Nýtt land - 07.03.1941, Page 1
ÚTGEFANDI:
Jafnaðarmannafélag
Reykjavíkur.
Félagsprentsmiðjan
hJ.
NYTT LAN D
Ritstjóri:
Arnór Sigurjónsson,
Sími 1019.
AFGREIÐSLA:
Hafnarstræt 21.
Sími 5796.
LV. ÁRG.
REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 7. MARZ 1941.
10. TBL.
BÆKUR
Fjögur erindi
um íslenzkt mál.
TPjESSI fjögur erindi hafa áSur
veriö flutt í útvarpi, en eiga
engu aö síöur erindi á prent. Er
þetta ekki sagt fyrir það, að sá,
er þessar línur ritar, sé höf. þess
að öllu samþykkur um meðferð
og kennslu íslenzks máls. Hitt
mundi nær sanni, að ef það mál
yrði vandlega rætt, mundi hann
greina á við þá um mjög mikilvæg
atriði í því máli. En í þessu litla
kveri er ekki fyrst og fremst um
það rætt, heldur gætir þar mest
ádeilu á það, hvernig með islenzkt
mál er farið nú, og er sú ádeila
ýmist réttmæt eða réttlætanleg.
Fyrstu erindin tvö, Mál og mál-
leysur eftir Sveinbjörn Sigurjóns-
son, eru því nær öll ádeila á
slæma meðferð íslenzks máls í
þýðingum. Þessi ádeila er rétt, og
mjög vandlega gerð. Vel má vera,
að ýmsum þyki það harðleikið,
að Sveinbjörn sæki dæmin um
ambögur í nútíma bókmáli ís-
lenzku í fáa staði. En ekki verður
að því fundið, að hann ráðist á
lítilmagna, því að aðallega snýst
gagnrýni hans — óbeint að vísu
— að fjöllesnasta blaði landsins
og einhverjum hinum vinsælustu
unglingabókum, Verður ekki ann-
að um þetta sagt, en að hér sé rétt,
vel og drengilega valinn skot-
spónn. Það er auðvitað og sjálf-
sagt, að beina ádeilum þangað,
sem búast má við, að málspilling-
in verði skaðvænust í áhrifum sín-
um. Annars er ekki því að neita,
að víðar er pottur brotinn en á
þessum stöðum, enda er það frarn
tek.i'ð af Sveinbirni.
Af almennum athugasemdum
Sveinbjarnar um íslenzka málrækt
þykir sérstök ástæða til að benda
á það, sem hann segir um málfar
og stíl þeirra Þórbergs Þórðarson-
ar og Halldórs Kiljan Laxness.
Þó að þar sé aðallega bent á hin
neikvæðu áhrif, sem þeirra málfar
og stíll hefur haft á íslenzkt mál,
og jafnvel í mesta lagi úr gert,
eru athugasemdirnar algerlega
réttmætar og geta verið hverjum
sannsýnum manni til skilnings-
auka á þessu máli. Það er laukrétt,
að málfar þeirra Þórbergs og
Halldórs getur veriö háskalegt ís-
lenzku máli, ef það er gagnrýnis-
laust tekið til fyrirmyndar af
bögubósum, því að vissulega er
ýmislegt hættulegt til við það. En
þess er þá jafnframt að gæta, að
við getum ekki gert tungu okkar
að göfugu máli, nema við sýn-
um bæði djarfræði og alúð í með-
ferð okkar á henni. Hjá þeim Þór-
l>ergi og Halldóri gætir að yfir-
varpi meir djarfræðisins — og er
það helzt eftir þeim tekið — en þó
eru þeir um leið alúðarmenn um
islenzkt mál.
Erindi Bjarnar Guðfinnssonar
er yfirgripsmest, og þar kennir
flestra grasa. Þó að Björn sé bráð-
ungur maður, ,hefur hann gerzt
forystumaður um islenzka mál-
vernd. Áhrifa hans gætir nú þeg-
ar furðu víða, og er margt gott
um þau að segja. Hann vill hefja
íslenzka tungu og íslenzka sögu
til meiri vegs en orðið er, bæði í
skólum landsins og almennt. Þetta
ER rétt. En Björn Guðfinnsson
má vandlega gæta þess, að hann
leggi ekki kalda hönd á heitt
hjarta. Hann verður að gæta þess,
að gera ekki vald formúlunnar of
mikið í íslenzku máli. Af kennslu-
■bókum lians verður það auðveld-
lega ráðið, að honum mun mjög
til þess hætta, að leggja of ríka
áherzlu á málfræðilegar skilgrein-
íngar. Ekki skal hér nein fordæm-
Frh. á 4. síðu.
