Nýtt land - 25.02.1938, Síða 4
NÝTT LAND
Aljiýðan - eða „skjaldborgln"
Frh. af 2. síðu.
næsta þings? Hvers vegna þor-
ir hún ekki að liafa umræður
í Alþýðublaðinu frá báðum að-
ilum flokksins, úr því að hún
hefir ‘tekið; sameiningarmálið
upp á vettvangi utan flokks-
ins, heldur reynir að nota öll
tæki floksins gegn stefnu meiri
hluta síðasta sambandsþings?
Ástæðurnar fyrir þessu virð-
ast vera þær einar, sem ein-
milt komu fram í samtölum
þeim, sem Haraldur Guð-
mundsson vitnaði til á fundi
Jafnaðarmannafélags Reykja-
víkur, milli hans og Jónasar
Guðmundssonar og mín. Það,
sem fyrir „skj aldborginni“
vakir, er það eilt, að sömu
mennirnir lialdi áfram gfir-
stjárn Alþýðuflokksins, eins og
hingað til, hvað sem í skerst,
og geti haldið flokknum i því
sambandi við Framsóknar-
flokkinn, að þeim sé óhætt í
vígjum þeim, er þeir sitja i.
í samtölunum kom kom það
greinilega i ljós, að í raun og
veru voru það ekki ágreinings-
atriðin við kommúnoistana, né
ótti við áhrif þeirra, sem máli
skiptu fyrir „skjaldliorgina11,
heldur hitt, hvort vinstri hreyf-
ingin í Alþýðuflokknum næði
meiri áhrifum á stjórn og
stefnu flokksins en verið hefði.
Á það mundi „slíjaldborgin“
ekki sættast, heldur nota öll
vopn flokksins lil varnar því.
Lýðræðið má eklci ríkja, en ef
„skjaldborgin“ fengi að ráða
óhult, eins og liingað til, }rrði
friður og ró — í liúsi dauðans.
Slíkum friðarkostum tökum
við ekld, sameiningarmenniru-
ir. Við liöfum marglýst því yf-
ir, að við gerðum engar kröfur
til þess, að Jóni Baldvinssyni né
öðrum, yrði vikið úr sætum
sínum, og persónulega hefi eg
oft skýrt honum frá því sjálf-
um.
En Alþýðuflokkurinn er ekki
lil fgrir foringjana, heldur fgr-
ir fólkið, sem í honum er, og
á að stjórnast eftir vilja meiri
hluta þess á hverjum tíma. —
Flokkurinn á ekki að vera nein
værðarvoð, heldur baráttutæki
alþýðunnar fgrir lýðræði og
sósíalisma, og það verður hann.
Héðinn Valdimarsson.
Tveir fundir.
Frh. af 3. síðu.
lagsins, Héðinn Valdimarsson,
skýrslu um starf félagsins og
sameiningarmálið og talaði í 25
mínútur, en samkvæmt fundar-
slcöpum félagsins má framsögu-
maður tala í allt að 30 mín., en
aðrir ræðumenn í allt að 15
mín. Þá tók til máls Haraldur
Guðmundsson ráðherra og tal-
aði í 15 mín., og er það mál
manna, að vart hafi fyrr sézt
íáðlausari ráðherra en Harald-
ur að þessu sinni.
Var nú ræðutími styttur nið-
ur i 5 mínútur og töluðu þessir:
Sigfús Sigurhjartarson, Stein-
þór Guðmundsson og Friðleifur
Friðriksson af hálfu sameining-
armanna, en af hálfu klofn-
ingsmanna töluðu séra Sigurð-
ur Einarsson og séra Ingimar
Jónsson, og hvorugur prestlega,
en Ingimar sló þó metið, er
hann óskaði öllum sameining-
armönnum til Helvítis.
Var nú gengið til stjórnar-
kosninga.
Ilaraldur Guðm. kvaddi sér
hljóðs og har fram tillögu um
það. að Héðinn Valdimarsson
væri ekki kjörgengur, þar sem
Sambandsstjórn hefði vikið
honum úr flokknum. Sigfús
Sigurlijartarson har fram frá-
visunar-tillögu með þeim for-
sendum, að formanns-kosning
mundi sýna álit fundarins á
þessu máli. Var tillaga Sigfúsar
samþykkt með 284:100 atkv.
Eg vil að menn skipi sér
í sveitir. H. G.
I frumræðu sinni mælti Har-
aldur ráðherra Guðmundsson
þessi eftirminnilegu orð: „Eg
vil að menn skipi sér í sveitirum
þessi mál“. Ilann átti við sam-
einingarmálin. Voru þessi um-
mæli í samræmi við ákvörðun
sprengifundar þess, er hann hélt
kvöldið áður í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu, þar ákváðu
klofningsmenn að kljúfa Jafn-
a ðarmannaf élagið.
Þegar lillaga Haraldar var
fallin, tóku menn hans að fram-
kvæma vilja foringjans og
gengu af fundi, og urðu þeir
í nær hundrað, er fylgdu hinum
ráðlausa ráðherra, út í þá ráð-
leysu, að kljúfa stærsta stjórn-
málafélag Alþýðuflokksins.
