Nýtt land - 24.01.1941, Blaðsíða 3

Nýtt land - 24.01.1941, Blaðsíða 3
N Ý T T L A N D Föstudaginn 24. janúar 1941. TTlÐ í hönd farandi kosningar eigum viö kost á Héöni Valdi- marssyni sem formanni félagsins og meö því aö kjósa hann bjarga félaginu úr þVi niöurlægjandi á- standi, sem þaö hefur veriö í síö- astliðið ár. Eg vænti þess, að verkamenn kvmni að meta slíka fórnfýsi síns fyrrverandi formanns. Enginn getur neitað þvi, sem í alvöru og einlægni hugsar um verkalýðmál. aö nú sé þörf á góðri forustu og enginn mun heldur neita því, að Héðinn sé eini maðurinn, sem fær sé um aö gera Dagsbrún aftur að því stórveldi, sem hún var, áður en pólitiskir flokkar geröu hana að vettvangi sinna eigin hags- muna, en hirtu minna um^afkomu verkamanna. Félagar! Látum ekki blekking- ar villa okkur sýn! Kjósum alltr Héðin Valdimarsson. Þá er fé- lagshagsmunum okkar vel borgið. x A Þorlákur Ottesen. Y\ úr milljón króna, það er um ein milljón króna á mánuði. Samstilling með Sjálfstæðisverkamönnum. Þegar okkur hafði tekízt aö fá Héðinn Valdimarsson til þess að verða í kjöri sent formann Dags- brúnar aö þessu sinni og vorunt aðundirbúa uppstillingu í stjórnfé- lagsins, kom starfsmaður Dags- brúnar, Alfreð Guðmundsson, til okkar, og ræddi um, hvort sam- vinna tækist um sameiginlega til- lögu um stjórn Dagsbrúnar á milli óháðra verkamanna og Sjálfstæð- isverkainanna. Sagði hann, að þeir muridu stilla upp einir, ef eklci næðist samkomulag á milli okkar, og taldi hann, að það gæti kostað hrun félagsins, ef 4 listar yrðu í kjöri í kosningunum, hver svo sem sigur bæri úr Ijýtum. Við vissum það, að þessi starfsmaður þótt ungur sé, hefur urinið fyrir félagið heiðarlega og drengilega, og það var hann, sem var rekinn í sumarfrí, til þess að hægt væri að ræna af félaginu útborguninni á Bretavinnunni. Þess vegna tók- um við til alvarlegrar athugunar tilmæli hans og varð það einróma álit okkar margra, er starfað hafa í áratugi fyrir félag okkar, að skyldan byði okkur að gera til- raun til þess að mynda nú sterka stjórn i Dagsbrún, því að ástandið i félaginu er á þessari stundu al- varlegra en svo, að slá ntegi á útrétta hönd, ef tryggja ’á forustu hinna hæfustu ntanna, Við settum nokkur skilyrði, til þess að tryggja það, að Dagsbrún yrði ekki notuð í pólitiskum til- gangi, meðal annars, að hvorugur hefði meirihlutaaðstöðu í stjórn- inni og var gengið að þessum skil- yrðum og ber samningur sá, er birtur hefur verið um samkomu- lagið, það með sér. Eg vil að geínu tilefni geta þess, að eg átti uppá- stungun um 5. mann á A-listari- um, Glaf Stefánsson, og er eg sanníærður um, að hann lætur ald- rei pólitísk viðhorf rugla sig í stéttalegum málefnum Dagsbrún- ar. Ef A-listinn ber sigur af hólmi í Dagsbrúnarkosningunum, þá verður aðalforustan í hendi Héðins Valdimarssonar, en gjald- keri félagsins verður Kristófer Grímsson, og hefur hann á hendi eftirlit með öllum fjárreiðum fé- lagsins. Eru þetta ekki sterkustu menn félagsins, hvor á