Nýtt land - 25.04.1941, Síða 1

Nýtt land - 25.04.1941, Síða 1
ÚTGEFANDI: Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Félagsprentsmiðjan hJF. NÝTT LAND Ritstjdri: Arnór Sigurjónsson, Sími 1019. AFGREIÐSLA: Hafnarstræt 21. Simi 5796. IV. ÁRG. REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 25. APRÍL 1941. 15. TBL. BÆKUR Stefán Jónsson: Á FÖRNUM VEGI. e TEFÁ{N JÓNSSON er enn ** nrjög ungt skáld. Hann er ekki farinn til þess enn aö prenta á hverri nýrri bók sinni það, hvað áður hefur út komið „eftir sama höfund“. En þó er hann orðinn velkunnurmeðal alþýðu manna, og þó líklega bezt meðal barna, fyrir barnakvæði sín. Er skenrmst frá þvi að segja, að enginn kveðskap- ur er nú jafn vinsæll meðal barna hér á landi senr þau barnakvæði. Kunna börnin fjölda þeirra og syngja í sinn hóp, og það þykir lé- legur barnatími í útvarpinu, ef þar eru ekki sungin eða yfir höíð barnakvæði eftir Stefán Jónsson. Hafa þessi kvæði erft það ríki meðal barnanna, er þulurnar réðu áður, og mun börnum aldrei hafa verið þvílíkur fögnuður að þulun- um — þó að seiðmagn þulunnar hafi hinsvegar verið meira. Stefán hefur og lagt það fyrir sig, að rita smásögur. Fyrsta smá- sagnasaín hans, Konan á klettin- um, hefur sá, er þetta ritar, ekki lesið. En í öðru safninu, er hann kallar Á förnum vegi, eru 7 sög- ur, og eru þær vel sagðar. Fyrsta sagan, Prófið, 'er líkingarævintýri um allþvælt efni. En hinar sögurn- ar rná telja að séu allar urn það, sem höfundur þeirra muni hafa séð á förnum vegi sínum. Hann segir þar frá mannlífinu, eins og það hefur blasað við honum, ein- faldlega, líkingalaust og án þess að hann sé vísvitandi að boða samferðamönnum nokkrn sérstak- an boðskap. liinsvegar virðist hér vera á ferð mjög greindur og heil- brigður maður, og því hefur lrann eðlilega nokkurn boðskap að færa, og kemur sá boðskapur af sjálfu sér. Sögurnar eru í reyndinni» — að vísu mjög hóflegar — ádeilur á falshátt, vesalmennsku og yfir- drepsskap og boðun sanninda og heilbrigði. Þetta er eðlileg boðun, sem kemur af sjálfu sér, lífið blasir nú svona við höfundinum. Eina söguna, Frá liðnu surnri, mætti ef til vill telja þjóðfélags- lega ádeilu. En þar er fiskspeku- lantinum og verklýðsforingjanum gert jafnt undir höfði, þeir eru jafnir í yfirdrepsskap sínum og falshætti og fá jöfn laun: annar verður skólastjóri flokksskóla hjá flokki útgerðarmanna — hefur fengið „það hlutverk að ala upp stjórnmálaforingja fyrir flokk- inn“, hinn verður íramkvæmda- stjóri fyrir samband verklýðsfé- laganna. Þessi saga^ öll er vel rak- in og ágæt spegilmynd samtíðár- innar hér á íslandi. Þekkja munu þeir sneið, sem eiga, en það eru ekki einstakir flokkar fyrst og fremst (þeir þó líka), heldur kyn- slóðin öll, meö þeint „menningar“- einkennum, sem nú ber hæst. Síðasta sagan, Að liðnum sól- stöðum, er hjónabandssaga, og er hún bezt sögð allra sagnanna. Það er saga um mjög eðlilegt missætti þeirra, sem nánast standa í lífinu, sættir og þó ekki alveg að fullu, því að það er „óumræðilega erfitt fyrir tvær mannssálir að mætast í gagnkvæmum skilningi, sættast og fyrirgefa." Þessi síðasta saga virðist eink- um liafa það fram yfir hinar, aö þar er bezt gerð mannlýsing: Jón- as Jónsson skrifstofumaður hjá „H.f. Súkkulaðigerðin", sveita- maðurinn í Rvík. Annars sér Stef- án betur, hvernig atburðir gerast og það, hvernig „fólk er flest“, heldur en hann sjái einstakling- ana svo glöggt eða lýsi þeim svo, að þeir verði Ijóslifandi fyrir les- andanum. I i*á iitlömlimi Hernaður á Balkan. TSjRJÁR VIKUR eru nú síðan * 'jNýtt land hefur, svo að telj- andi sé, skýrt frá þeim viðburð- um, sem eru að gerast úti í heim- inum. En þar hefur nú hver stór- viðburðurinn rekið annan. Þjóð- verjar hafa hafið vorsóknina og látið skammt stórra högga milli. Hrikalegustu atburðirnir hafa gerzt suður á Balkan. Aðfaranótt sunnudagsins 6. apríl hófu Þjóð- verjar hernað á hendur Júgóslöv- um og Grikkjum í senn: Þessi sókn hófst án þess að friðnum hefði verið sagt sundur áður, og eigi var sökum lýs't, fyrr en eftir að landher Þjóðverja hafði vaðiö inn í löndin og lofther þeirra gert hatrammar árásir á borgir, og eins þær, sent höíðu verið lýstar óvíg- girtar. Sakir þær, sem fundnar voru á hendur þessum ríkjum, voru á þá leið, að þau hefðu gert santsæri gegn Þýzkalandi ásamt ó- vinum þess, hefði þetta verið lengi þolað, en yrði nú ekki þolað leng- ur. — Sóktl Þjóðverja var hafin sam- tímis á öllum vigstöðvum. Varð þá ljóst, að hún hafði verið ná- kvæmlega undirbúin, enda hefur. vafalaust verið að þessu stefnt frá því, er þeir hófu innrás sína í Rúmeníu í fyrra. Tefldu þeir fram yfir milljón manna her ágætlega vígbúnum og með ægilegan loft- flota til stuðnings. Á sunnudags- nóttina og sunnudaginn var gerð hver loftárásin af annarri á Bel- grad. Var þá mikill hluti borgar- innar lagður í rúst, og aðal út- varpsstöð Jugoslava eyðilögð í fyrstu hríðinni, og hafa fréttir verið ógreinilegar þaðan, aðrar en þær, sem frá Þjóðverjum hafa borizt. Mest kapp lögðu Þjóðverjar á sóknina í Malcedoníu, þar senr landamæri Jugoslavíu og Grikk- lands mætast. Eftir tveggja sólar- hringa orustu höfðu þeir rofið fylkingu bandamanna og rekið fleyg milli meginherja Grikkja og Júgóslava. Eftir það hlaut sigur- inn að verða þeirra megin. En ef þetta hefði ekki tekizt innan viku, eru allar horfur á, að úti hefði verið um her ítala í Albaníu, og hefði þá allt orðið léttara fyrir Irandamenn. En er fylking banda- manna hafði verið rofin þarna, LJÓSIÐ, SEM HVARF. Þýdd. saga eftir Kipling. ARGT kemur nú á bókamark- aðinn þýddra skáldsagna og vinnst ekki tími til að lesa þær allar, enda ekki rnikils um þær allar vert. En meðal þeirra, sent gaman er að lesa, er Ljósið, sem hvarf, saga eftir enska stórskáld- ið Rudyard Kipling, þýdd af Árna Jónssyni frá Múla. Segir hún eink- um • frá stríðsfréttariturum og þeirra ævintýralífi. Aðalsöguhetj- an er Dick Iieldar, stríðsmynda- teiknari, sem kemst í tízku í Lond- 011 um sinn, en er síðan sviptur sjóninni og verður alveg einmana, þegar félagar hans fara á nýjar vígstöðvar suður í Sudan. Er það þá hans síðasta fangaráð að fara á eftir þeim, og er helreið hans um eyðimötkina stórfengleg og átakanleg. Aðrar mikilsvarðandi söguhetjur eru Torpenhow „bezt- ur allra“ stríðsfréttaritara, Bolinn, sannur fulltrúi Englendingsins, og svo Maisie, uppeldissystir Dicks, 0g Bessie, fyrirmyndin hans. En um allt