Kyndill - 01.03.1928, Blaðsíða 3

Kyndill - 01.03.1928, Blaðsíða 3
„Sjá! Hin ungborna tíð vekur storma og stríð.“ K Y N D I L L I. árgangur. MALSVARI UNGRA JAFNAÐARMANNA Marz 1928. 1. tölublað. Sjá! Hin ungborna tíð. Hér hefur göngu sína blað, sem á að vera málsvari ungra jafnaðarnianna. Það er ekki stórt eða fjölskrúðugt, en skoðanirnar, sem í því birtast, eru sagðar af fullri meininigu. Þær eTu eldheit áhugamál þeirra ungmenna, er bera þær fram, og þeir munu alls staðar þar, sem þeir koma fram með þær, segja þær afdráttarlaust án þess að taka tillit tii hvort þær særa eða koma við kaun íhalds- kenjanna og kerlingabókamenningariinnar. Hugsjónalaus ungmenni eru aumkutnarverð, því þau munu ganga i svefni alt sitt líf. Þau eru andlaus og rótlaus, flökta frá einu í annað, alt l'íf þeirra er viltur flótti, og sofandi berast þau eins og rekald á hafi fyrir straumi og stormi. Aldrei er kallað á þau, þvi þau eiga aldrei aðra köllun í líf- inu en þá, að segðja magaran og klæða lík- amann, þau vita lítið og vilja ekkert. Slík ungmenni eiga ekki heima í herbú&um ungra jafnaðarmanna, þvi þar verða allir að vera vakandi og starfsfúsir, næmir fyrir hugsjón- um og tilbúnir til að taka til starfa þegar á þá er kallað. Ungir jafnaðármenn ætla sér að skapa nýja og sterka hreyfingu meðal íslenzkra æskumanna hreyfingu, sem hefji þá til betri' menningar en sú er, sem gegnumsýrir reykviskari æskulýð nú sem stendur, en meginþættir hennar eru: vind- lingar, „billiiard“-stofur og fótbolta-, hugsjón- ir“. - Þeir vilja skapa þá menningu maði- al hans, sem hamli gegn því rugli, sem troð- ið er í barnsheilana. — Og viið vitum, að okkur mun takast þetta — því jafnaðarstefn- an er stefna framtíðarinnar, og við erum hennar menn. Við höfum valið nafnið „Kyndill“ á blað- ið okkar vegna þess, að við viljum að okk- ar hreyfing sé kyndill, er lýsi alþýðu þessa lands fram yfir Ódáðahraun afturhaldsins yfir í lönd sa'múðar o>g jafnaðarstenu. Kyndill á að verða blað íslenzkra æsku- Jriar.na, sem eitthvað hugsa og eitthvað vilja. Hina getur félag ungra íhaldsinanna feirgið og gefið út blað fyrir þá. ( Við tileinkum okkur kvæði Einars Bene- diktssonar, og skoðum það sem orkt til okkar. Sjá! Hin ungborna tíð Vekur storma og stríð — legigur stórhuga dóminn á feðranna verk, heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann af sér; hún er voldug og sterk. Nú er igrafinn sá lýður frá liðinnl tíð, er sig lægði í duftið og stallana hóf. Nú er þroskaðri öld eftir glapskulda gjökl og nú gnötrar frá rótum hið aldraða hróf.' Æska og félagslíi Vorboðar. Fyrstu vorboðarnir í ríki oáttúrunnar eru grösin og bló’min, er þau skjóta frjóöngum jafnóðu'm og vetrarisa leysir af landinu okk- ar — fslandi —. Þá er nýgræðiniguirinjn gægist upp úr jarðveginum og heiðlóan syngur fyrstu vorsöngvana sina kætast allir, þvi að sól og sumar nálgast. I tilverunni er sífeld framrás, þróun úr éinu í annað. Alt, sem lifir á sitt söguupphaf og sinn endir, en þó er líf-ið í sjálfu sér1 eilíft. Grösin, sem skrýða jörðina í sumar, fölna og virðast deyja út við næstu vetrar- ko'mu. En þrátt fyrir hin ytri- dauðamörk^ leynisl líf með gróðurkjarnanum, og Ieysist úr læðingi, er vorið kemur að nýju. Er vér sjáum isa og snjó leggjast eins og helmöru á jörðina á hverju hausti, og ef vér vissum ekki af reynslu, að sumar og vetur skiftist á, þá myndum vér ekki trúa því, að mörunni létti af Oig aftur yx/i lif- andi gróður .