Nýtt land - 07.03.1941, Blaðsíða 2
Föstudaginn 7. marz 1941.
NÝTT LAND
Frumvarp til laga um
nýja prestakalla-
skipun.
T AGT hefur veriö fram á Al-
“ þingi frv. um nýja skipun
prestakalla. Hafa tveir l>iskupar
samið frumvarpiS, og er því hér
um að ræöa tillögur frá „mátt-
vöklum kirkjunnar'*. Tillögurnai'
hafa samið Sigurgeir Sigurðsson
biskup og Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup.
Samkvæmt; þassum tillögum
biskupanna ’ eða „prestakallaskip-
unarnefndargreinargerðinni“, eins
og þeir kalla plagg sitt, skulu
prestaköllin voru 107. En þau
eru 113, er þetta frumvarp
kemur fram, og leggja þeir
því til, að prestaköllum verði
íækkað um sex (átta lögð niður,
tveimur við bætt). Af þessum 107
prestaköllum ætlast „prestakalla-
skipunarnefndin“ til þess, að 12
verði „kennsluprestaköll", eða
presturinn sé jafnfrmt barnakenn-
ari sveitar sinnar, en í 20 presta-
köllum öðrum annist prestafrnir
kristindómsfræðsluna.
Um þetta mál er annars það að
segja, að eins og sakir standa fer
því alls fjarri, "áð fullt verkefni
sé fyrir 107 presta i landinu. Fjöldi
prestanna, sem nú- eru, hefur ekki
hálft mannsverk, hvað þá meira í
embætti sínu. Það má vel vera, að
þetta sé fyrir trúleysi og vonzku
tímanna, að menn hafi. hætt að
sækja til prestanna "það, sem þó
mátti vel til þeirra sækja. En það
stafár líka af því, að allmikið af
þeim störfum, sem prestarnir
höfðu áður, er nú unnið af öðrum,
•og önnur störf þeirra er nú auð-
veldara að vinna fyrir greiðari
samgöngur, en þá voru, er núgild-
andi prestakallaskipun var sett.
Ef ráða ætti þessu máli til lykta
eftir skynsamlegum ástæðum,
mundi prestum verða fækkað
mjög frá því sem er, a. m. k. svo,
að þeir yrðu ekki fleiri en lækn-
ar. Með þessu mundi margt vinn-
ast. Má meðai annars nefna það
til, að þá gæti ríkið án þess að
verja meira fé til kirkjumála, en
nú er, launað presta svo, að þeir
þyrftu ekki að leita sér annarra
starfa til lífsframfæris, og gætu,
ef þeir hafa tíma afgangs frá
störfum sínum, sem vel getur orð-
ið, þó að þeim verði fækkað um
helming, varið honum eftir hug-
þokka sínum, annaðhvort til
menntunar sér, vísindastarfa eða
menningarlegra félagsstarfa. Við
mundum á þann liátt að vísu fá
fámennari klerkastétt, en beinni í
baki og vafalaust miklu áhrifa-
meiri en nú, þegar fjöldi prestanna
sligast undir lífsönninni (við
annarleg störf) án þess, að geta
rækt starf sitt, svo að vel sé. Það
gæti og jafnvel svo farið, að með
þessu gætum við ekki aðeins laun-
að prestunum svo miklu betur en
nú er, að þeir gætu aftur orðið
Gömulj reynsla
- - og gleymd?
■p KKI þarf glöggskyggnan
mann til þess að sjá, að í fjár-
málum okkar íslendinga endur-
tekur sig sagan úr stríðinu 1914—
18 furðu nákvæmlega. Svo er það
a. m. k. urn flest það, sem þegar
er fram komið. Munurinn er sá
niestur, að allt gerist nú með
nokkru skjótara hætti og stórfeng-
legra. Verðhækkunin — eða raun-
verulegt gengisfall peninganna —
hefur nú orðið enn skjótara og
meira en fyrr.1 í kjölfarið hafa
komið og hljóta að koma kaup-
hækkafiir og launahækkanir. Og í
kjölfar þess hlýtur að koma taps-
rekstur hjá bæjarfélögum og ríki
— eða stórkostlega aukin tekju-
öflun. Allt hlítir þetta lögum, sem
ekki verður farið í kringum, nema
þá rétt í bráð. Og því er það fyr-
irsjáanlegt, sem enn er ókornið
fram af reynslu fyrra stríðsins, eí
menn vilja ekki dylja sig reynsl-
unnar.
