Nýtt land - 25.04.1941, Page 2

Nýtt land - 25.04.1941, Page 2
NÝTTLAND Föstudaginn 25. apríl 1941. < •»* ■ 1 Bretavinnan ogf framleiðilan Sumarið kemur T GÆR var sumardagurinn íyrsti • Veturinn, sem nýliðinn er, mun lengi í minnum haföur fyrir veí5ur- mildi. VetrartíS var naumast leng- ur en um mánaðartíma laust eftir miöjan vetur. Jörö hefur veriö auö lengstum víöa í lágsveitum. Sam- göngur á vegum í byggö hafa teppzt minna af snjó en í manna minni áöur. Þrátt fyrir berangur lengstum er frost svo lítið í jorð, aö undrum sætir. Svo er nú sumarið aö koma og þess mætti vænta, aö þaö yrði ekki verra fyrir þaö, þó aö veturinn hafi veriö góöur. Sumri hefur jafnan veriö vel fagnað hér á íslandi. Og nú verð- um viö aö láta þann fögnuö endast sem lengst 0g njóta sumarsins sem bezt. En bezt og lengst verður þess notiö meö því, að vinna vel og trútt aö því, aö afla nauöynlegustu þarfa og búa undir næsta vetur. Svo er að sjá, aö enginn þuríi að kvíða atvinnuleysi þetta sumar. Svo virðist, sem fyrir höndum sé mikil reglubundin vinna og kaup í boði, sem telja má viðunandi. En ekki dugar eyririnn einn, og erfiðleikarnir, sem nú blasa við, eru helzt þeir, aö við fáum ekki lífsnauðsynjar fyrir þá fjármuni, sem viö öflum. Því er það rétt og sjálfsagt, að nota allar tómstund- ir, sem gefast frá þeirri vinnu, er menn ganga aö, til þess að afla þeirra nauösynja, sem brýnastar eru og menn geta veitt sér meö eig- in höridum. Það ætti hver, sem getur, aö ná sér í landspildu undir garðaland, og nota það svo sem föng eru á. Ef ekki er kostur að afla sér kartöfluútsæðis — og þaö getur orðið mjög öröugt — þá er það þó nokkur úrkostur, aö sá til ann- ars garðmetis, og verja það með oddi og egg fyrir kálmaðki og öðrum óþrifum. Auk þess, sem það getur verið hið mesta yndi, að glíma við garðinn, getur vel svo farið, að þar liggi lífið við. Og fari svo, að þar fallist mörgum hendur í sumar, má vel svo fara, að sá beri mest frá borði, sem lagt hef- ur mesta alúðina við. Það er áhyggjuefni, hve marg- ir virðast nú vilja hverfa frá fram- leislustörfunum í sveitunum. Það er áhyggjuefni fyrir okkur á möl- inni, því að okkar lífsafkoma er mjög undir því komin, hversu vel er þar á haldið. Falli sveitabónd- inn, kemur fyrr en varir viðvörun- arorðið : „Varaðu þig Valnastakk, ur, fallinn er hann Fjögramaki.“ Það hafa sveitamenn og bæjarbú- ar of seint skilið, að eins líf er annais líf. Menn hafa jafnvel lengi trúað á falskan boðskap: Eins líf er annars dauði. En það á ekki við, að við hér brýnum sveitabúann til þess að fara heim aftur og vinna að framleiðslu sinni, ef hann telur sér bjóðast betri kjör í vinnunni hér. Við verðum þá heldur að reyna að rækta jörðina hið næsta okkur og afla okkur sjálfir þeirra nauðsynja, er við höfum áður frá honum fengið. Svo förum við nú hver og einn að stinga upp garðinn okkar, og njótum sumarsins, eins og okkur verður gefið það með skúr og skini, svo vel sem við erum menn til, með þvi að annast hann og fá úr honum uppskeru. Sumarkomunnar er bezt að minnast með von um gróður og ræktun. En hér er henni einkum fagnað með barnadegi, sem er til þess varið að undirbúa það, að börnin geti komizt upp í sveit, notið þar gróðurilms og drukkið af lífslindum frjálsrar náttúru. Nú er líka verið að koma þeim þang- að til þess að