Stefna „þjóðstjórnarinnar"
í sjálfstæðismálinu er nú
Q ÍÐAN Nýtt land kom út síð-
ast, hafa þau tíðindi gerzt, að
telja má að stefna ríkisstjórnarinn-
ar í sjálfstæðismáli þjóðarinnar sé
nú komin í leitirnar. Þó er það
svo, að raunar hefur stjórnin valið
þá leið til að birta stefnu sína í
þessu máli, sem kalla mætti, svo
að orð séu tekjn af tungu Her-
manns Jónassonar konungs og
forsætisráðherra, „hina áhættu-
lausu leið.“ En stefnuna mætti
kalla ,,að-svo-stöddu“-stefnuna, og
þá er henni fylgja „að-svo-
stöddu“-memi.
Stefna þessi hefur komið fram
i tveimur ritgerðum um sjálfstæð-
ismálið. Er önnur þeirra eftir Jó-
hann Þ. Jósefsson og birtist í Vísi
27.—28. f. m., en hin eftir Her-
mann Jónasson, og birtist hún í
Tímanum 4. þ. m. Grein Jóhanns
heitir „Eigutn við að standa við
gerða samninga?“ og má af fyr-
irsögninni ráða það, hver stefnan
er. Hermann velur sinni grein
hlutlausa fyrirsögn. „Sambands-
mál —,Sjálfstæðisnfál.“ En stefn-
una vill hann marka þannig, að
það sé, eins og hann kallað það,
„áhættulaus leið“, sem farin verð-
ur, og er hún í því fólgin að hafa
ast ekkert að, sem mark verður
á tekið.
í báðum þessunt greinum er það
■tekið fram, að ékki sé talað í um-
boði ríkisstjórnrinnar, og jafnvel
ekki í nafni þeirra flokka, sem
höfundar þeirra eru fulltrúar fyr-
ir. Báðir þeir, sem greinarnar
skrifa, telja sig rita þær sem ein-
staklingar, og er önnur greinin
sögð birt til þess, „að menn fái
meiri yfirsýn um málið en unnt er,
er það er aðeins túlkað frá einni
hlið“ (H. J. Tírninn 4. þ. m.), en
hin af því, að ekki sé hægt að
neita þessari „hóísömu og vel
sömdu grein“ um rútn í blaði (Vís-
ir 27. f. m.) En fyrir það eitt er
þetta fram tekið, að velja á „á-
hættulausa leið“ fyrir flokkana til
þess að leggja málið fram. Her-
mann einn er lagður í hættuna.
Hefur honum nú farið eins og Há-
koni hinum góða, er hann háði
sína siðustu orustu á Stað á Fitj-
um og Eyvindur Finnsson hafði
sett hött yfir hjálm hans, svo að
hann væri eigi auökenndur í or-
ustunni, að hann treystist ekki til
að dyljast eftir að spurt var:
„Hvar er nú gullhjálmurinn?“
En eftir því sem ritstjóri Nýs-
lands hefur spurnir af haft, er „að
svo stöddu“ miklu meiri hluti
þingmanna í Sjálfstæðisflokknum
og Framsóknarf|okknuin fylgj-
andi þeirri stefnu, er þeir Jóhann
og Hermann hafa lýst, stefnunni
„að svo stöddu“. Eftir þeim frétt-
um, sem réttastar eru haldnar um
þetta, eru aðeins þrír þingmenn
Sjáffstæðisflokksins ráðnir í aið
taka upp aðra stefnu í málinu, en
Jóhann hefur lýst, og er þó ekki
talið fullvíst, hvaða hald sé í þeim
mönnum um þessi efni. Þessir
menn eru: Pétur Ottesen, Gísli
Sveinsson og Sigurður E. Hliðar,
er fór með ákveðin fyrirmæli um
sína stefnu að heiman. Nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
munu með öllu óráðnir í málinu
„að svo stöddu". Meðal þessara
manna eru t. d. Árni Jónsson frá
Múla, sem eftir greinum hans í
Vísi virðist nú helzt vilja eyða
f ram rkomin.
i
sjálfstæðismálinu með því að
blanda inn í það deilu um kjör-
dæmamálið.