efnið leikur þessi undar- lega birta, sem einkennandi er fyr- ir Kipling. Þýðingin er góð. leið ekki á löngu, að Þjóðverjar hefðu brotizt vestur yfir þvera Jugoslavíu og náð sambandi við her ítala í Albaníu. Réttust þá fylkingar ítala þar á stuttum tíma. Júgóslavía yfirunnin. JJ FTIR að Þjóðverjar höfðu “ sprengt fylkingu Bandamanna í Makedoníu sóttu þeir að Banda- mönnum í tvennu lagi. Svo virðist sem þeir hafi lagt mesta áherzlu á að vinna Jugoslava á sem stytzt- um tíma. Jugoslavar hófu strax sókn á hendur ítölurn bæði í Al- baníu og nyrzt á Dalmatiuströnd, og vannst þeirn ögn á á báðum stöðunum. En er þeir urðu forviða fyrir Þjóðverjum, sáu þeir sér ekki annan kost en að snúa þeirri sókn uþp í vörn. Þjóðverjar sóttu nú að þeim að norðan og sunnan, ítalir að vestan, en Ungverjar og Búlgarar fóru með her sinn inn í landið að vestan. Her Jugoslava var talinn um milljón manna, á- gætlega hraustur, en ekki vel vopnum búinn móts við her Þjóð- verja. Þó að landið sé talið erf- itt til sóknar stóðst hann ekki þessa sókn á allar hliðar, enda urðu loftárásir Þjóðverja hinar hamrömmustu, trufluðu samgöng- ur og gerðu fólkið örvita af hræðslu. Fóru svo leikar, að Júgó- slavar neyddust til þess að gefa upp alla skipulega vörn eftir 12 daga styrjöld. Pétur konungur og meginhluti stjórnar hans hafði þá flúið úr landi til þess að halda baráttunni áfram með Jugoslöv- um, sem búið hafa utan landamær- anna, þeim öðrum, er úr landi hafa komizt, og með bandamönnum Jugoslava. Sigurvegararnir virðast nú ætla að skipta Jugoslavíu milli sín. Króatía hefur verið gerð að sér- stöku leppríki, og rnunu Þjóð- verjar ætla sér tögl 0g hagldir þar. Þó gera Italir líka tilkall til landsins, en munu verða að láta í minni pokann. Hinsvegar munu þeir fá að seilast eitthvað lengra suður eftir Dalmatíuströndinni en áður var. Einnig er talað um að gera Montenegro (Svartfjalla- land) að sérstöku leppríki og mun ítölum ætluð yfirráð þess ásamt Albaníu. Ungverjum mun ætluð þríhyrnan milli Dónár og Theiss, en Búlgörum serbnesku Madedón- íu, en þar á eftir verður Búlgaría leppríki Þjóðverja — og það er Ungverj'aland reyndar líka. Svo virðist helzt sem Serbía eigi að vera sérstakt ríki að nafninu til. En auövitað ætla Þjóðverjar sér öll yfirráð þar. Utanríkismálaráð- herrar Þjóðverja og ítala eru að senrja um þessi mál sín á rnilli þessa daga. En Bretar segja, að þeir ætli sér eftirleikinn um þau, þó að síðar verði. Þó að sigur Þjóðverja yfir Jugoslövum hafi mikill orðið, er enganveginn víst, að Jugoslavar hafi til einskis barizt. Vafalaust hafa Þjóðverjar rnisst allmargt manna í sókn sinni, og látið hafa þeir vafalaust allmikið af her- gögnum, m. a. er talið, að þeir hafi misst um 300 flugvélar. Hinsvegar hafa þeir fengið í sínar hendur ýmsar birgðir, senr þeim eru mik- ils virði, þó ekki eins mikils viröi og hitt hefði verið þeim, að eiga friðsamleg skipti við Jugoslava, eins og virtist um sinn að til stæði. Sigur Þjóðverja í Grikklandi. Q VO virtist, að vörn Grikkja ® gegn Þjóðverjum væri í fyrstu skeleggari og harðari en Jugo- slava. Var fyrstu dagana aðallega barizt i Strumadalnum og varö Þjóðverjum þar lítt eða ekki á- gengt. En er varnir jugoslava