Nýtt land - 07.03.1941, Síða 4
■NÝTT LAND
Föstudaginn 7. marz 1941.
Frh. af 1. sí'ðu.
ang upp kveöin. yíir þeirri rök-
er það fýsir, og vissulega
J)urfti hér viöréttingu frá því, er
war. En hóf er rétt að hafa í hverj-
iim hlut. Og ekki er rétt að láta
jþað -fram hjá sér fara, aö málfar
og- stíll Bjárnar sjálfs híður ska'ða
af því, hve mjög gætir þar rök-
hyggjuuuar. Má um það henda á
smádæmi eins og þegar hann í
málverndarerindi notár orð eins
og stíluður, og mundi hann þó
ekki hafa brotið í sér tennurnar á
jþví orði, ef hann hefði ekki velt
því fyrjr sér með rökhyggju sinni
einni saman. Það er og mjög rang-
iátt og allt annað en líklegt til
góðra áhrifa á málfar íslenzkra
blaðamanna nú, að tala einvörð-
-ungu um það, hvernig þeir mis-
þyrmi íslenzku mált og nefna hins-
<tegar til samanburðar úr liðnum
tíma aðeins þá, sem kunnastir eru
fyrir að hafa haldið vel á penna,
„Björn Jónsson, Jón Olafsson,
Vaidimar Ásmundsson, Einar
Benediktsson, Einar Hjörleifsson“
<0g ýmsa fleiri fónafugreinda), er
verið hafa* „bráðsnjallir íslenzku-
menn“. Er það ^annast mála, að
blaðamenn hafa um þetta efni ver-
5ð misjafnir fyrr en nú, og að enn
era til íslenzkir blaðamenn, sem
vel geta verið til fyrirmyndar, og
það jafnvel /engu síður en þeir
skörungar liðins tíma, sem þarna
eru nefndir. Hafði og hver þeirra
sinn þverbrest með kostunum, eins
og títt er tim menn — jafnvel þá,
sem dauðir eru. Væri það miklu
sigurvænlegra fyrir íslenzka mál-
vernd og sæmra um leið, að veita
wiðurkenningu þeim og benda á til
iyrirmyndar þá, sem nú lifa og
berjast heiðarlegri baráttu fyrir
vöndun íslenzks máls í eigin hendi
og munni, heldur en varpa til lítils
gagns Ijóma á dauða menn, sem
fáir eða engir mundu leita hjá vé-
frétta um íslenzkt mál, þegar
til þess þarf að.taka. Nú má t. d.
mjög margt læra af Árna Jónssyni
og Jónasi Jónssyni um meðferð
islenzks máls (þó að vísu séu þver-
brestir í máli þeirra beggja), og á
það ekki að koma við neinum
flokkakrit eða manngreinaráliti að
öðru leyti að sjá það og skilja.
iÞá hefur og útvarpið tvo mjög vel
orðfæra menn í sinni þjónustu, þá
Helga Hjörvar og Sigurð Einars-
son, og má gjarna telja þá í flokki
blaðamanna. Auðvitað á ekki að
taka þessa menn til fyrirmyndar
í hundslégri auðmýkt, en þó er
betra á þá að beuda en dauða
blaðamenn, sem fáir geta náð til
að lesa nokkuð eftir 'sér til máls-
bóta (svo að það orð sé nú í gamni
notað hér í rangri merkingfu).
í erindi Magnúsar Finnbogason-
ar um núgildandi stafsetningu er
fyrir réttum málstað barizt með
vafasömum rökum. En um staf-
setningu er það helzt að segja, að
á þann hátt einan verður hún al-
menningi létt til náms, að hún nái
festu. Það er HRINGLIÐ með
^tafsetninguna, sem hefur varið
böfuðglæpurinn í því málí. Sá, er
Frá útlöndum.
Frh. af 1. síðu.
sókn Þjóðverja til suðurs og aust-
urs. Með því að hafa Cirenaica á
sinu valdi, og hafá þar mikla her-
stöð. og aðra á Krít og þá þriðju í
Grikklandi, geta þeir varðað þvert
yfir aUstanvert Miðjarðarhafiö og
dregið sjóleiðis her til sóknar og
þétta ritar, maður á miðjum aldri,
hefur þrisvar órðið að læra staf-
setningu að nýju. Er með þessu
óþolandi skattur lagður á litlar
gáfur, og þá ekki að undra, þó
að margfvísleg skattsvik séu höfð
í frammi. Það ætti að banna mál-
fræðingum að endurskoða staf-
setningu, nema einu sinni á öld —
og leggja dauðarefsingu við — en
þá ætti líka að endurskoða staf-
setninguna rækilega og viturlega.
