,50 pr.
Gúmmílím.
- 1,60
- 9,30
- 4,50
- 4,50
IU5
VersL „Erysija
tt
Langaveg 29.
BS
Ársreikniogor THDLE
fyrir árið 1932 er kominn.
Ágóði á árinu ......... kr. 4.931.905.94
Þar af til hluthafa.... — 30.000.00
Mismunur til hinna trygðu . — 4.901.905.94
Það er sem næst 99 l/2 % alls ágóðans, og kr.
150.000.00 meira en árið áður.
Þannig eru hinar íslensku tryggingar í Thule að
164/165hlutum jafn íslenskar og sænsku trygg-
ingarnar eru sænskar, og féð einnig ávaxtað á
Islandi.
Reikningurinn liggur frammi á skrifstofu aðal-
umboðsins fyrir almenning.
Lífsábyrfiðarfélagiö THDLE hf.
Aðalumboðið fyrir Island
A. V. Tulinius.