Ísland


Ísland - 30.05.1936, Blaðsíða 1

Ísland - 30.05.1936, Blaðsíða 1
Stórkostleg skattsvik? Hversvegna lœkka útsvörin á gœðingum stjórnarinnar, meðan þau hœkka ó öllum almenning? Eru þetta bein skattsvik þessara manna, takmarkalaus hlutdrœgni eða stárlega vítaverð embœttisvanrœksla hjá skattanefnd? Nokkur dœmi um réttlœtið. Útsvör brugeisaima og stjórnardindlanna. TJtsvör 1935 1936 Sigurður Seríös 3850.00 2160.00 Eysteinn 1100.00 945.00 Héðinn 2780.00 2700.00 Jónas Þorbergsson 1320.00 1150.00 Haraldur Guðmundsson 880.00 810.00 Oddur kratabroddur 1085.00 675.00 Útsvör álþýðunnar. Fátækur sendisveinn Sjómaður með 900.00 kr. brúttó- 30.00 230.00 tekjur þetta ár Maður í stopulli atvinnu með 110.00 135.00 sömu eignir og árið áður 275.00 880.00 Skuldugur námsmaður með 250 ' kr. mánaðarkaup Snauður verkamaður, atvinnu- >> 135.00 lítill á árinu 35.00 120.00 Enn þá einu sinni fá Reyk- víkingar að sjá framan í heldur undarlegt réttlætirEnn þá einu sinn er hagur og velferð alls al- mennings fyrir borð borinn, en dreginn taumur bitlingaþeg- anna, sníkjudýra bæjar og þjóð- félags. Skömmu áður en út- svarsskráin síðasta kom út var sagt, að útsvör myndu hækka ym 10—35%, og þótti ærið nóg. En reyndin hefur orðið önnur. Á fjölda manna hafa útsvörin hækkað um 100—300% og jafn- vel sumstaðar miklu meira, án þess að nokkurar sjáanlegar eða skiljanlegar ástæður væru fyrir hendi, en hjá mörgum þeirra, sem liafa feitar stöður hjá rík- inu, og það sumir fleiri en eina, hafa útsvörin lækkað, eða að þækkun þeirra hefur nær engu numið. Hver er ástæðan? Er það bein hluttrægni skattanefndar, stjórnardindlunum og öðrum burgeisum í vil, eða hafa þessir menn svikið undan skatti í von um að alþjóð vissi ekki um bitl- ingana, sem í þá er hrúgað? Annað hvort hlýtur það að vera. — En það er svo fjarri því að nóg sé með þetta. Alþýða manna almennt, og sérstaklega margt fátækt og vinnulítið fólk er beitt svo herfilegum rangind- um við þessa niðurjöfnun, að slíkt hefir aldrei heyrst. Hvað skal segja um fá- tækan sendisvein, sem hef- mr fyrir öldruðum foreldr- um að sjá. Hann hefur 200 kr. á mánuði í kaup. Út- svar hans hækkar úr 30 kr. upp í 230 kr. Á sama tíma lækkar útsvar Sig- urðar Jónassonar, sem hefur ráð á að gefa ríkinu hveri og sjálfum sér lúxus- bíla, úr 3850.00 niður í 2160.00. Þetta mun vera kallað réttlæti, eða hvað? — En hvað skal segja um sjómann, sem hefur unnið sér inn einar 900.00 ltr. á árinu, og þurfti af þeim að hafa allt sitt viðurværi og allar sínar nauðsynjar. Hann er látinn greiða 135.00 í útsvar (hækkun | 25.00) meðan Oddur kratabroddur, sem vitað er að rakar saman íe með öllu móti og á störeignir fær sitt útsvar lækkað úr 1085.00 niður í 675.00. — Dálaglegt réttlæti! Eða hvað skal segja um blá- fáiækan verkamann, sem hefur verið mikið atvinnu- laus á árinu, og sem fær 95.00 hækkun, meðan Ey- / steinn, kendur við fjár- máiin, fær sitt útsvar lækkað úr 1100.00 í 945.00. Þannig er niðurjöfnunin í fá- um dráttum, allsstaðar blasa við augljós rangindi og mis- færslur. Og þó eru ekki nærri öll kurl komin til grafar með þessu, síður en svo: Tekju og eignaskatturinn er eftir, og mun meðferð hans af nefnd þessari. sízt félegri en útsvar- anna. Þetta fáheyrða hneyksli er augljóst dæmi þess, hvernig málum er komið á sérhverjum vettvangi hér á landi. Allsstað- ar hafa stjórnardindlarnir ráð hvert í hendi sér, eða þá þeir svífast ekki að snúa þeim sér í hag með glæpsamlegu athæfi. Og allt þetta kemur niður á þeim, sem síst mega við því, fá- tækri alþýðu manna, þraut- píndri af atvinnuleysi og skött- um. Það kemur ekki niður á há- tekjumönnunum, síður en svo. Og st jórnardindlarnir hrópa: „Leggið á hátekjumennina“, en gleyma því að það eru þeir sjálfir, sem hæstar tekjurnar hafa. Því það er bitlingahjörð- in, sem er hinir raunverulegu hátekjumenn þessa lands; það er „stjórn hinna vinnandi stétta“ og beinaþý hennar, sem raun- verulega arðræna verkulýðinn, sem þeir þykjast bera fyrir brjósti, til þess sjálfir að þurfa ekki að sjá af sínum illa fengnu aurum. Og þótt hungurvofan sækti að íslenzkri alþýðu, þá myndu þessir menn ekki láta einn eyri af mörkum til hins sveltandi lýðs, þeir hafa sýnt greiðvikni sína fyrr í reyndinni. Og svo oft hafa þeir sýnt dæmafáa fégræðgi og nísku, að það væri svo sem engin furða þótt þeir liéfðu ,,gleymt“ að telja eitthvað af ,,beinunum“ fram til skatts. Eða þá að þeir hafa skattanefnd í hendi sér, og ákveða útsvör sín og skatta sjálfir. Eða í þriðja lagi að út- svörin hafa verið lögð á af handahófi í ölæði eða gáleysi, en þó ekki hlutdrægnislaust. En þjóðin, íslenzk alþýða, læt- ur ekki bjóða sér þetta til lengdar. Hún heimtar að rann- sakað verði með hverjum hætti slíkt fyrirbrigði sem þetta get- ur átt sér stað í íslenzku þjóð- lífi. Hún heimtar að menn séu valdir í ábyrgðarstöður, sem elcki bera, né láta bera hag heildarinnar fyrir borð hvenær sem vera skal. Sá tími mun koma, og hann er ekki fjarri, að ekki þýðir að skella skolla- eyrunum við kröfum þjóðarinn- ar. — Og þá verður hegnt fyrir þá verkamenn, sem trúðu fagur- gala marxista, og voru síðan fé- flettir og sviftir atvinnu af „al- þýðuvinunum". Þá verður hefnt Frh. á 4. síðu.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.