Þetta er nú ef til vill ekki alveg
öfgalaust sagt, en ef segja ætti það
stutt og laggott á alvarlegan hátt,
mundi það vera eitthvað á þessa
leið: íslenzk stafsetning á fyrst
og fremst að vera hagkvæm og
auðlærð, og hún verður það þá
fyrst, er allir beygja sig þar und-
ir sömu reglur, og þær reglur eru
látnar endast a. m. k. urn kyn-
slóðaraldur. Hvott tnestu ræður
um stafsetninguna uppruni orða
eða framburður er aukaatriði,
jafnvel hégómi, sem tæplega er
umræðuverður.
Annars er það um þessi erindi
að segja, að þó að þau séu góð
fyrir margra hluta sakir og vekj-
andi, skiptir það ekki rnestu máli
fyrir íslenzka málrækt, að fundið
sé að einstökum málvillum og
fræðilega um tunguna talað. Mest
ríður á að skapa heilbrigðan mál-
stnekk og finna úrræði til hag-
kvæmrar málverndar. Hér skal að
greinarlokum bent á þrjú úrræði
til álita og umræðu:
1. Stofnaður sé kennarastóll
við háskólann í nútíma máli is-
lenzku. Þetta er svo sjálfsagt, að
það hefði átt að sitja fyrir því,
að þar væri settur kennarastóll í
íslenzkri bókmenntasögu (aðal-
lega forn-íslenzkum ókmennturp)
og fornri norrænu.
2. Öll helztu bókaútgáfufyrir-
tæki landsins (sem flest eru 'prent-
smiðjur) ráði hæfan mann til að
fara yfir handrit að bókum, er,
þeim berast til útgáfu, og annist
sá maður jafnframt eftirlit með
prófarkalestri bókanna. — Ef
Sjimtök geta um þetta orðið, mundi
það ekki mjög auka útgáfukostn-
aðinn, en að því leyti, sem það
yrði, mundi það verðajagt á bóka-
kaupendur.
3. Allar prentsmiðjur hafi í
þjónustu sinni hæfan prófarkales-
ara, sem starfi við prentsmiðjuna
sem fastur maður (líkt og prent-
ari). Sjálfsagt er að blöð, sem í
prentsmiðjunni eru prentuð, beri
sinn hlut af kostnaði við þetta,
beint eða óbeint.
Þetta mál verður ekki rætt frek-
ar í sambandi við það Iitla kver,
sem tekið liefur verið hér til um-
ræðu, Málið þarfnast sérstakrar
umræðu og rækilegrar.
varnar til hverrar þeirrar víg-
stöðvar, sem barizt er á áhverjum
tíma. Þó að herafli þeirra frá
Austurlöndum 0g Ástralíu hafi að
visu lengri leiðir að sækja en her-
afli Þjóðverja, eru þær raunar
auðfarnari eins og í haginn er bú-
ið, ef Bretar geta haldið Suez-
skurðinum og Bab el Mandeb
sundinu opnu. En nú hafa Þjóð-
verjar hælzt af þvi, að þeir hafi
stöðvað umferð um Suezskurðinn,
með þvi að sökkva þar skipum,
og kornizt ekki önnur skip fram
hjá flökunum. Þetta mun að vísu
enn skrum og ógnun, en ekki er
fyrir að synja, að þeim geti tekizt
þetta öðru hvoru, og það þegar
mest liggur við. Siglingum þeirra
um Bab el Mandeb sundið er og
hætta búin, meðan ítalir ráða yfir
Suður-Eritreu, og hafa þar eitt-
hvað af flugvélum. En líklega er
þess ekki langt að bíða, að þeim
yfirráðum sé lokið.
