Nýtt land - 25.04.1941, Blaðsíða 4

Nýtt land - 25.04.1941, Blaðsíða 4
NÝTT LAND Föstudaginn 25. apríl 1941. í fáum orðum. Framh. af 3. síöu. hljómgrunn hjá þeim „ábyrgu“, sem völdin hafa. Eftir vísitölunni aö dæma hafa íslenzkir peningar falliö um þriöj- ung síðan voriö 1939. En í raun og veru er verðfall þeirra meira. Tvennt hefur haldið vísitölunni niðri fram að þessu, lögbundinn húsaleigutaksti og opnun vefnað- arvöruverzlunar við Bretland. Engar líkur eru til að hægt sé að halda húsaleigu óbreyttri lengi hér á eftir, og þegar gamlar birgðir vefnaðarvöru í Bretlandi taka að þverra — og þess er ólíklega langt að bíða — verður ör hækkun á vefnaðarvörunni. Þessar tvær hömlur, sein helzt hafa verið á verðhækkuninni og gengisfallinu, verða því brátt úr sögunni, og fylgir því þá brátt enn örari hækk- un vísitölunnar (sem er raunveru- legt gengisfall peninganna) en ver- ið hefur, nerna sésrtakar ráðstaf- anir verði gerðar, t. d. það, sem sjálfsagt ætti að vera, að reyna að gera íslenzku peningana óháða þeim brezku. Að öllu eðlilegu ðg heilbrigðu ættu islenzkir peningar að vera að mestu ófallnir i verði enn og „dýr- tíð“ eigi óskapleg. Við eigum hinni „ábyrgu þjóðstjórn" og hennar ráðunautum dýrtíðina að þakka eða kenna. En vilja menn láta peningana ís- lenzku verða verðlausa, eða vilja menn það ekki ? Aukning Fiskveiðasjóðs. EÐAL merkari' mála, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi, er frv. frá Sjávarútvegsnefnd til laga um breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð. Eru höfuðbreyting- arnar tvær frá núgildandi lögum. Er önnur um stórum auknar tekj- ur fyrir sjóðinn til aukningu stofn- fjár hans og veltufjár. En hin er um að lækka útlánsvöxtu sjóðsins dr 5)4% í 4%- Þá er og sá tími, sem lána má lengdur lítilsháttar. Fiskveiðasjóður hefur fram að þessu hvergi nærri getað fullnægt þeirri þörf, er honum var ætlað að fullnægja. Mundi það verða miklu nær, ef þessar breytingar ná fram að ganga, ef peningar okkar falla þá ekki ofan í það að verða einskis virði. En stefna sú, sem á bak við frv. er, mundi þó yera rétt: sú að koma upp vold- ugum sjóði, er gæti fullnægt þörf sjávarútvegsins til stofnlána. STIMPLAR FELAGSPRENTSMIÐJUNNAR REZTIR Frá útlöndum. Frh. af 1. síðu. borgina í Eritreu, Asmara, og að- alhafnarborgina Massawa ekki löngu þar á eftir. En síðan hefur ekki margt af þeim spurzt í Eri- treu. Höfuðborg Abysseníu, ^ddis Abeba, tóku þeir og fáum dögum eftir að þeir tóku Harrar, og töldu þá, að ftalir heíðu ekki annað á valdi sínu en einangraðar kast- alaborgir. En ítalir hafa þar enn meiri hluta herliðs síns ósigrað, og mest lið í Dessye í Mið-Abyss- eníu, frægri borg frá landvinn- ingastyrjöld ftala suður þar fyrir fáum árum. Meðan þetta lið er ó- sigrað, er meginher Breta í Abyss- eníu bundinn þar. Önnur erlend tíðindi verða að bíða þar til síðar. BYGGINGARFÉLAG ALÞÝÐU. Aöalfundur félagsins vcröur baldinn þriðjudaginn 29. april kl. 8% siðd. í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Skuldlausir félagar fá aðgöngumiða á skrifstofu félagsins og við innganginn. STJÓRNIN. RAFTÆKJA VIDGERÐIR VANDADAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM GLEÐILEGT SUM AR! Byggingarfélcuj Alþýðu. GLEÐILEGT SUMAR! Samband ísl. Sammnnufélaga. GLEÐILEGT SUMAR! Oliiwerzlun íslands li/f. GLEÐILEGT SUMAR! Slippfélagið í Reykjavík. JAFNAÐA RMANNA FÉLA G REYKJA VÍKUR óskar öllnm meðlimum sínum og ís- lenzkri alþýðu GLEÐILEGS SUMARS jað engar vélabilanii*, | §em siiBiiriiiiigsoIiijiiKii verður iiui kennt, geta átt sér stað, ef notaðar eru réttar tegfundir fra Vacuuiu Oil Company Olíverzlun Islands h.f. (Aðalsalan fyrir Socony Vacuum Oil Co., Inc., New York). GLEÐILEGT SUMAR! LANDSSMIÐJAN.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.