Íslensk endurreisn - 11.05.1933, Blaðsíða 2

Íslensk endurreisn  - 11.05.1933, Blaðsíða 2
ÍSLENSK ENDURREISN Stefimskpá Þjódernislireyflngar íslendinga. Stefnuskrá Þjóðernishreyfingar fslendinga, er hér liirtist upp- hafið að, mun verða i fimm aðalliðum: Ríkismál, Menningarmál, Velferðarmál, Atvinnumál og Fjármál. Að þessu sinni eru ekki tök á, að birta nema Rikismál. Framhaldið mun birtast i næstu blöðum. Mörgum kann að virðast, sem vjer íslenskir Þjóðernissinnar kref jumst mikils í stefnuskrá vorri og skal það eigi vjefengt. Vjer hikum eigi við, að setja markið hátt, enda þótt oss sje ljóst, að því verður eigi náð á næstunni og síst af öllu með þeim mönnum, er nú ráða í landinu. En að markinu skal verða stefnt með festu og ein- urð, og því skal verða náð fyr en siðar. — Einkunnapopd: Island fyrip íslendinga. i. Ríkismál. 1) Vjer kref jumst, að ríkisvaldið vinni ávalt fyrst og fremst að verndun og efl- ing sjálfstæðis íslenska ríkisins. SjálfstæÖiÖ er vort dýrasta hnoss. Það er frum- skilyrðiö’ að heill og hamingju þjóðar vorrar. Það er því höfuðskylda ríkisvaldsins, að vernda það, svo sem fremst má verða. 2) Vjer krefjumst öflugs ríkisvalds til þess að halda uppi friði og rjetti í land- inu. Öflugt ríkisvald er frumskilyrðið fyrir því, að hægt sje, að vernda sjálfstæði vort. Á Sturlunga- öldinni vantaði ríkisvald, er haldið gæti óróaseggj- unum í skefjum. Afleiðing þess varð missir sjálf- stæðis vors. Veikt ríkisvald er voði sjálfstæði voru. 3) Vjer krefjumst, að stjórnmála- | flokkum og blöðum verði bannað, að | þiggja erlendan styrk til stjórnmálastarf- semi. ^Það er kunnugt um tvo íslenska stjórnmálaflokka (Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn) og blöð þeirra, að þeir njóta erlends fjárstyrks til stjórn- málastarfsemi sinnar. Slikt er landráð, eða stefnir beint í áttina til landráða. Sjálfstæði þjóðar vorrar er voði búinn, ef eigi verður komið í veg fyrir slíkt. 4) Vjer krefjumst, að sambandinu við Dani verði slitið, svo fljótt sem unt er, og að þegar verði hafinn undirbún- ingur að sambandsslitum. Dansk-íslenski Sambandslagasamningurinn frá 1918 hefir, sem kunnugt er, ýmsa hættulega ann- marka fyrir oss íslendinga, einkum þar sem er á- kvæðið um, að Danir skuli hafa jafnan rjett til at- vinnurekstur hjer á landi við oss. Liggur þvi mikið við, að honum verði sagt upp. Viötökurnar. Það eru ekki nema nokkrar vikur siðan Þjóðernis- hreyfingu íslendinga var hrundið af stokkunum. Og, enda þótt hún hafi fram að þessu starfað mest í kyrþey, ]já hefir mönnum samt orðið tíðræddara um hana, en flest annað, sem nú er að gerast í þessu landi. Af hálfu blaða Sjálfstæðisflokksins hefir Þjóð- ernishreyfingin fengið yfirleitt vingjarnlegar viðtök- ur. Það er samt ástæða til þess, að vara við þeim misskilningi, er sumstaðar hefir gætt: að Þjóðernis- hreyfingin sje aðeins afsprengi Sjálfstæðisflokksins, því að svo er ekki. Að vísu, er stefnumunur milli okkar Þjóðernissinna og Sjálfstæðisflokksins ekki yerulegur, cn við krefjumst, að stefnunni sé fylgt fram hik- og hálfvelgjulaust. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn útrýma þeim óheilla- öflum, sem undanfarin ár hafa leitt þjóðina á glöt- unarbarminn, þá verður hann að berjast gegn þeim með meira krafti, en hann hefir gert hingað til. Ólíkt aðrar viðtökur hefir Þjóðernishreyfingin fengið i Alþýðublaðinu, höfuðmálgagni jafnaðar- manna. Nálega daglega hefir þessi „cloaca maxima“ (stórsorpræsi) meðal íslenskra 1)1 aða, flutt svívirðilegar lygar og rógburð um Þjóðernishreyfinguna. Þó kastaði fyrst tólfunum, er hlaðið flutti smágrein með fyrirsögn- inni „Morðtilraunirnar" (Alþbl. 