I Framsóknarflokknum eru
hinsvegar taldir fimm þingmenn,
sem vilja fara þá leið í sjálfstæð-
ismálinu, sem Hermann kallar „á-
hættuleiðina“. Eru það þeir Jónas
Jónsson, Jörundur forseti, Bjarni
á Laugarvatni, Sveinbjörn Iiögna7
son og Helgi Jónasson. Um Jónas
er því mjög fram haldið á laun,
og það jafnt af Framsóknarmönn-
um, Sjálfstæðismönnum og Al-
þýðuflokksmönnum, að fyrir hon-
um vaki ekki annað með málinu
en nota það til lýðskrums og per-
sónulegs framdráttar, og muni
hann brátt kúvenda í málinu líkt
og í Kveldúlfsmálinu 1937. Vissu-
lega hefur Jónas gefið mörg högg-
færi á sér til þessa umtals, bæði
með því að blanda inn í málið ým-
islegu lýðskrumi — jafnvel öðrum
málum, sem aðeins eru lýðskrums-
mál — og beita í málfærslu sinni
ýrnsu, sem vel mætti skoða sem
falsrök, En þrátt íyrir þetta verð-
ur ekki gert ráð fyrir öðru hér, en
að í þetta sinn sé honum einlægni
uin málstaðinn. Og líklegt þykir,
að sá málstaður hafi miklu meira
fylgi i miðstjórn Framsóknar-
flokksins en í þingflokknum. Um
hina þingmennina er það að segja,
að Jörundur forseti hefur frá því
að liann hóf pólitísk afskipti ver-
ið hinn skeleggasti í sjálfstæðis-
málinu, en Sveinbjörn og Helgi
eru kappsmenn miklir, og Svein-
björn mesti málafylgjumaður
flokksins þeirra manna, er nú sitja
á þingi. Gera má því ráð fyrir, að
málstaður þessara manna megi sin
betur á flokksþingi Framsóknar-
manna, er kemur saman í næstu
viku. Er því ólíklegt,' að flokkur-
inn taki opinberlega upp aðra
stefnu i málinu, fyrr en eftir það,
að fulltrúarnir á flokksþinginu
eru aftur komnir heim til sín.
Sjálístæðisflokkurinn hefur
hinsvegar engan þvílíkan hita í
haldi. og er því lítils af honum
að vænta í sjálfstæðismálinu, ann-
ars en þess, að hann reyni að feta
hina „áhættulausu leið“ „að svo
stöddu.“
Alþýðuflokkurinn mun allur í
þvi ráðinn að fylgja „að-svo-
stöddu“-pólitikinni.*)
Þetta er nú það sem næst verð-
ur komizt um afstöðu „þjóðsjórn-
arflokkanna“ til sjálfstæðismáls-
ins. Ef hér er frá einhverjú sagt
öðru vísi en rétt reynizt, þykir
skylt að leiðrétta þflð síðar, ef
betri heimíldir verða fáanlegar.
*) Kommúnistar haía sagt eitt í
gær og annað í dag um málið. í
gær var í Þjóðviljanum löng rit-
stjórnargrein, eftir áb-ritstjórann.
Af hertni má ráða, að Kommún-
istar séu nú ráðnir í að taka
„stefnu“ Jóhanns Þ. Jósefssonar,
að hafa landið til ráðstöfunar við
friðarsamninga, þar sem vonast er
eftir að Rússar og Þjóðverjar
skipti heiminum milli sin. Talar
Þjóðviljinn háðslega um þá menn,
re skeleggir vilja vera í sjálfstæð-
ismálinu og segir „sjálfstæðis-
þvaður þessara manna — hina
auðvirðilegustu blekkingartil-
raun“, og hæðist að því, að „hin
mikla „djörfung“ þeirra (sé) í þvú
fdlgin, að vilja skilja við Dani ’
1941 í staö 1943“. Hann talar og.
margt um nauðsvn lýðræðis með
breyttri kjördæmaskipun. Er það
sýnt, að tilgangurinn er að reyna
að kæfa sjálfstæðismál þjóðarinn-
ar í lýðskrumi — og bíða svo
Rússanna.
En annars er a. m. 1. með þetta
farið sem leyndarmál af „þjóð-
stjórnar“-flokkunum.
En um afstöðu stórþjóðanna eða
fyrrverandi sambandsríkis okkar
til sjálfstæðismálsins, er það helzt
að segja, að „þjóðstjórnin" hefur
raunverulega ekkert gert til þess
að kynna sér það, hvernig sú af-
staða muni vera. Hinsvegar munu
einhverjar óljósar orðsendingar
hafa komið frá fulltrúum Banda-
ríkjanna og Bretaveldis hér, og
heíur siðan eitthvað verið reynt
til að túlka þær eins og fornar vé-
fréttir, án þess að stjórn eða þing
muni hafa að nokkurri niðurstöðu
komizt um það, hvað þær muni
raunverulega gilda. Ein túlkun
kom í Þjóvðiljanum hér um dag-
inn á einni slíkri véfrétt* 1 frá
Bandaríkjunum, og vakti hún mik-
ið umtal. En það veit nú enginn
frekar en þá, hvort nokkurt mark
er takandi á véfréttinni eða túlk-
uninni.