bil- uðu í Makedoníu, komust Þjóð- verjar á hlið við fylkingar Grikkja og varð. þeim þá auðsótt eftir Vardardalnum til Saloniki. En við þessu virðast Grikkir hafa verið búnir, því að Þjóðverjar komu þar að tómuin kofum, og höfðu Grikk- ir og Bretar .snúizt til varnar á nýjum vígstöðvum þvert yfir Grikkland frá Salonikeflóa til Adríahafs. Hínsvegtar varð eitt- havð eftir af grískum her í Made- doníu fyrir austan Salonike, og virðist hann hafa varizt þar lengi eftir að hann var orðinn viðskila meginhernum. En aðalher Grikkja og Breta hélt hinum nýju stöðvum sínum þar til Þjóðverjar höfðu unnið fullnaðarsigur yfir Jugo- slövurn. En þá hertu Þjóðverjar sóknina af öllum mætti og eftir nokkurra daga geysiharðar og mannskæðarorustur urðu hersveit- ir Grikkja og Breta að halda und- an suður fyrir Þessalíusléttu, og bjuggu um sig i fjöllunum milli Þessalíu og Attíku. En þá beindu Þjóðverjar fyrst sókn sinni vestur yíir Pindusfjöll, tóku Janína, og gafst þá grfski herinn í Epírus upp og eins leifar hersins í Þrakíu, alls um 250 þús. manna her. Er það spurðist til Aþenu flýði Ge- org konungur og stjórn hans til Krítar, en her Breta 02: leifar af Grikkjaher vörðust, er síðast spurð- ist í Laugaskarði. Tyrkir sitja hjá. Griðasáttmáli Rússa og Japana. LMENNT var við því búizt, að Tyrkir mundu standa við hlið Grikkja, ef á þá yrði ráðizt. En er Þjóðverjar hófu sókn sína, sátu þeir hjá og höfðust ekki að. Er svo að sjá, að Þjóðverjum hafi enn tekizt sú pólitík sín að sigra þjóðirnar eina og eina, og þó að þeir hafi nú um sinn reynt að hafa vinmál við Tyrki, getur ekki ann- að verið, en þeir ætli sér að brjót- ast austur eftir Tyrklandi, er þeir hafa sigrað Grikki, hvort sem Tyrkir beygja sig þá undir okið likt og Rúmenar og Búlgarar eða ráðast til bardaga„á síðustu stundu líkt og Jugoslavar og án þess að hafa þá hernaðarsamvinnu við aðra hernaðaraðilja, sem hlýtur að vera þeirra eina von urn sigur. Annars er það um Tyrki að segja, að þeir eru rnjög háðir því, hvað Rússar vilja gera, og liklega ínunu þeir hafa veika von um það, að Rússar vilji styðja þá til að verja sundin milli Balkanskaga og Litlu- Asíu, því að ekki muni Rússum ljúft að afhenda Þjóðverjum lyklavöldin að Svartahafi. En af- staða Rússa til þessara mála er Vestur-Evrópu-mönnum óráðin gáta. '(Nokkra athygli hefur þaö vakið, að þeir lýstu vanþóknun sinni á uppgjöf Búlgara en vott- s uðu Jugoslövum samúð, er þeir snerust til varnar. Enn meiri tíð- indum þykir það þó sæta, að þeir hafa gert fimm ára griðasáttmála við Japana, og þótt ekki hafi allt- af verið hald í griðasáttmálum þeirra, má búast við að einhver til- gangur muni vera með honum. Trúa Bretar því, að Rússar hafi gert þenna sáttmála til þess að tryggja sig í austri, ef þeir yrðu að verjast yfirgangi Þjóðverja í Evrópu. í samræmi við þenna skilning Breta eru og þær fregnir, sem þeir bera nú út, að Rússar flytji í óða önn her frá Austur- Síberíu til vesturlandamæra sinna, og í annan stað greiði þeir fyrir því, að Tyrkir íái sænskar iðnað- arvörur, einkum vopn, yfir Rúss- land, og séu Tyrkir með því gerð- ir Þjóðverjum óháðir og geti frek- ar reist rönd við þeim. Þá eru og sagðar þær fréttir, að lagður