koma þeim undan hættu, sem stafar af reiðum og blóðþyrstum mönnum. Mörgurn mun þykja snauðara, þegar þau eru farin. En þó munu fáir, er efni hafa á, hika við að koma þeim undan hættunni. Og þegar þau eru farin, er það líka nokkur úrvöl, að láta þar tvö strá spretta, er eitt var áður. Gott og gleðiríkt sumar! O Ú hætta er alvarlegust við ö Bretavinnuna, að atvinurekst- ur landsmanna sjálfra fúni niður bak við hana. Þessi hætta er nú öllum að verða ljós. þó að ekki séu ennþá neinar ráðstafanir, sem verulegt gagn getur orðið að, gerð- ar gegn henni. Málið er lika þann- ig vaxið, að ekki er unnt að reisa gegn þessu gagngerðar skorður, og það má gera ráð fyrir því, að þó að hægt yrði að halda öllum at- vinnurekstri þjóðarinnar við, eins og hann var fyrir stríðið, þá verði sumt af honum orðið algerlega úr- elt að stríðinu loknu, og hafi þá verið til einskis barizt, að halda honum uppi. Mönnum er því skylt að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyr- ir því, hvaða atvinnugreinum er mest ástæða til að halda uppi í samkeppni við Bretavinnuna. Þá er fyrst á það að líta, hvaða atvinnurekstur er sérstaklega til þess að tryggja, að landsmenn sjálfa bresti ekki brýnustu þarfir, og hvaða atvinnurekstur er eink- um til þess að afla erlends gjald- eyris. Ef atvinnurekstur er til þess fyrst 0g fremst, að afla erlends gjaldeyris, og sá gjaldeyrir er þar að auki fyrst og fremst brezkur gjaldeyrir, er eigi neinn mismunur á honum og Bretavinnunni, frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar. Okkur má vera sarna, hvort við fáum brezkar vörur, brezka pen- inga eða eignumst brezkar inn- stæður fyrir Bretavinnu eða fisk- vörur — ef við bara getum hald- ið fiskiflota okkar, meðan á þess- ari styrjöld stendur og haft hann reiðubúinn til þess að hefja sjó- sókn um leið og hann getur keppt við Bretavinnuna. Hins getum við ekki án verið, að birgja landið upp af fiski eða öðrum matvörum. Enginn atvinnuvegur okkar sér okkur fyrir eins mörgum af hin- um brýnustu þörfum og landbún- aðurinn. En á engan atvinnuveg okkar sýnist eins fljótt ætla að halla í samkeppninni við Breta- vinnuna. Fjöldi bænda sækir nú Bretavinnu hingað til Reykjavík- ur, og er það sérstaklega háska- legt frá sjónarmiði allra annarra en bændanna sjálfra, sem telja sér þetta fjárhagslegan ávinning — og hafa vafalaust oft, ef ekki oft- ast, rétt fyrir sér í því. Tlér er þvi rnest ástæða til að leita ráða, sem duga. Hér tjáir ekkert að vera með prédikanir við bændurna. Þeir ým- ist vita sínu viti um þessi efni, eða þykjast vita því, og virða þá allar prédikanir svo sem páskamessu. Það tjáir heldur ekki að ætla að útiloka þá frá vinnumarkaðinum, reka þá heim til búa sinna, þegar þau þurfa mest á vinnukrafti þeirra að halda. Það er hægt að tala um slíkt, en það verður aldrei neiU meira en umtal, og á heldur aldrei að veröa neitt meira. Þá hefur verið um það rætt, að senda bændum unglinga úr bæjun- um, til þess að vinna þegnskyldu- vinnu uppi í sveit. Slíkt yrði jafn illt fyrir alla: hugmyndina um þegnskylduvinnu, bændurna og unglingana. Þegnskylduhugmynd- in yrði, vegna lélegrar fram- kvæmdar, afskræmd á þenna hátt, 0g þar á eftir ekki frambærileg um langan aldur, bænurnir fengju vinnu, sem þeim yrði lítið gagn að, unglingarnir yrðu fyrir því, að vera