sínum stað ? Dagsbrúnarmenn, þið fáið tæki- færið til þess að svara. Þið munið það, að það er A-list- inn, sem skapar sterka forustu í stærsta verkalýðsfélagi landsins. x A x A-listann! A>listinn verdnr kosinii- NGINN er lengur í vafa um það, að A-listinn verður kos- inn við kosningar þær, sem í hönd fara í Dagsbrún. Það eitt er enn í óvissu. hvort takast megi að safna svo rniklu og öruggu fylgi bak við hann, að félagið fái <>r- ugga og sterka stjórn. Skjaldborgin og kommúnistar reyna af öllum mætti að draga sem flest í dilka sína, á flokkslistana, B-listann og C-listann, til þess að veikja félagið og væntanlega stjórn þess. „Alþýðuflokkur- inn hefír ákveðið að höfða mál“! JfLÞÝÐUFLOKKURINN aug- ** lýsti það á forsíðu Alþbl. í fyrrad., aö hann hefði „ákveðið að höfða mál gegn Axel Guðmunds- syni verkamanni fyrir ummæli hans um starfsaðferðir flokksins í Dagsbrún. Með þessum ummælum hyggst flokkurinn að hylja sekt sína í augrim almennings fram yfir kosningarnar i Dagsbrún. Þegar þeim er lokið, er flokknum skyn- sanriegast að láta málið falla niður. Þetta cr sambærilegt við það, þegar flokkurinn auglýsti það, að ; liann hefði krafizt að sakadómari rannsakaði þjófnaðarmálin íDags- | brún í sumar. Litlu síðar var svo þýfinu skilað gegn því, aö öll , rannsókn i málinu félli niður. Al- þýðuflokkurinn var samt svo fínn 1 þá, að hann gat látið varaformann miðstjórnar Sósíalistaflokksins, á- samt óbreyttum dáta í Alþýðu- flokknum, bera kröfuna fram. Alþýðublaðið minnir líka á það að gamni sínu í sambandi við auglýsinguna um að' flokkurinn hafi „ákveðið að höfða mál gegn Axel GuðmundsiSyni,“ að flokk- urinn hafi lika höfðað mál gegn Héðni Valdimarssyni í sumar fyr- ir „þjófnaðaraðdróttanir“. Hafi þetta verið „svo rætnar aðdróttan- ir“, að Héðni hafi verið dæmt að greiða sekt fyrir þær. Blaðið kvartar samt yfir að „það verði i sannleika( !) að teljast harla væg refsing fyrir svo andstyggilegan vopnaburð.“ — Þessi orð Alþbl. eru vel skiljanleg, þegar þess er minnzt, aö flokkurinn auglýsti það í Alþbl. i sumar, að hann hefði „ákveðið aö höfða mál“ gegn Héðni Valdimarssyni og krafizt 10 þúsund króna bóta fyrir um- mæli hans. Héðni voru dæmdar 100 krónur! Dómarinn mun nefni- lega hafa talið ummælin hundrað sinnum réttmætari en flokkurinn sjálfur. , Tvær flugur á öngli kommúnista. KOMMÚNISTAR kalla lista sinn í Dagsbrún verkamanna- listann. Sannast mála ,r það, að því nær allir þeir, sem eru á list- anum, eru gamalkunnir og trúaöir kommúnistar og liafa verið það árum samán. Þeir eru fyrst og fremst kommúnistar, en fyrst þar á eftir „stéttvísir“ verkamenn og Dagsbrúnarmenn. Þetta vita verkamenn, flestir að minsta kosti. En um tvo mennina á listanum er nokkur undantekning, Sigurð Guðnason og Zophonias Jónsson. Þeir hafa fram að þessu fyrst og íremst látið verkamannasjónarmið ráða afstöðu sinni til mála. Þetta er verkamönnum kunnugt. Kornrn- únistar trúa þvi, að verkamenn muni líta svo á, að þetta sé enn. -> ursc ; Því