Þjóðverjar
í Casablanca.og Tripoli.
qÐRU HVORU hefur af því
frétzt, að Þjóðverjar mundu
vera komnir með suður í Libyu, til
móts við ítala þar, og séu það
vélahersveitir. Hefur þessu ekki
veriðveitt nein veruleg athygli fyrr
en nú, að aftur er meira um þaö
talað í sambandi við nýja frétt
um, að þeir hafi sett her á land
í Casablanca í Marokko. Hersveit-
irnar í Libyu — þær háfa aðal-
l>ækistöðvar í Tripoli — muni vera
sömu sveitirnar og fréttist til í
Suður-ltalíu fyrir alllöngu, og
telja Bretar nú, að þær séu all-
fjölmennar. Hlutverk þessara
sveita er að líkindum aðallega það,
að neyða Breta til að halda all-
miklum hersveitum í Austur-
Libyu, því að ólíklegt er að Þjóð-
verjar gerizt fyrst um sinn svo
djarfir, að freista ásamt ítölum
nýrrar sóknar, til að taka þau
lönd, sein undan Itölum hafa
gengið. En svo munu þesSar sveit-
ir einnig eiga að ógna Frökkum í
Afríku. En það hlutverk eitt hafa
hersveitirnar í Casablanca, ef
fréttir um þær reynast réttar. Eiga
Frakkar ekki um annað að velja,
þegar þær eru þar komnar, en að
gera eitt af tvennu, að kasta þeirn
út sem fyrst, eða leyfa það, að
Þjóðverjar komi þarna um mikl-
um her, og er þá lokið því hróks-
valdi, er Vichystjórnin hefur skák-
að Þjóðverjum í. Ekki spáir það
góðu fyrir Frökkum, að Weigand
er nú kominn frá Afríku til Vichy.
Fréttin um landgöngu þýzks hers
í Casablanca og heimferð Wei-
gands í sama mund bendir mjög
í þá átt, að uppgjöf Frakka fyrir
Þjóðverjum geti verið nærri — ell-
egar að þeir verði að ganga í styrj-
öldina aftur. En takizt Þjóðverj-
um að ná taki á Norður-Afríku-
löndum Frakka, er lokið sigling-
um Breta um Miðjarðarhaf fyrir
austan Krít, og Malta muni þá
brátt íalla í hendur Þjóðverja.
Búast má við því, að aðalsókn
Þjóðverja framan af þessu sumri
verði við Miðjarðarhaf. Hér á eftir
hafa þeir ekki heldur fyrir Itali
að berjast þar, heldru sjálfa sig.
Fyrir ítölum er nú þannig komið,
að Þjóðverjar geta skammtað
þeiin eins og þeim sýnist.
Frá styrjöldinni í Albaníu hafa
engin markverð tíðindi spurzt. —
I Austur-Afríku vinna Bretar á,
en hafa ekki unnið úrslitasigra,
nema í ítalska Somalilandi, sem
þeir hafa nú að mestu á valdi sínu.
— Tilkynnt hefur verið að Haile
Selassie sé nú kominn meira en
miðja vegu frá landamærum sín-
um til Addis Abeba, og hafi jafn-
vel allfjölmennar ítalskar liðsveit-
ir gengið lið með honum.
STIMPLAR
FELAGSPRENTSMIÐJUNNAR
BEZTIR
Happdrætti Háikóla ísland§
v.w°
Umboðsmemi hafa
opið til kl. 10 í
kvöld.
Nálega fjórða hvert númer hlýtur vlnning.
6030 vinningar, en 5000 áður
Samtals 1 miljón 400 þús., en
1 miljón 50 þús. ádur. —
Öll aukning lögð í miðlungsvinninga,
Þessi breyting er orðin afar vinsæL,
%
Heilmiðar og hálfmidar nálega uppseldir.
Fjórðungsmidar verða sennilega ófáanlegir
bráðum, þvi að útlit er, að alt seljlst upp.
Kaupið miða fyr en það er um seinan. —
Næst
i söludagur
\ií hafið þér
ikönimtiiiiariiiiða til fjögrra mánaða.
Ver höfnm
miklar kirgrðir af fleisitnm §kömmtunarvörum.
í
*
Gerið yðar til að dreifa birgðunum með því að kaupa í heilum sekkjum og
kössum. Auk öryggisins sem dreifing birgðanna skapar sparið þér hreint
ekki svo lítið á verðmismuninum. —