hafi verið sérstakur sími milli Ankara og Moskva, fyrir stjórnarherra Tyrkja og Rússa eina saman. — Undir þenna skilning renna þær stoðir, að stjórnmálamenn í Japan hafa sumir látið eftir sé,r hafa þessa síðustu daga, að þeir þurfi ekki að láta sig varða styrjöldina í Evrópu, þeir hafi nóg að vinna í Asíu. — En aðrir halda, að þessi sáttmáli sé tákn þess, að Rússar liafi nú horfið frá því að styðja Kínverja gegn Japönum og hafi þeim þótt líklegra til ávinnings að semja við Japana una það, að skipta bitanum, enda hyggi þeir til samvinnu við fasistaríkin gegn lýðræðisríkjunum, og eigi þeir ekki nerna fá skref óstigin inn í þríveldabandalagið, sem þar á eftir verði fjórveldabandalag (um smáríkin þykir ekki neinu skipta). Fyrir þessuin skilningi á málun- um þykjast rnenn geta fengið þann stuðning, að Rússar skýra sáttmálann þannig, að Japanar hafi verið búnir að fá nóg af ill- deilum við Rússa, og hafi jap- anska auðvaldið or&ið fyrra til að leita samninga viö hin voldugu sósíölsku ríki en auðvald Banda- ríkjanna. af því að það hafi fund- ið sig veikara. Jafnframt þessu eru svo kommúnistar (líka hér á íslandi) látnir segja hinar furðu- legustu fréttir af „svikum“ kín- versku stjórnarinnar við kommún- istana þar í landi, og þykja þær „fréttir“ (sem eru á þann veg, að ekkert rnark er á þeirn takandi) vitnisburður uin breytt viðhorf Rússa sjálfra til kínversku stjórn- arinnar. Bíða nú báðar þessar skýringar á tilgangi Rússa með griðasáttinálanum við Japana reynslu sinnar. Frá Afríku. AFNFRAMT stórsigrunum á Balkan hafa Þjóðverjar og ít- alir hafið sókn í Libyu með þeim undraverða árangri, að þeir hafa á stuttum tíma náð á sitt vald mestu því landi, er Bretar höfðu unnið af ítölum fyrr í vetur. Talið er að vísu, að ítalskur yfirforingi sé fyrir þessari herför, en víst er, að Þjóðverjar ráða þar rnestu, þeirra eru vélahersveitirnar og þeirra er sigurinn. Ástæðan fyrir þessurn ósigrum Breta er að miklu leyti sú, sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, að Bretar fluttu aðalherinn frá Líbyu til Grikklands. Hafa þeir vafalaust ekki við því búizt, að Þjóðverjar hefðu komið þangað svo miklu og vel búnu liði, sem raun er á orðin, og skoðað liðsflutninga þeirra til Trípolis frekar í varnar- skyni gerða en sóknar, og haldið eyðimörkina miklu milli Cyrena- ira og Tripolis fámennum her- sveitum sínum í Líbyu næga vörn. Er síðast fréttist höfðu Bretar ekkert af Líbyuströnd á valdi sínu, neina Tobrouk, en sókn Þjóðverja hefur hinsvegar verið stöðvuð við landamæri Líbyu og Egyptalands. Svo mætti virðast, sem Bretum ætti að vera það auð- veldur leikur að rétta bardagann við aftur á þessum stöðvum, því að þeir hafa miklu greiðari að- stöðu um alla aðflutninga, og meira hafa þeir beitt lofther sín- um 0g flota þarna syðra en áður. Hinsvegar virðast þeir ekki hafa mikinn her aflögu til að flytja á þessar stöðvar fyrr en þeir hafa lokið sigri sínum í Abysseníu. En sókn þeirra þar syðra sæk- ist nú seinna en búazt hefði mátt við. Eftir töku Keren og Harrar fyrir tæpum mánuði unnu þeir að vísu hvern sigurinn aö öðrum. Tóku þeir þá litlu síðar höfuð- Frámh. á 4. síðu.

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.