Enn hefur hagur bæjarfélagi
anna og ríkisins* ekki hallazt,
heldur jafnvel hið gagnstæða.
j Þetta er fyrif sérstakar ástæður,
sem breyta engu um það, sem
verða vill. Það- stafar að nokkru
leyti af þvi, að launagreiðslur hafa
enn ekki hækkað nándar nærri
því, er nemur annarri verðhækk-
un, og leiðir það til þess eins, að
sú skriðan fellur enn hraðar, þeg-
ar hún fer af stað. Vegna aukinn-
ar atvinnu hefur og fátækrafram-
færi létzt í bæjunum og opinber
gjöld greiðzt betur. En þeim bata,
sem af þessu hefur stafað, er lok-
íð. Og greiðari greiðslu opinberra
gjalda og tolla má beinlínis skoða
sem svo, að tekin hafi verið inn-
stæða til eyðslu.
Þessu var að sumu leyti líkt
háttað í fyrra stríðinu. Og í lok
þriðja stríðsársins (almanaksárs-
nis) 1916 var hagur rikis og bæj-
arfélaga enn með ágætum. Það ár
hækkuðu tekjur pg gjöld ríkisins
nokkurn veginn jafnt frá áætlun,
og tekjurnar þó meira, eða jír
2074 þús. kr. i 3268 þús., þar sem
gjöldin hækkuðu frá áætlun úr
2235 þús. kr. í 3125 þús: kr. Það
„menningarfrömuðir“, eins og þeir
hafa oft verið áður, heldur fengj-
um við einnig nokkuð fé laust til
þess að koma menningarbrag á
sjálfar kirkjurnar, sem við eigum
vitanlega að fækka mjög stórkost-
lega, eftir það að samgöngur eru
nú orðnar greiðari en verið hefur.
En það, að skynsamleg úrlausn
fengizt á þessu máli, hefur rekið
sig á tvennt. Fyrst heimskulegt og
sérgæðingsíegt íhald prestanna
sjálfra. Sjáandi sjá þeir ekki og
heyrandi heyra þeir ekki, að kirkj-
an er að verða dauðamerkt stofn-
un í höndum þeirra, 'lítið meira en
fulltrúi aldagantals íhalds, við-
haldandi barnalegum hégiljum.
Það er líka svo komið, að þegar
menn tala máli kirkjunnar yfir-
drepslaust vilja þeir helzt l>enda
á það gildi hennar, sem hún hef-
ur haft á löngu liðnum tíma. —
f „prestakallaskipunarnefndar-
greinargerðinni" er t. d. letrað
breyttu letri: „Prestssetrin voru
menningarsetur." Þótt að við sébætt
óbreyttu letri, að „þannig sé það
Víðast enn á landinu", verður auð-
veldlega lesið milli línanna,aðslíkt
er sagt meira af löngun til að
segja það en vitund um að það sé
rétt. Þess eru líka mörg dæmi,
að prestssetrin, sem eru mestu
vijdisjarðir sveitanna, eru svo nið-
urnídd, að það er 'beinlínis til sví-
virðingar, ekki aðeins kirkjunni
sem stofnun, heldur þjóðinni í
heild. Þess eru líka dæmi, að
kirkjurnar 1 eru ekki betur um
gengnar en reiðingaskemmur og
prestarnir eru — jafnvel mjög
margir — hinir andstyggilegustu
pokaprestar. Og þetta er mest fyr-
ir það, að fyrir kirkjuna hér á
landi hefur á seinni árum verið
búið af stjórn sjálfrar hennar,
eins og af bónda, sem setur af hé-
gómlegum metnaði of margt á
fóður á hverju hausti, og lætur
peninginn hrikta á horriminni á
hverju vori, og hefur. ekki fullar
uytjar af nokkurri skepnu.
Hin er önnur ástæða, að' þeir,
sem einu sinni hafa náð í einhvern
pokaprest, vilja venjulega í „prest-
inn“ halda af einhverjum hégóm-
legum sveitadrætti og metnaði.
Það er sjaldan — þó að til vilji
— af því að mönnum þyki hætis-
hót í prestinn varið, heldur er það
venjulega af allt öðrum ástæðum,
íhaldssemi, vegna þess að menn
trúa því, að presturinn muni þó á
endanum borga sæmilega til sveit-
ar, vegna þess að aðrir hafi kom-
ið upp með það að „taka af þeim
prestinn“ o. s. frv.
