Íslensk endurreisn - 11.05.1933, Blaðsíða 1

Íslensk endurreisn  - 11.05.1933, Blaðsíða 1
I. árg., 1. ttol Reykjavík, fimtudaginii 11. maí 1933 Einkunnarord: „Verdi gróandi þjédlíf meÖ Jiverrandi tár, sem Jjrcskast á guösrikis braut“, F Ritstjóri: Eiður S. Kvaran. — Útgefendur: Nokkrir Þjóðernissinnar i Reykjavík. — Afgreiðsla: Ingólfshvoli, 2. hæð. íslensk Endurreisn kemur út vikulega. - ins 6 krónur. Verð í lausasölu 15 aurar. Fjelagsprentsmiðjan. Verð árgangs- - Prentsmiðja: Ávarp til Islendinga T íslendingarl Konur og mennl Þegar Framsóknarflokkurinn tók við völdum hér á landi fyrir tæpum sex árum síðan, þá hjet hann j)jóðinni „gulli og grænum skógum". Fje ríkisins skyldi spara'ö, engin ný lán tekin, útgjöldin stórlega lækkuð, embættum fækkað o s. frv. Ný og betri öld, öld friðar, rjettlætis og velsæmis átti að renna yfir þjóðina. í sex ár samfleytt hafa Framsóknarmenn haft tíma og tækifæri til þess að efna loforð sín. 1 sex ár samfleytt spyr íslenska þjóðin þessa menn: hvar eru efndirnar. Landinu hafa þeir sökt í botnlausar skuldir. Árlega verður íslenska ríkið að greiða 3 >/2 miljón króna í vexti og af- borganir einar; m. ö. o. á herðar hvers íslensks mannsbarns er lagður skuldabaggi er nemur 350 kr. árlega. Stórlán hafa verið tekin með hin- um óhagstæðustu kjörum. Fé ríkisins hefir verið eytt af hinu mesta fyrirhyggjuleysi. Em- hættum, ýmist lítt þörfum eða alóþörfum hefir dgnt niður yfir fylgismenn stjórnarinnar. Sam- tímis hafa verið lagðir óhóflegir skattar á landsins þegna, sem þeir fá eigi risið undir leng- Ur. Ástandið versnar dag frá degi. Hundruð, Jafnvel þúsundir manna hafa orðið atvinnulaus- ir í landi með ótæmandi auðsuppsprettum. Og valdhafarnir horfa á aðgerðalausir og hreyfa hvorki legg né lið. Þannig er högum lands og Þjóðar komið eftir sex ára stjórn þessara Wanna. Nú rísa þeir upp og æpa í sífellu: „Ástandið er kreppunni að kenna, við erum saklausir, það er kreppan, sem ætlar okkur alveg að drepa.“ Kreppan er það hálmstrá, sem þeir grípa nú í dauðahaldi og hyggja, að bjarga muni pólitísku lífi sínu. Kreppan á að afsaka allar þeirra pólitísku stórsyndir. Henni kenna þeir um alla eyðsluna, óhófið og alt bitlinga- farganið. Og þó er það staðreynd, að kreppan ^kali ekki yfir þjóðina fyr en valdhafarnir voru húnir að koma málum hennar í hið mesta öng- þveiti. Ástandið er því ekki kreppunni að kenna, ekki ytri aðstæðunum, heldur mönnunum sem með óverjandi fyrirhyggju- og ábyrgðarleysi hafa stjórnað landinu undanfarin ár. Jafnframt þessu láta valdhafarnir það við- gangast, að erindrekar erlends ríkis vaði hér uppi með ópum og yfirgangi. í skjóli núverandi stjórnar fá Kommúnistar að svívirða alt sem öðrum mönnum er helgast, alt frá guðshugmyndinni til þjóðernistilfinningarinnar. í skjóli núverandi stjórnar etja þeir manni gegn manni og stétt gegn stétt. I skjóli núverandi stjórnar vinna þeir að því, að kollvarpa því þjóðskipu- lagi, sem hún er fulltrúi fyrir! í skjóli núverandi stjórnar