vanmetnir og þeim myndi leiðast og fá rangar hugmyndir um íslenzkar sveitir. Menn verða líka að gæta þess, að þetta ástand, sem nú er, verður að skoða sem bráðabirgðaástand og haga sér samkvæmt þvi. Þrennt er það einkum, sem virð- ist mætti koma til greina til úr- bóta. Eitt er styrkur til framleiðslu á brýnustu nauðsynjœn. Búast má við því, að þetta þyki hneykslan- leg tillaga,því að menn hafi fengið nóg af styrkjapólitíkinni. En því er til að svara, að í þetta sinn stendur sérstaklega á að því leyti, að þessi framleiðslustyrkur — eða hvað menn vilja kalla það — kem- ur hvert sem er í hækkuðu fram- leiðsluverði siðar, er þurrð verður á vörunni, og kemur þá á allan liátt verr við. Hann verður þá fyrst og fremst greiddur með skatti á þá, sem minnsta fjárhagslega getu hafa, sizt geta birgt sig að nauð- synjum og verða að lokum að sæta kaupum á því dýrasta og lakasta af vörunni. Og þó að með þessum hætti komi að líkindum eins mikl- ir peningar upp í sveitina að lok- um, og ef til vill enn meiri, verð- ur það ekki fyrr en þeir, er veik- asta hafa aðstöðuna þar, eru á burtu farnir í Bretavinnu eða ann- að þvílíkt. Styrkur eða verðlaun til framleiðslu brýnustu nauðsynja mundi þvi í þessu falli verka til verðjöfnunar, bæði meðal fram- leiðenda og neytenda, en sú verð- jöfnun mundi hinsvegar skapa aukið jafnvægi, bæði i framleiðsl- unni og í bæjunum. Hér er því raunar ekki um annað að ræða en tryggja framleiðendum fyrirfram gott verð á þeirri vöru, er nauð- synlegust þykir. Annað er það, að beita ætti styrknum til jarðræktar þannig, að með honum yrði smám saman tryggð sæmileg afkoma á sem flestum býlum. Þar þarf beinlínis að stefna að útrýmingu kotl)ýl- anna. Um þetta stefnir í rétta átt frumvarp, er Brynjólfur Bjarna- son flytur (og hefur ílutt á und- anförnum þingum) um breytingu á jarðræktarlögunum, og var það frv. í upphaflegri mynd sinni bor- ÁRNI ÁGÚSTSSON: ið fram í samráði við ritstjóra Nýs lands og að mestu samið af hon- um. Nú má vel vera, að ekki hafi með öllu tekizt að samlaga það Irreyttum ástæðum, enda er það ekki auðleikið, en það stefnir í rétta átt, og ættu þingmenn að sjá sóma sinn í því, að láa ekki þvergirðing sinn gagnvart Brynj- ólfi Bjarnasyni ráða afstöðu sinni til málsins. Þá verður enn að gæta þess, að láta sumardvöl kaupstaðabarna ekki verða sveitunum 0g fram- leiðslu þeirra til byrði. En þess verður jafnframt að gæta, að þessi sumardvöl — og ef til vill lengri dvöl — er þjóðarnauðsyn, og er jöfn nauðsyn, að börn fátækra og ríkra ko.mizt í sveitina. Hér tná ríkið ekki hika við að leggja sinn hlut fram — og það þannig, að þetta þurfi hvorki sveitafólkinu né fátækum foreldrum í bœjum að verða til byrði. Fyrir allmikinn hluta barnanna er sjálfsagt að reka stór sumarheimili með skólasniði, og hefur það a. n. 1. verið undirbú- ið. Þetta getur orðið landbúnaðin- um frekar til stuðnings en hitt, því að það dregur úr kostnaöi við að koma íramleiðsluvöru á markað. En aldrei verður það nema nokkur hluti barnanna, sem á þennan hátt verður með farið, og um þau verö- ur ríkið vafalaust að taka nokkurn beinan þátt í kostnaði. Þetta er um landbúnaðinn, að . svo miklu leyti sem hann er í sveit- unum. En svo er nú koniið, að það er ekki svo miklu rninni þáttur hans, sejm er í kaupsjtöðum og kauptúnum þessa lands, og þann I landbúnað eigum við ekki síður að verja. Sumt af þessu, sem hér að framan segir, getur til hans náð, Tvær greinar um Síðari grein. ÓTT undarlegt kunni að virð- ast, þá hafa friðarráðstefnur og friðartal oft reynzt forbo.