Þannig er um mannlífið. Vor mannlífsins er bernsku- ag æsku-árin. \'etur þess er ellin. Vér skiljum ekki eilífð lífs- ins, en seranilsga er svo mikið samræmi í gervallri núttúrunni, að svipað sé uni þró- un mannsins og gróður jarðar, sem felst í síendurvöktu jurtalífi. Veturinn er hvíldartimi í riki náttúrunnarí En hulin lífsöfl vinnia þann tíma að undir- búningi vorsins. Gróðurinn, sem kominn er á skeiðsenda lífs sms, sér nú um það, að lífsfrjó sitt deyji ekki eilífum dauða til þess að það geti skapað líf næstu vorboða. Elli mannlífsins er að nokkru leyti hvíldar- tími þess, er slitið hefir kröftum í líísbarátf- unni, og að mörgu leyti sambærileg við veturinn úti í náttúrunrai. En hlutverk manns- ins er ekki að fullu lokið í ellinni. Ellin færir hlutverk lífsins í æðstu merkingu í hendur þeirrar kynslóðar, er við tekuiy Gaimla kynslcðin hefir að mestu leyti hlaup- ið lífsskeið sitt. Þó ber hún enn að miklu leyti ábyrgð á komandi kynslóð. I eilinni á hún að gera sitt til þess, að hinir unjgu taki við hlutverkum sínum í þjóðféiaginu með lifandi áhuga og skilningi á þýðingu þeirra. Bezt getur hún það með þvi að sýna næman skifning á nýjurn hugsjónum og á- hugamálum æskulýðsins. Henni ber hciiög skylda til þess að hlúa að öllu því, sem •líklegt er til þess að skapa lífsskilyrði fyrir gróður vorsins í mannlífmu — æskunni. Hugsjónasnauð æska er lítils virði og spáir iíllum örlögum þsirrar ]ijóðar, er hún telst til. Slik æska er sem kalblettur í líftúni þjóðarinnar, þar sean enginn gróður fær þrifist. Jafnaðarstefnan felur i sér fagrar og göfugar hugsjónir. Hún er í raun og veru hiran sanni lifandi kristindómur. Hún vill gera líf manna betra og kristilegra en það hefir verið og er enn. Fyrir því eru það sannnefndir vorboðar í íslenzku þjóðlífi, að nokkrir ungir menn og uragar stúlkur hafa bundist samtökum til þess að efla og auka viðgang þeirrar stefnu. Árni Ágústsson. Ungmenni. Það er sagt að æskulýðurinn sé misjafnj Sumir vilja eitthvað, aðrir vilja ekkert eða vita ekkert hvað þeir vilja. Sumir geta ýmis- legt, aðrir geta ekkert nema eytt peningum foreldra sirana. Sumir lesa þar til þeir eru þrjátiu ára, til þess að geta þá fengið góða eða slæma einkuun, aðrir hafa einmitt þá gleymt öllu því, er þeir lærðu í æsku. Sumir byrja að vinna, þagair þeiir eru 10 ára, flestir þó þegar þeir eru 14 ára, aðrir byrja eiginlega ekki á neinni vinnu áður en þeir deyja, og hafa því til einskis fæðst. Þetta nær til karfmanna, en það nær þó aðallega tiil kvenna. Á engu sviði er stétta- mismunurinn eins mikill eins og milli al- þýðukvenna og yfirstéttarkvenna. Þó vinnu- aðferðir séu mjög misjafnar miilli kaillmanna, þá vinna þó flestir þei|r,ra eittlwrtð, sem kailað er vinna. En svo er það ekki nteð kvenfólk yfirstéttarinnar. Flestar liifa þær ein- göngu á annara hjálp fxá þvi þær fæðast, 182008

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.