setja kommúnistar þessa tvo menn efsta á lista sinn. Þeir vilja nota þá sem flugu á öngul sinn. Veslings fiskarnir eiga að halda, að þeir Sigurður og Zophonías séu lausir á öngliftum. Fn slikt væri hinn mesti mis- skilningur. Kommúnistar hafa stungið öngli sínum alveg i gegn- um þá Sigurð og Zophonías. Þeir geta ekki losað sig þaðan, hvað mikið sem þá langar til. Þeir geta ekki svo mikið sem spriklað á öngíinum öðruvísi en þeim er fyrir sagt. Þeir finna öngulinn standa i gegnum sig, og finnst líf sitt liggja við að vera þar þægir og góðir. . Enginn skyldi láta sér til hugar koma, að rífa þá af — og bezt er að narta ekki í þá. »Ein§ ogf Jon Ara§on«. JOÐVILJINN var lengi aö * tvístíga um það, hvort hann ætti að afneita því, að Kommúri- istaflokkurinn ætti þátt í dreifi- bréfamálinu eða l>regðast drengi- lega við og kannast við þaö, aö flokkurinn bæri ábyrgö á málinu. Nú finnst honum hann hafa*fund- iö diplomatiska miðlun í málinu: Eiginlega gerðu nú strákarnir þetta á sitt eindæmi og þeim varð ofurlítil skyssa á í málinu. En „það varð Jóni Arasyni líka, er hann var svo óvarkár að fara fámennur á fund Daða í Snóksdal — en hver mundi dirfast afe sví- viröa frelsisbaráttu hans fyrir þaö,“ segir Þjóðviljinn á þriöju- daginn var. — Þannig er þessi liðsbón til brezka setuliðsins orð- in „frelsisbarátta“ í Þjóðviljanum. Og kommúnistar hafa tekið allar „frelsishetjurnar" á lista sinn við Dagsbrúnarkosningarnar, ýmist í stjórn, aðrar „virðingarstöður“ eða í trúnaðarráð — að einni hetj- unni undanskilinni þó, og veit enginn, hvers hún á aö gjalda. Með þessu hvorutveggja hefur flokkurinn tekið á sig ábyrgð á málinu — og vörn og sókn í því. Hann gerir þetta bara að gamni sínu — á kostnað Dagsbrúnar. En hvað margir Dagsbrúnar- menn ætli að eigi kost á Breta- vinnu, ef þessar nýju frelsishetjur taka við stjórn í félaginu? Hvers vegna var Héðinn rekinn up Alþýðuflokknum? JU|EÐ HVERJU ÁRI sem líður veröur það ljósara hvers- vegna HéÖinn Valdimarsson var rekinn úr Alþýðuflokknum. Trúir nokkur maður því, að ef .Hjðinn Valdimarsson heföi verið í Alþýðuflokknum, að hann hefði látið það góðfúslega viögangast, að flokkurinn hefði það sér helzt til framdráttar, aö ræna verklýðs- félögin eigrium sínum, Alþýðuhús- inu, Iönó, Rauöhólum, Alþýöu- brauðgerðinni ? Ti'úir nokkur því, að Héðinn hefði samið við íhaldið um stórlækkun á kaupi verka- manna til þess að Alþýðuflokkur- inn fengi að lafa með í „þjóð- stjórn“, eins og flokkurinn gerði vorið 1939? Trúir nokkur því, að Héðinn hefði gengið fram i því að rupla og ræna Dagsbrún eins og Alþýðuflokkurinn hefur á all- an hátt reynt á s.l. ári ? Nei, Alþýðuílokkurinn þurfti að reka Héðin Valdimarsson til að flokkurinn gæti rekið þá svika- pólitík gagnvart verkalýðnum, sem hann hefur rekið síðustu misseri. Flokkurinn þarf líka að koma í veg fyrir það nú, að Héðinn verði formaður Dagsbrúnar til þess aö ná þeim tilgangi — sem flokkurinn hefur lengi haft —■ aö brjóta þetta sterkasta