í þessu tákni stendur nú sjátf-
stæðismál okkar undir merki
„þjóðstjórnarinnar".
Um ritgerðir þeirra Jóhanns og
Hermanns er það að segja, að ekki
hefur enn unnizt tími til að taþa
þær til vandlegrar gagnrýni. En
Nýtt land telur skylt að gera það
í næstu blöðum. Unr þessar grein-
ar er það annars gott að segja, að
þær eru á yfirborðinu alvarlega
ritaðar, og það er að vissu leyti’
mjög gott, að rök „að-svo-stöddu“
mannanna komi sem skýrast fram.
En mest virðast greinar þessar
orðaflækjur, og farið fram hjá
kjarna málsins. Um málið verður
ekki rætt að gagni nema menn
geri sér fullkomlega ljóst, hvar
þjóðin er stödd og ræði um það
hispurslaust, án þeirrar tæpi-
tungu, lýðskrums, málaflækju og
uppgerðar-vanþekkingar og „sak-
leysis“, sem „þjóðstjórnin“ og
„að-svo-stöddu“-mennirnir jhafa
upp tekið.
Frá 111 löml iiBii
Við Miðjarðarahaf
austanvert.
Tþ ESSA VIKU hefur undirbún-
™ ingur Breta og Þjóðverja und-
ir átökin við austanvert Miðjarð-
arhaf þótt mestum tíðindum sæta.
Anthony Eden, utanríkismálaráð-
herra Breta og John Dill, yfirmað-
ur herforingjaráðsins, hafa alla
vikuna dvalið í Ankara og Aþenu
og rætt við tyrklieska og gríska
herfóringja um það, hvetnig mæta
eigi sókn Þjóðverja þangað suður.
í brezkum fréttum er sagt frá á-
gætum árangri af förinni og full-
komnu samkomulagi, og lýst mikl-
um fögnuði Tyrkja og Grikkja í
móttökunum, sem þessum ensku
forystumönnum eru veittar. Er og
sagj, að Grikkir muni berjast til
úrslita og Tyrkir muni berjast við
Þjóðverja, ef á Grikkland er ráð-
izt.
En jafnframt þessu hafa Þjóð-
verjar hernumið Rúmeníu, án
nokkurrar mótstöðu þjóðarinnar,
sem mörkuð verður. Er þýzkt her-
lið nú óðuin að búa um sig í
Búlgaríu. Virðist svo, að aðallið-
inu sé beint til grisku landamær-
anna og þó nokkru að þeim tyrk-
nesku, til þess að halda Tyrkjum
i skefjum og vera þar við öllu
búið.
Það heíur vakið eftirtekt, að
Rússar hafa lagt mikla áherzlu á
að lýsa vanþókaiun sinni á fram-
ferði Búlgara. Hafa ýmsir viljað
draga af því þá ályktun, að þeir
muni vilja tefja sókn Þjóðverýa
suður að sundunum milli Svarta-
hafs og gríska hafsins. Muni það
og hafa áhrif á afstöðu Jugoslava,
sem mjög getur ráðið um endir á-
takanna á Balkan. En óliklegt er,
'eftir ýmsu öðru, er fram hefir
komið í seinni tíð, að taka beri
þessa yfirlýsingu Rússa alvarlega.
Fréttir frá Jugoslaviu verða held-
ur ekki auðveldlega túlkaðaar á
annan hátt en, þann, að þar verði
engin tilraun gerð til að reisa rönd
við yfirgangi Þjóðverja. Er það
meðal annars eftirtektarvert, að
Eden og Dill fara ekki til Bel-
grad, og hefði þó verið til þess
gild ástæða, ef nokkur von hefði
þótt til þess, að Júgoslavar mundu
vinnast til bandalags.
Hinsvegar má búast við, að ef
Bretar fá óskorað liðsinni Tyrkja
og Grikkja, að þeir geti komið
mikilli orku við að verjast þessari
Frh. á 4. síðu.
AÐALFUIDUR
Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur.
jfÐALFUNDUR JafnaSarmannafélags Reykjavíkur verður hald-
inn í Hafnarstræti 21 uppi nk. mánulagskvöld og hefst kl. 8.30.
— Auk aðalfundarstarfa mun HéSinn Valdimarsson ræða um sjálf-
stæðismálið.