Það sem þvælzt hefur fyrir því
að skynsamleg laus gæti fengizt
á þessu máli hafa þeir prestakalla-
skipunarnefndargreinargerðartil-
lagnahöfundarnir gert að sínu
Hliðskjálfi og Breiðabliki. Presta-
kallaskipunarnefndargre'inarniiður-
staðan er eftir þvi.
Vafalaust nær hún fram að
ganga á því Alþingi, sem nú situr.
T"' " —;-------<1------—7
ár var því lítilsháttar tekjuaf-
gangur, 143 þús. kr. i stað tekju-
halla á fjárlögu'm (eða áætlun)
ársins.
En næsta ár, 1917, varð á þessu
gjörsamleg breyting. Tekjurnar
hækkuðu að vísu það ár enn frá
áætlun, um þriðjung, eða úr 2134
þús. kr. í 3360 þús. kr. En gjöldin
hækkuðu langsamlega miklu mefra
frá áætlun, eða úr 2262 þús. kr. í
Í3858 þús. krónur — HVORKI
MEIRA NÉ MINNA EN SEX-
FALT. Þetta var að vísu sumt
fyrir sérstakan kostnað og stór-
framkvæmdir, eins og stofnun
Landsverzlunar o. fl. En hvort-
tveggja er, að, óliklegt má telja,
að við sleppum með öllu við að
gera einhverjar stórkostlegar ráð-
stafanir nú, og svo var þessi stór-
kostlega hækkun útgjaldanna frá
áætlun ekki nema að nokkru leyti
fyrir þær ráðstafanir. Yfir hallann
á ríkisbúinu 1917 var breitt með
því að taka að láni um 11 millj.
ogf 3°° þús- kr., og var það ó-
heyrilega mikil lántaka á þeim ár-
um — eins og peningagildið var
þá og geta þjóðarinnar.
En með þessu var sögunni ekki
lokið. Árið 1918 hækkuðu tekjurn-
ar að vísu heldur ljúfara frá áætl-
un en árinu áður, eða úr 2341 þús.
kr. í 3903 þús. kr„ og gjöldin
hækkuðu þá ekki fullkomlega eins
frá því er áætlað var — ekki nema
tæplega fjórfalt, úr 2649 þús. í
10193 þús. En það ár var ekki ráð-
izt í nein stórfelld ný úrræði, og
landsverzlun og skipaútgerS ríkis-
ins farin að skila miklum tekjum.
Það ár var því raunverulega enn
verra fyrir ríkisbúskapinn en ár-
ið 1917. Enn var ríkissjóðnum
bjargað frá greiðsluvandræðum
með stórkostlegum lántökum,
rúmlega 6,5 millj. kr. (6585 þús.
kr.).
Fyrsta árið eftir stríðið, 1919,
heídur þessari sömu sögu enn á-
fram. Alþingi gerði sér enn enga
grein fyrir því, hvert stefndi með
fjármálin, og voru fjárhagsáætl-
anir þess fyrir ríkið (fjárlögin)
jafn fráleitar og áður. Tekjumar
það ár voru áætlaðar 2422 þús.
kr. á fjárlögum, en urðu 11926
þús. kr. auk lána (4,5 millj. kr.)
og óreiðuskulda (267 þús. kr.),
sem mynduðust á árinu, og hækk-
uðu tekjumar því nærri fimmfalt
frá áætlun. Rétt er þó að geta
þess, að af þessari hækkun tekn-
anna eru tæp 2800 þús. kr. endur-
greiðsla frá Landsverzluninni
(greiðsla af láni ríkisins til Lands-
verzlunarinnar) og 739 þús. vextir'
Harold J. Laski:
Hvað þurfum við að gera ?
Forspjall.
T ASKI er einn af þekktustu for-
“ vígismönnum verkalýðshreyf-
ingarinnar í Bretlandi. Hann hef-
ur nýlega birt bók, sem hann
kallar: Where do we go from
Here ? og ræðir í henni viðhorf
brezku alþýðunnar til stríðsins.
Birtum Við hér nokkra kafla úr
siðari hluta bókarinnar.
I fyrrihluta bókarinnar rekur
hann aðdraganda styrjaldarinnar,
uppgjöf eignastéttanna fyrir fas-
istunum og undanhald þeirra fyr-‘
ir fasistaforingjunum í Bretlandi
sjálfu.