vígi verka- lýðsins niður að fullu. Vel á minnzt. jft LÞÝÐUBLAÐIÐ s.l. laugar- ** dag kallar Héðin Valdimars- son manninn „sem jós út pening- um Dagsbrúnar í blaðaútgáfu sína“. Það skal viðurkennt, að um það er Nýtt land var stofnað 1938 var samþykkt á Dagsbrúnarfundi aö leggja 1000 krónur fram af fé- lagssjóði til blaðsins. Alþbl. haföi þá tekið upp opinberan áróður gegn félaginu og öllum störfum þess, og varð fálagið að eiga ein- hversstaðar aðgang að blaði til að verja sig. Þetta er allt, sem Héðin Valdi- marsson hefur „ausið út pening- um Dagsbrúnar í blaðaútgáfu sína.“ En hversu mikið fé, sem var sjálfsögð og réttmæt eign Dagsbjrúnar, skyldi hafa gengið til Alþýðublaðsins árið 1940 eitt saman ? Hversu mörgum þúsund- um króna af peningum Dagsbrún- ar skyldi hafa verið ausið í Al- þýðublaðið alls? Það veit enginn, því að það fé hefur ekki veriö fengiö með löglegum samþykkt- um. En þaö er von að Alþýöublaðiö sjái ofsjónum yfir þessum 1000 krónum, sem Nýtt land fékk 1938 til þess að verja Dagsbrún fyrir ofstopa Alþýöublaösms. Þær krón- ur voru fengnar á frjálsan og heiðarlegan hátt. — Nýtt land öfundar hinsvegar Alþýöublaðið ekkert, þó að það hafi vafalaust fengið 100 sinnum meira fé frá Dagsbrún. Það fé hefur ekki verið þannig fengiö, aö Alþbl. sé öf- undsvert af. „Qæfa fylgdi störfum hans“. TVijEÐAN hann studdist viö ! gætni Jóns heitins Bald- vinssonar, Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, Haralds Guðmundssonar og Sigurjóns Á. Ólafssonar fylgdi gæfa störfum hans sem formanns Dagsbrúnar — og verkamennirnir fundu það.“ Svo segir Alþbl. uin- Héðin Valdimarsson s.l. mánudag. J Blaðiö er þó ekki svo forstokk- J að að þessu sinni, aö það . vilji neita Héöni þess sannmælis, að Dagsbrún hafi gerzt stórveldi i íslenzkri verklýðshreyfingu undir hans stjórn. En það vill bara þakka það samvinnu hans við brodda Al- þýðuflokksins. Rétt er að minna á þáö, aö þessarar sömu samvinnu naut eiunig Einar Björnsson, sem Skjaldborgin fékk kosinri formann Dagebrúnar s.l. ár. „Hann studdist viö gætni — Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, Haralds Guömundssonar og Sigurjóns Á. Ólafssonar“, eins og Héðinn áður. Menn skulu svo bera saman stjórn Iiéðins og Einars á Dags- brún og geta af þeim samanburði fengið nokkra hugmynd um það, hvaða hlutdeild Héðinn átti í gæfu Dagsbrúnar áður og hvaöa hlut- deild broddarnir ha.fa átt í henni. Hafi Jón heitinn Baldvinsson átt eitthvað i „gæfu“ Dagsbrúnar áö- ur, þá fylgir sú gæfa áreiðanlega ekki lengur broddum Skjaldborg- arinnar. Hitt þarf hinsvegar enginn að efa, að auglýsingastjóri Alþbl. „studdist við gætni — — Stefáns Jóh. Stefánssonar, Haralds Guö- mundssonar og Sigurjóns Á. Ól- afssonar" er sú „gæfa fylgdi störf- um hans“, að hann náði reiknings- haldinu vi,ð útborgun Bretavinn- unnar úr höndum Dagsbrúnar til hagsbóta fyrir Alþýðublaðið. Hamhleypur í Bretavinnunni. Frh. af’ 1. siðu. en Sigurður Guðmundsson sá, sem Skjaldborgin vill nú gera