Þegar klofningsmenn voru
gengnir hurtu, lcaus félagið
stjórn og aðra trúnaðarmenn
og var Iléðinn Valdimarsson
að sjálfsögðu kosinn formaður.
Hann hlaut 295 atkvæði. Siðan
voru samþykklar tillögur næst-
um samhljóða tillögum þeim,
sem fulltrúaráðið samþykkti.
Fundi var slitið Id. 4 en fram-
halds-aðalfundur verður í K.R.-
húsinu á sunnudaginn kemur.
Þangað koma sameiningarmenn
Alþýðuflokksis, bæði þeir, sem
þegar eru í félaginu, og einnig
hinir, sem enn eiga eftir að
skipa sér í raðirnar.
Fjölmennið á fundinn. Vinn-
ið fj'i'ir sameiningu og samstarf
— gegn sundrung og klofningi.
Munið fund Jafnaðármannafé-
lagsins í K.R.-húsinu á sunnu-
____daginn kl. 13,30._
S MÉjilB
miw.
Viktoríabaunip
Hýðisbaunip
Háif baonir*
ILiiiisu]*
Mvítkál
Gulpófui*
Gulpætur
Spadkjöt og
Flesk
PRENTMYN DASTO FAN
L E HF T U R
býr
Hafnarxfrœii 17, (uppi),
til 1. flokks prentmyndir.
Sím i 3334'
BrottreRstur lanrm.fél. ReyRjauíkur.
Frh. af 3. síðu.
sambandsstjórnar, að reka
flokkinn í Reykjavík úr „Al-
þýðuflokknum“, vegna and-
stöðu við meiri hluta flokks-
stjórnárinnar, nær auðvitað
ekki nokkurri átt, hvað þá held-
ur það tiltæki, að stofna til
ldofnings í Alþýðufloldaiuin,
hvað eftir annað, út úr þessum
deilumálum innan flokksins, og
nú síðast með stofnun beins
klofningsfélags. Þessar aðfarir
allar, eru þess éðlis, að vér
hyggjum að þeirra sé elcki fyr
dæmi í sósíalistískum lýðræðis-
flokki.
5. Vér viljum loks benda á
það, að sambandsstjórnarfund-
irnir síðustu eru allir ólögmæt-
ir, þar sem ekki eru boðaðir á
fundinn varamenn, sem virðist
eingöngu vera vegna þess að
varamennirnir fylgja ekki meiri
lilulanum að málum. —
Vér endurtökum mótmæli vor
gegn ályldun meiri lilula sam-
handsstjórnar viðvíkjandi Jafn-
aðarmannafélagi Reykjavikur
og áfrýjum henni til samhands-
þings. Félag vort mun slarfa
framvegis eins og hingað til sem
liið eina löglega stjórnmálafélag
Alþýðuflokksins i Reykjavík, að
samciningu alþýðunnar, lýðræði
og sósíalisma og gegn hverskon-
ar klofningsstarfsemi, ofbeldi
og ójöfnuði innan flokksins og
utan.
Vér viljum að endingu henda
meiri hluta sambandsstjórnar á
það, að hann hefir nú livað eftir
annað fótum troðið lög flokks-
ins og lýðræðisvenjur, að liann
hefir misbeitt valdi sínu og tek-
ið upp haráttu gegn flokknum,
sem fól lionum stjórnarumboð
til að beita því á þingræðisleg-
an hátt og að því er virðist ein-
göngu í þeim tilgangi að draga
undir sig baráttutæki flokksins,
og nota þau gegn þeirri stefnu
og hugsjónum, sem Alþýðu-
flokkurinn byggist á
Með Alþýðuflokkskveðju,
Stjórn
Ja f naðar mannaf élags Reyk j a-
víkur.
Iléðinn Valdimarsson.
Sigfús Sigurlijartarson.
Sigurbjörn Björnsson.
St. Þ. Guðmundsson.
Eggert Guðmundsson.
Jafnaðarmannafélag
Reykjavíkur.
Gjaldkeri félagsins verð-
ur við á skrifstofu félags-
ins á Laugavegi 1 á föstu-
dögum kl. 5—7 fyrst um
sinn. Félagar, greiðið gjöld
ykkar sem fyrst. Komið
með nýja félaga. Útvegið
áskrifendur að Nýju landi.
Aðalskrif stof a:
Ilverfisgötu 10, Reykja-
vík. —
ÍJmboðsmenn
í öllum hreppum, kaup-
lúnum og kaupstöðum.
Lausafjártryggingar
(nema verslunarvörur),
hvergi hagkvæmari.
i
1 Best að vátryggja laust og
fast á sama stað.
Upplýsingar og eyðublöð
á aðalskrifstofu og hjá
uniboðsmönnum.
Happdrætti XXáskóla. íslands.
Á síöasta ári voru gpeiddap í vinningum
750.000 Intémmæ.
Nú eru í umferð allip þeip miðap, sem leyfilegt er samkvæmt iiappdpættislögunum og
faefip þeim vepið útiilutaö meðal 64 umboðsmanna. Ep því liætta á, að sumataðap gangi
miðapnip gangi til þupöap.
Flýtid yðui» að ná í miða áður en það venðui? um seinan.
Ekki xt&issir sá. sexxt fyrst íær.