ðar þess, að ófriður væri í aðsigi. Ef svo er á öðrum sviðum, að menn tali mest um andstæðu þess, er þeir ala í brjósti sínu, þá er það lítil huggun þeim, sem í alvöru þykir vænt um lýðræðið og l>erj- ast heilshugar íyrir því. Svo mjög er nú talað og skrifað um lýðræði, einkum af valdsmönnum landsins og þjónum þeirra, að nærri stapp- ar, að það vekji tortryggni meðal almennings, og marga grunar, að undir þvi málflóði búi eitthvað annað en sönn lýðræðisumhyggja. Og það er aðaleinkenni allra lýð- ræðisprédikara þeirra, er á þess- um tíma hafa völd í landinu, að þeir forðast alla sjálfsgagnrýni og óttast almenna gagnrýni á sjálfa sig og störf sín. Þessi ótti ýmsra valdamanna birtist m. a. í því, að fjarlægja þær raddir frá Ríkisútvarpinu, sem þeim sjálfum eru ekki geðþekkar, án tillits til vilja almennings. Ótti ráðandi manna við almenna gagnrýni, sem birtist í slíkum myndum, vekur óhjákvæmilega illan grun um, að ekki sé allt eins og það eigi að vera á æðstu stöðum í ríkinu. .Þenna ótta margra valdsmanna hefir hr. Pétur Sigurðsson erind- reki sjálfsagt fundið, er hann lét svo um mælt í útvarpserindi xó. febr. s.l., að það væri ekki víst, að hann kæmi oft í útvarpið, ef hann segði allt, sem hann vissi um lifið á hærri stöðum. Og það eru fleiri en Pétur Sigurðsson, sem finna til þess, að því fylgi nokkur áhætta, að segja sannleik- ann afdráttarlaust, ef hann ekki samrýmist hagsmunum yfirstéttar- arinnar. Jafnframt því sem þessi gagnrýnisótti yfirvaldanna vekur iilan grun meðal almennings, eru athafnir þær, sem oft leiða af hon- j um, skaðlegar fyrir lýöræðið ! sjálft, ekki sízt, þegar þær rniðast ! fyrst og fremst að því að stööva heilbrigða gagnrýni á samfélags- nxálin og forustumenn þeirra. Einn af höfuðkostum lýðræðisskipu- lagsins er sá, að það veitir al- menningi rétt til þess að gagn- rýna störf leiðtoga sinna og láta vilja sinn í ljós, ekki aðeins urn kosningar, heldur alltaf, þegar honurn finnst astæða til þess. Ef kjörnir leiðtogar þjóðarinnar eða aðrir, sem eru í opinberum stöð- um, reyna að takmarka þenna lýð • ræðislega rétt fólksins, eru þeir að vega að því skipulagi, senx lýð- frelsi og lýðréttindi byggjast á. Sá, sem kjörinn er til opinberra starfa, er um leið settur i félags- lega þjónustu. Vald það, sem hón- um er veitt til slíkrar þjónustu. má hann ekki skoða sem tæki til yfirdrottnunar. Vald hins póli- tíska fulltrúa eða embættismanns er aðeins tímabilsbundið urnboðs- vald. Húsbóndavaldið er hjá þjóðinni allri. Ofmargir eru svo gerðir, að þeir ofnxetnast af veitt- urn trúnaði, fyllast drambsemi og hroka og telja sig eina vita hið rétta í hverju nxáli. Fyrir því bannfæra þeir skoðanir annarra nxanna, ef þær eru ekki í sam- ræmi við þeirra eigin skoðanir. Slíkir menn eru fljótir að gleyma hlutverki þjónustunnar við hags- muni almennings en seilast í stað 1 þess til valdbeitinga og drottnun- ar. Gagnvart slíkum mönnum einkum það, sem um framleiðslu- styrkinn segir. Þess er og gott að minnast, sem gert er og rétt mið- ar, eins og t. d. þess, að Alþingi er nú að