að fjár- málaritara Dagsbrúnar. Ekki er þó vel skiljanlegt, hvernig hann hefur kornizt til að vinna 15 stundir í Bretavinnu, jafnframt starfi sínu á Vinnumiðlunarskrifstofunni. Árni Árnason á Bergþórugötu 20, virð- ist helz.t vera 15 ára drenghnokki, og hlýtur hann að vera álitlegur til dugnaðar. En hverjir eru þessir leyndar- dómsfullu vinnuhestar, Sig. Tómas- son, Freyjugötu 10, og Siggeir Vil- hjálmsson, Laugavegi 69? Þessir menn virðast ekki finnan- legir í manntali Reykjavíkur 1940. Sig. Tómasson getur auðvitað ekki verið sami maðurinn og Sigurður Guðmundsson, fjármálaritaraefni Skjaldborgarinnar. Ekki ætti sá Sigurður að hafa farið að skipta um föðurnafn svona allt i einu, og auk ]>ess er hann fastur starfsmað- ur hjá Yinnumiðlunarskrifstofunm og óluigsandi, aö hann hafi unnið í Bretavinnu allt upp í 24 klst. á dag i eftirvinnu með skrifstofustörfun- um. Hinsvegar er líklegt, að Sig- urður Guðmundsson á Freyjugötu 10 geti gefið einhverjar upplýsing- ar um Sig. Tómasson Ní sama húsi, þegar líka má telja sennilegt, að þetta sé nafni hans. Siggeir Vil- hjálmsson getur heldur ckki verið samnefndur auglýsingastjóri við Alþbl.,, bæði af því að sá maður er sagður eiga heima i Hafnarfirði, og svo er honum ofætlun að vinna 109 klst. á viku í Bretavinnu, með auglýsingastjórn Alþbl., sem líklegt má telja, að hann hafi rækt mjög kappsamlega. En annars ætti aug- lýsingastjórinn að geta gefið upp- lýsingar um þenna alnafna sinn. Og sannarlega væri fróðlegt, að fá eitthvað fleira að vita um þessa afburða duglegu menn. Hver veit nema hér sé á uppsiglingu íslenzk Stakhanof-hreyfing, hvort sem sú hreyfing er eins og sú rússneska fólgin í miklum vinnuafköstum eða aðeins í því að þola sérstaklega langan vinnutíma (vonandi þó ekki bara skrifa langan vinnutíma). Svo væri enn fróðlegt að fá að vita: Hvernig stóð á því, að, reynt var að stroka þessi nöfn burt aftur? Það liefur þó ekki átt að breiða yfir nafn og númer á þessum vinnu- þ j örkum ? Voru þessi nöfn á upphaflegum vinnulista verkstjóraris, eða var þeim bætt við af þeim, sem tóku að sér eftirlitið með reikningshald- inu, Siggeiri Vilhjálmssyni og hjálparmönnum þeimr er hann hafði, meðan hann vann að eftir- liti sínu á Vinnumiðlunarskrif- stofunni ? Hversvegna var útreiknað kaup þeirra Sig. Tómassonar og Siggeirs Vilhjálmssonar dregið frá aftur? Vildu Bretar ekki borga? Þessi vinna hefur þó ekki verið útreikningur við Bretavinnuna? Fannst Bretum að þetta ætti aö greiðast af 1% fyrir útreikning-- ana? Var það ætlun auglýsingastjór- ans, að Bretar borguðu vinnulatm við útreikningana auk þessa eina prócents ? Eða hafði hann undirboðiÖ Dags- brún, er hann náði þessu af fé- laginu og hugðist vinna það upp á þenna hátt, að greiða sæmdar- mönnum sérstakt tímakaup? Þess skal getið, að ítrekaðar til- raunir hafa verið gerðar til að ná samritum þessum af starfsmanni Dagsbrúnar. Hvaða ástæða ætli að sé til þess ?

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.