Fasisminn er vald útlaganna i
þjóðfélaginu. Tilgangur þeirra er
valdið sjálft, að áliti Laskis. Fas-
istarnir geta ekki byggt þjóðfélag
að lögum, né grundvallað á nein-
um siðgæðisverðmætum, þar sem
rétturinn myndi eyðileggja vald
þeirra — útlaganna, og drottnun
siðgæðisverðmætanna myndi tor-
tíma þeim, þar sem hin algjöra
neitun þeirra á þeim verðmætum
hefur fært þeim völdin.
I * t
Hvað þurfum við að gera?
fk AÐ er ekki svo auðvelt, að
u taka sér áhorfendastöðu í
þeiin ástriðuþrungnu atburðum,
sem nú eru að gjörast. Samt er
þýðing þeirra augljós, þegar upp
á sjónarhólinn er komið. Við er-
um komnir að byltingartimabili í
sögu menningar okkar, vegna þess
að pólitískar stofnanir okkar —
stjórnmálaskipulagið — er komið
í mótsögn við möguleika og fram-
farir atvinnulífsins. Framfarir vís-
indanna hafa skapað okkur mögu-
leika lífs í margfaldri velmegun á
við það sem er nú. En til/
þess að geta komið þeirri
velmegun í framkvæmd, þá
þurfum við byltingu — ekki sízt
á sviði alþjóðamálanna —, bylt-
ingu á stjórnmálaskipulaginu og í
hugsunarhætti. Milli allsnægtanna
og þeirra breytinga, sem fram-
leiðsla þeirra heimtar, standa hin-
ir arfgengu hagsmunir sérrétt-
indastéttanna, sem hræðast af-
leiðingar bylingarinpar fyrir sig.
Hámarki sínu nær þessi hræðsla,
þar sem hún hefur leitt til upp-
gjafar fyrir fasistaforingjunum.
Til þess að varðveita vald sitt,
hafa þeir svo orðjjþ að ráðast gegn
sérréttindum annarsstaðar, í þeirri
von að sigurvinningarnir tryggi
þeim völdin um alla framtíð. En
það, hvernig fasistarnir hafa ráð-
izt gegn þessari sérréttindaað-
stöðu, og það á því augnabliki,
sem þeir hafa valið, hefur leitt þá,
sein sérréttindin verja, til þess að
sameinast fjöldanum i baráttunni
gegn þeim. Þetta á Við um okkur.
Hingað til hafa fasistarnir unnið
mikla sigra. í Evrópu er það
Stóra-Bretland eitt, sem heldur á-
fram baráttunni gegn þeim.
Það er augljóst, að eigi Stóra-
Bretland að geta unnið stríðið, þá
verða leiðtogar þess að leysa þrjú
stórkostleg verkefni. í fyrsta lagi
verða þeir að þrauka andspænis
fjandmanni, sem fyrst í stað get-
ur beitt fyrir sig meiri styrkleik.
Geti þeir þraukað, kemur að því,
að þeir verða að snúa vörninni
upp í sókn, þeir verða að sýna
heiminum fram á ósigur fasist-
anna í framtíðinni, en hingað til
hefur hann aðeins séð þá sem sig-
urvegara. Og til þess að sigurinn
verði algjör og varanlegur, verða
þeir í þriðja lagi að fá fórnardýr
fasismans, þar á meðal þjóðir ít-
aliu og Þýzkalands, til þess að
berjast gegn fasistunum, þrátt
fyrir það, þótt þessir menn hafi
beðið ósigra og verið brotnir á
bak aftur. Þeir verða að vinna
styrjöld með því að framkalla
byltingu.
En byltingin, sem verður að
framkalla, og er eitt höfuðskilyrði
sigursins, getur því aðeins heppn-
ast, að hún sé tengd sínum sögu-
legu möguleikum. Það verður eng-
in bylting, ef leitast verður við að
framkalla hana til þess eins að
varðveita brezka1 sérhagsmuni fyr-
ir ítalsk-þýzkum árásum, sem all-
ir eiga sér rætur í deyjandi hag-
skipulagi. Ennfremur er ekkert
og hagnaður frá Landsverzlun og
eimskipum ríkisins. Gjöldin hækk-
uðu frá áætlun úr 2808 þús. kr. í
16693 þús. kr. en af þessu eru
10629 þús. kr. greiðslur af lánum
undangenginna ára, en þau lán
voru raunverulega bráðabirgðar-
lán.