svívirða þeir fána vorn, fána vorn, sem ekki er að eins tákn um sjálfstæði vort, heldur einnig tákn margra alda sjálfstæðisbaráttu vor íslend- inga, baráttu, sem allir okkar bestu menn — frá Jóni Arasyni til Jóns Sigurðssonar — hafa helgað alt sitt líf. Vjer íslenskir Þjóðernissinnar getum ekki þolað þetta lengur. Vér getum eigi þolað það lengur, að erlend leiguþý fái óhindrað að traðka á öllu því sem íslenskt er, og sópa burtu þúsund ára íslenskum venjum og íslenskri menningu. Vjer fáum eigi þolað lengur stjórn, sem er bæði dáðlaus og rög! Hér er ekkert brúk fyrir menn, sem hugsa um bein og bitlinga en ekki um þjóðarheill! Hér er ekkert brúk fyrir þing, þar sem sjöttihver maður er bankastjóri!Hérerenn- fremur ekkert brúk fyrir stjórn, sem heldur verndarhendi yfir landráðaskríl! Fyrir föður- landssvikara er hjer enginn staður — annars- staðar en í steininum! Ef oss tekst eigii að vinna bug á þeim óheillaöflum, sem nú um hríð hafa unnið að tortíming ríkis og þjóðar þá er ný Sturlungaöld í aðsigi, þá er sjálfstæði vort í veði. Afleiðing Sturlungaaldarinnar forðum var missir sjálfslæðis vors. Afleiðing Sturlungaald- ar þeirrar, er nú vofir yfir þjóðinni mun verða hin sama, ef hún þekkir eigi skyldu sina... Vér íslenskir Þjóðernissinnar höfum nú haf- Vakna. Valma, unga íslands þjóð. Upp með fána frjálsrar þjóðar, fána okkar kæra lands. Finn í æðum ólga blóð, yngt af sumri sólarglóðar, sigiireldi vorhugans. Upp með fána frjálsrar þjóðar, fána oklcar kæra lands. Vakna, unga Islands þjóð, ættjörð kallar, krafta leysið, krafta æskuvilja og þors, syngið vorsins sigurljóð. Sóley byggið, ræktið reisið, ríki skapið blóma og vors. 1 Ættjörð kallar, krafta leysið, krafta æskuvilja og þors. Vakna meðan vorið skín. Vertu lands þíns stoð og styrkur, stefndu á markið bjart og hátt. Glæddu visku sólar sýn, sannleiksþjóð ei þolir myrkur, þú átt lífsins unga mátt. Vertu lands þíns stoð og styrkur, stefndu á markið bjart og hátt. K j a r t a n Ó 1 a f s s o n. ist handa. Vér viljum reisa úr rústum, það sem valdhafar síðustu ára hafa rifið til grunna. Vér viljum taka oss íslenska endurreisnarmenn til fyrirmyndar, bæði í hugsun og verki. Arfur- inn, sem eftir þá liggur er mikill og dýr. Vjer viljum hlúa að honum og gæta þess, að hann glatist aldrei. Vjer viljum samstilling allra ís- lenskra krafta að einu marki: Heill og ham- ingju þjóðar vorrar. Starfið, sem fram undan oss liggur, er bæði mikið og margt, en vjer munum ekki leggja hendur í skaut, fyr en því er lokið. Vjer væntum þess, að hver sani\ur tslendingur, sem ann landi sínu og þjóð, fylki sjer undir merki vort. Ættjörðin á heimting á, að þjer sjeuð við, þegar annars vegar er verið að leiða hana í glötun og hins vegar verið að bjarga henni frá glötun. Baráttan gegn „íslands óhamingju“ er hafin og henni verður haldið áfram, uns yfir lýkur. „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut“. Lifi ísland, þjóð og ríki!

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.