4. maí '33). Þar eru Þjóðernissinnar kallaðir „blóðþyrstir slagsmálasegg- ; ir“, er hafi ætlað „að gera sér leik að meiðingum og manndrápum"! Slíkar ásakanir eru svo gífurlegar og svo 1 hættulegar öllu öryggi í landinu, svo framar- ' lega sem nokkurt mark sje tekið á þeim, að það er ástæða til þess, að beina þeirri spurn- ingu til lögreglusíjórans hjer í bæ, hvenær hann álíti þörf á, að blöð séu bönnuð," ef ekki þegar alsaklausir menn eru sakaðir um morðtilraun- ir. Eða er hann, ef til vill þeirrar skoðunar, að ritfrelsi ríki í þessu landi til þess eins að Ólaf- ur Friðriksson og hans líkar geti logið og borið út róg. Við líkan tón syngur í Tímanum, blaði Jónasar frá Hriflu. Þjóðernishreyfingin virðist hafa haft alveg óvenjuleg áhrif á geðsmuni mannsins. í grein- inni: „Skrílríki — Skrílöld" (Tíminn 29. apr. '33) kallar hann Þjóðernissinna „ofbeldismenn“, sem ætli „að brjóta niður frelsi landsins" og „eyðileggja nú- verandi þjóðskipulag"!! Sjálfstæði landsins sé í voða, ef ekki takist að bæla Þjóðernishreyfinguna niður og „aftná hugsunarhátt hennar“!! Hann talar um, að það geti þurft að leita samvinnu við „lýðræð- ismenn frændþjóðanna“, til þess að kveða Þjóðern- ishreyfinguna niður. Minna má nú ekki gagn gera! Dálitið er það eftirtektarvert, að sjá þenna sama mann ausa álíka ókvæðisorðum úr sér yfir vini sína Kommúnista. Hann viðurkennir, að þeir séu ofbeld- ismenn, vinni fyrir erlent fje og sjeu hættulegir þjóðfjelaginu. En nú er manni spurn: Hver hefir haldið hlífiskildi yfir Kommún- istum, ef ekki Jónas frá Hriflu og flokkur hans, Framsóknarflokkurinn. Hver hefir veitt Iiomrn- únistum margar af ábyrgðarmestu stöðum þjóð- arinnar ef ekki fyrverandi dómsmálaráðherra Jónas Jónsson? Og hvaða íslendingur er kunn- ari að daðri við þessa landráðamenn, ef ekki fyrsti innflytjandi óaldarstefnu þeirra, Jónas frá Hriflu. I „fótspor meistarans“ fetar „lærisveinninn", Gísli Timaritsíjóri. í Tímanum (þ. 6. maí s.l.) dróttar hann að Þjóðernissinnum: Að stefna þeirra sé útlend; í flokki þeirra séu margir útlendingar. Þeir hafi útlent merki og fána, starfi fyrir útlent fé og eftir útlendum fyrirmælum! Allar eru getsakir þessar örgustu lyg- ar og rógburður eins og þegar hefir ver- ið lýst yfir f. h. Þjóðernishreyfingarinn- ar. Gísli Guðmundsson þarf ekki annað, en að endurtaka eina einustu af þessum fullyrðingum og hann verður tafarlaust dreginn fyrir lög og dóm. — Annars eru allar þessar gífurlegu ofsóknir á hend- ur Þjóðernishreyfingunni Ijós vottur um hræðsluna, sem gripið hefir suma af svoneíndum „leiðtogum" þjóðarinnar, og það skal viðurkent, að sú hræðsla er ekki ástæðulaus. Það verður Þjóðernishreyfingin sem steypir þessum óheillamönnum þjóðarinnar af stóli. Þeirra sól er að hníga til viðar og hún mun aldrei renna upp aftur. Frá hreyfingonni. Almennur fundur var haldinn að tilhlutun Þjóð- ernissinna hjer í bænum siðastl. sunnudag í Nýja Bíó, og hófst hann kl. 2 e. h. — Var aðsókn að fundinum afar mikil og urðu f-leiri hundruð manns að hverfa frá vegna húsfyllis. Á fundinum töluðu þeir Gísli Bjarnason lögfr., Jón Þ. Aðils, Eiður Kvaran og Gísli Sigurbjörnsson, og var gerður góð- ur rómur að máli þeirra. Sérstaklega þótti mönn- um athyglisvert það, sem Gisli Bjarnason sagði um fjármálaspillinguna í landinu. Fánalið Þjóðernissinna er nú orðið allfjölment Og hefir það þegar tekið virkan þátt í starfinu, með því að halda reglu á fundum, úti sem inni. — Kom það sjer sjerstaklega vel siðastl. sunnudag, þegar haldnir vöru tveir fundir undir berum himni og hópur Kommúnista var til alls ills búinn, en' þorði ekki að ráða til atlögu á fundi vora, Mun Fána- liðið hafa fullan hug á að halda uppi reglu og friði á fundum og samkomum, sem Þjóðernishreyf- ingin boðar til. Skrifstofa Þjóðernishreyfingarinnar er i Ingólfs- hvoli á 2. hæð, og er opin alla virka daga frá 10 —12 og 1—7. Einnig eru oftast menn til skrafs og ráðagerða á hverju kvöldi til kl. xo. Á skrif- stofunni eru gefnar allar upplýsingar um starfsemi hreyfingarinnar og tekið á móti gteiðslum mán- aðargjalda, seld merki Þjóðernissinna og rit. — Einnig er þar afgreiðsla þessa blaðs. Jón Þ. Aðils veitir skrifstofunni forstöðu. Um alt land eru menn nú að bindast samtökum um að konia þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem forráðamenn hennar hafa stefnt henni í. Þjóðernis- hreyfingin er þegar búin að ná tökum á fjölda manns í kaupstöðúm og sveitunx landsins, og eru þeir íarnir að starfa af alefli að viðreisn íslands. Á Akureyri, Siglufirði, Isafirði o£ í Vestmanna- eyjum er starfað af ötulum og duglegum mönn- um að þessum málum, og hefir þegar orðið. góð- ur árangur af starfi þeirra. —-

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.