Ísland - 30.05.1936, Blaðsíða 4
Félagar!
Munið eftir
skemmtiferðinni.
III. ár. 20. tbl. --- R e y k j a v í lt ----- 30. maí 1936.
Þjóðfylking
— það er eina Ieiðin.
STÓRKOSTLEG SKATTSVIK.
Frh. af 1. síðu.
fyrir þá framtakssömu iðnaðar-
menn, sém hafa viljað auka at-
vinnuna með því að setja á
stofn iðnfyrirtæki, en ekki hafa
fengið neitt flutt inn til þess,
vegna stjórnmálaskoðana, eða
vegna þess að stjórnarvöldun-
um þykir gaman að drepa niður
alla framtaksviðleitni, meðan
kaupfélögin, undir stjórn er-
lends auðvalds fluttu inn fleiri
skipsfarma af ýmsum vörum,
sem ófáanlegar voru í höfðu-
staðnum, og jafnvel án þess að
innflutnings- og gjaldeyrisnefnd
vissi um sum skipin. Einhverjir
hefðu fengið sekt fyrir slíkt at-
hsefi, en kaupfélögin eru undan-
þegin öllum lögum, meðan Sam-
bandið borgar í flokkssjóð
Framsóknarflokksins fyrir náð
C. W. S. Eins virðast nú bitl-
ingamennirnir vera undanþegn-
ir öllum gjöldum í hlutfalli við
gjaldþol, nú á þessum tímum,
þegar hver þegn verður að gera
sitt ýtrasta til að halda þjóð
sinni upp úr því skuldafeni,
sem núverandi stjórnarvöld
hafa sökkt henni í.
Reykvíkingar mótmæla ger-
ræði skattanefndar, eða skatt-
svikum burgeisanna, því annað
hvort hlýtur það að vera, sem
þessu ranglæti veldur, ef þá
ekki skattanefnd hefur vangáð
setið á rökstólum, og jafnað
niður útsvörunum og sköttun-
um eftir prívatvináttu og mann-
virðingum. Þetta verður rann-
sakað út í æsar, og eigi hætt,
fyrr en hið sanna er fram kom-
ið, bæði um útsvörin og tekju-
og eignaskattinn.
VEEDOL
MOTOR OIL
100% PEMNSLWANIA
♦
s
;í; Umboðsmenn:
$
►J
v
v
V
V
V
V
Risaloftskipið
HINDENBURG
nolear eingöngu
VEEDOL olíur
á véSor skipsins.
VEEDOL bifreiðaolíur
og feiti hafa hlotið einróma lof allra
notenda hér á landi. GRAF ZEPPE-
LIN notar VEEDOL, og það má
geta nærri, að ekki er átt neitt á
hættu af stjórnendum loftskipsins, í
hin löngu og áthættusömu ferðalög
þess.
Commander BYRD notar VEEDOL
í suðurheimskautsleiðangrana. Enn
ein sönnun fyrir gæðum olíunnar.
Bif reiðavélar sem nota
VEEDOL líta sérlega vel út.
Eru hreinar og lítið slitnar.
VEEDOL er unnin úr 100%
Pennsylvaníu hráolíu frá
Bradford olíubrunnuhmn, sem
taldir eru beztu olíubrunnar í
heiminum.
Jóh. Ólalsson & Co.
Hverfisgötu 18
Reykjavík.
'^♦>>>>>>>>>>>>>>>>>>>I<>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>I^>>>>>>>>>>>>>>IC<
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>!<4>>>>>I<
Þjóðernissinnar þola
engin rangindi, þeir þola
ekki að ein stétt græði á
kostnað a narrar, heldur
vilja þeir hið fyllsta rétt-
læti og sanngirni ríki í
hverri grein. Fylgið þeim
því, ---.góðir . .. íslendingar
fram til sigurs á öllu rang-
læti, hlutdrægni og svik-
um!
á reiðhjól fást á skrifstofu Flokks
þjóðernissinna Tjarnargötu 3.
Munið
eítir að borga
blaðið ’
fyrir 15. júní.
Eflið líkamlega menningu með frjóð vorri.
Fánadagurínn 1936
verður haldinn n. k. sunnudag 7. júní. það verður sfœrsti skemfidagur
vorsins. Heiðursgestur dagsins verður hinn þjóðkunni sjógarpur Jón
Sturlaugsson íóðs Sfokkseyri sem hefur hjargað ylir 70 manns úr lífsháska.
Allir íþróttamenn og íþróttavinir koma að Álafossi á Fánadaginn. Alt til eflingar Íþróttaskóla Álafoss.
1