undirbúa að þeir, er í kauptúnunum búa, geti haft yfir- ráð yfir landi til ræktunar, og þarf að flýta framkvæmdum þess. Þá hefur og verið allmikið til þess gert, að reyna að tryggja það, að menn hefðu áburð — ef til vill tæplega nægan, en þó nokkurn. En svo er að lokum full ástæða til þess að brýna það fyrir öllum þeim, er búa i kaupstöðum og kauptúnum og hafa aðstöðu til nytjunar á landi, að nota til þess tómstundir sínar. Og það horfir betur við, að nota þær tómstundir fyrir þá, sem eru í fastri daglaunavinnu í landi, og hafa ekki mjög langan vinnu- tima, heldur en um stopula skorpu- vinnu hefði verið að ræða, vinnu, sem oft kalíar óvænt, þegar verst gegnir annars vegna. Viðhorf okkar til Bretavinnunn- ar á að vera það, að reyna að nota hana skynsamlega og láta hana verða að senx minnstum skaða fyr- ir það, sem viö megum sízt án vera í atvinnulífi okkar. Við megum alls ekki láta hana sitja fyrir öfl- un matvæla eða annarra brýnna þarfa, og við megurn ekki hika við að skattleggja hvaða stríðs- gróðatekjur sem eru, hverskonar gjaldeyrisöflun, til þess að halda uppi þeirri framleiðslu, sem helzt getur að því stutt, að við séum sjálfum okkur nógir. Við eigum að vísu ekki að láta leiða okkur til neinna öfga um þetta efni, og við eigum heldur að taka því vel eu illa, ef innstæður safnast fyrir í Bretlandi, þó að við megi búast, að þær falli drjúgum í verði frá því sem nú er. Veitir okkur ekki af að hafa eitthvað til að taka, að endurreisa atvinnuvegina að stríð- inu loknu, til samræmis við kröfur þess tíma. En við eigum fyrst og fremst að hafa augun á því, að tryggja okkur nauðþurftir okkar — skynsanxlega og öfgalaust og láta um það enga fordóma verða okkur að fótakefli. lýðræði verður þjóðin að vera vel vakandi. Lýðræðisskipulag vort er enn mjög vanþroska og nær aðeins til hinnar pólitísku stjórnskipunar eftir leiðum almenns kosninga- réttar og kjörgengis. Hið efna- hagslega skipulag er úrelt og veld- ur misrétti. Atvinnuvegir lands- manna lúta enn fámennisyfirráð- um og hið pólitíska lýðræði hefir ekki náð þeirri aðstöðu til áhrifa á atvinnulífið, sem því ber þó nauðsyn til að keppa að með aukn- um áhuga. Ný skipulagning at- vinnulífsins á lýðræðisgrundvelli, er tryggi réttlát arðskipti af vinnu og áhættu landsmanna, er bráð nauðsyn. Án lýðræðis í atvinnu- málurn notast ekki fullkomlega að hinu pólitíska lýðræði. Hagsmunir þjóðarinnar eru engu fremur tengdir en atvinnuvegunum. Þess vegna er það í mótsögn við anda og tilgang lýðræðisins að láta þá lúta skilyrðislausum yfirráðum einstaklinga. Þeir, setn eiga at- vinnuvegi þá, senx þjóðin verður að stunda sér til lífsframdráttar hafa það vald, sem vel má beita gegn frelsi og lýðræði. Þeir hafa aðstöðu til óeðlilegra áhrifa á af- stöðu fjölda fólks til opinberra mála vegna drottnunar yfir lífs- skilyrðum þess. Það er því ekki ósjaldan, að sömu mennirnir er drottna yfir atvinnuvegunum leiti eftir þvi að ná pólitískri forustu til þess að safna mótvægi gegn sókn lýðræðisins til nýrra land- vinninga í þjóðfélaginu. Og þetfa mótvægi gegn lýðræðinu er skap- að með verzlun og samningum á bak við tjöldin bæði á Alþingi og í rikisstjórn, eins og nærtæk dæmi sanna bezt úr síðari tírna póli- tískri sögu íslendinga. Það er því

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.