Enn heldur þetta áfram 1920 og
1921. Árið 1920 voru tekjurnar á-
ætlaðar á fjárlögum 5429 þús. kr.
en urðu 13640, auk þess sem þá
var tekið 3 millj. króna lán, „inn-
anrikislánið", til þess að mæta
tekj'uhalla. Gjöldin Voru áætluð
á fjárlögum 5164 þús. kr. en urðu
166640 þús. kr. en að vísu var þá
greitt af lánum og lagt fram til
Landsbankans 2684 þús. kr. um-
fram það, sem áætlað var á fjár-
lögum. Árið 1921 voru tekjurnar
áætlaðar á fjárlögum 5182 þús.
kr. en urðu 10068, og auk þess var
þá fengið að láni hjá ríkissjóði
Dana 2784 þús. kr. til að mæta
tekjuhalla ársins. Gjöld voru það
ár áætluð 4682 þús. kr. en urðu
12852 þús. kr. en af þeim gengu
1573 þús. kr. meira til afborgana
á skuldum en áætlað hafði verið.
Þannig var bæði síðar.i ár ófrið-
arins, og möfg ár eftir að honum
lauk, miklu meiri kostnaður við
rekstur íslenzíka ríkisins en menn
sáu þá fyrir. Þetta bjargaðist a.
n. 1. fyrir það, að tekjurnar urðu
líka miklu meiri en áætlað var, þó
að hækkun þeirra næmi ekki nærri
eins miklu og hækkun gjaldanna,
en að miklu leyti var þessu bjarg-
að með stórfelldum lántökum,
skyndilánum, sem tekin voru, þeg-
ar í óefni var komið.
Enn virðist sú saga ætla að
endurtaka sig, að þeir, sem nú
fara með stjórn landsins, þing og
„þjóðstjórn" hafi enga hugmynd
um, hvað er að gerast í fjármál-
um landsins og hvað verða vill.
Af þeim umræðum, sem um þessi
mál hafa orðið í stjórnarblöðun-
um, er ekki hægt að ráða það, að
þau, eða þeir, sem að þeirn standa,
hafi hugmynd urn það, hvernig
þessi mál horfa raunverulega.
Þeir virðast bara láta sér vel líka,
að hagur ríkisins hefur heldur
færzt í horfið í bráðina — eins
og 1916. Ef þeir, sem um stjórnar-
völinn halda nú, vita ekki meira en
ráða má af aðalblöðujn stjórnar-
innar, Mbl. og Tímanum, er ekk-
ert líklegra en að útgjöld ríkisins
geti allt í einu orðið íjórfalt til
sexfalt meiri en þeir búast við og
áætla í fjárlögum sínum — líkt
og var 1917—1919. En hitt er með
öllu óvíst, hvort þeir eiga þess
þákost að stýra undan þessum sjó-
um með endalausum lántökum. Og
fjarri fer því, að það væri æski-
legt að svo væri — sem að vísu
getur vel orðið — og þá orðið til
íullrar glötunar á fjárhagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar, sem nú
hefur í bráð endurunnizt með stór-
gróða eins árs.
Árið 1916 var ekkert um það
hirt, að ná nokkru af stríðsgróð-
eðlilegra, en að efast sé um, að
brezkir sérhagsmunir muni reynast
nægur grundvöllur fyrir því út-
haldi og þoli brezku þjóðarinnar,
sem löng styrjöld heimtar, jafnvel
þótt baráttan fyrir þeim væri dul-
búin sem vörn fyrir auðvaldslýð-
ræði í Bretlandi. Það Bretland,
sem berst gegn fasistunum, er
hagsmunabandalag, sem myndað
var til þess að heyja styrjöldina,
eftir að sérhagsmunamennirnir
höfðu farið með völdin fram til
ósigursins í Narvik, og ekki getað
öðlazt traust þjóðarinnar. Þetta
bandalag á eftir að finna þær var-
anlegu grundvallarreglur, sem að-
gerðir þess eiga að byggjast á.
Það á enn eftir að sýna, að það á
bæði hugmyndaflug og hugrekki
til þess að hvetja til átaka öll öfl
brezka lýðræðfsins..
Tilgangur þessarar styrjaldar er
í raun og veru sú bylting, sem
brezkir sigrar munu framkalla.
Þau öfl, sem hrinda henni áfram,
verða áhrff brezku sigranna
sjálfra, og svo þær vonir, sem þeir
vekja í brjósti fórnardýra fasism-
ans. Höfuð-röksemd mín í þessu