Ísland


Ísland - 30.05.1936, Blaðsíða 3

Ísland - 30.05.1936, Blaðsíða 3
30. maí 1936. ISLAND 3 rísa, og gegn boðberum hans, sem koma sem úlfar í sauðar- gærum, lofandi öllu fögru um öll lönd, í þeim tilgangi að breiða rússneska skuggan yfir allan heim, og afmá síðustu leifar frelsis og velmegunar hvar vetna. Þessi er boðskapurinn, ó- grímuklæddur, sem ykkur er fluttur, íslenzkar konur. Andúðin gegn þjóðernisstefn- unni, þeirri einu stefnu, sem er fær um að bjarga mannkyninu úr klóm marxismans, skín í gegn í þessu ávarpi, sem er sjálfsagt að miklu leyti samið af kvinnum, sem viðurkenna sig andstæðar „stríði og fasisma", en svo er „andúð“ þeirra á ó- friði mögnuð í raun og veru, eftir því, sem Hörup spákona segir, að ekkert er við stríð að athuga, ef það aðeins er borg- arastyrjöld til útrýmingar fas- isma. Þar datt gríman af frúnni heldur óþægilega, og sýndi innra eðli friðarvinarins, sem er nákvæmlega hið sama og marxistanna yfirleitt, þ. e. a. s. þeir eiga að fá að vera algerlega í friði með niðurrifsstarfsemi sína, en svo er stríðið ágætt, ef þeir hafa nokkra sigurvon. Þetta eru heilindin, og eitt er víst að margar af þeim kven- sniftum, sem daglega æpa hæst um frið, myndu ekki skirrast við að taka sér vopn í hönd og berjast gegn kynsystrum sínum og löndum, ef dagur hinnar rauðu byltingar lcæmi. Þá væri ófriðurinn nógu góður, og þá myndi ekki skeytt miklu um kvalir og þjáningar andstæðing- anna, af þessum, sem segjast berjast fyrir vellíðan allra heimsbúa. íslenzkar konur! Svarið á við- eigandi hátt sífeldum fagurgala kvenna þeirra, sem standa í skugga Rússlands, blóðveldis- ins, sem hefir afnumið mann- og kvenréttindi, þar sem heim- ilið er ekki lengur til, þar sem trú og siðgæði er svívirt, og þar sem konan er alin upp í viðbjóði hinna „frjálsu ásta“. Sameinizt allar íslenzkar konur til við- reisnar öllu göfugu undir merkj- um þeirra manna, er berjast fyrir heill yðar. Látið ekki blekkjast af skrumi og fagur- gala, heldur sýnið þeim, sem boða ykkur slíkt, að þið kunnið að greina rétt frá röngu, og að vísa flærðinni heim til föður- húsanna í Moskva, þar sem kynsystur ykkar nú eru rétt- lausir þrælar fyrir atbeina þeirrar stefnu, sem kennir sig við frið og kærleika, en vill grimmd og blóðbað, kúgun og eyðileggingu. Takið því einhuga þátt í baráttu þjóðernissinna fyrir hinu samvirka þjóð- ríki, þar sem kostir kon- unnar eru virtir að verð- leikum, og hún í heiðri höfð. Standið sameinaðar gegn sníkjudýrum og hræsnurum marxista, þeir koma til ykkar í sauðar- gærum, en eru verstu óvinir frelsis og menning- ar. Flokksfréttir. Sameiginlegur fundur Fána- liðsins og F. U. Þ. var haldinn síðastliðinn sunnudag. Formaður flokksins, Jón Þ. Aðils, las upp lög F. U. Þ. og skýrði frá framtíðarskipulagi félagsins. Því næst tók til máls Sigurð- ur Ó. Sigurðsson og hélt langa og snjalla hvatningarræðu til félaganna. Margir aðrir tóku til máls og var fundurinn hinn fjörugasti og vel sóttur. * Flokkur pjóðernissinna. Formaður: JÓN Þ. AÐILS. Skrifstofa: Tjarnargötu 3 B opin daglega 11—12 og 5—7 e.h. Pósthólf 433. Skemmtiferð til Þrastalundar fara Þjóðern- ■ssinnar á annan i Hvitasunnu. Allir flokksmenn velkomnir. Þeir, sem eiga búninga, mæti í þeim. Menn séu búnir til göngu og hafi með sér nesti. Lagt verður af stað frá húsi flokksins í Tjarnargötu 3 kl. 9y2 árdegis. Farið kostar kr. 5 báðar leiðir. kastar að verða minna en ella. Og þegar hinir ýmsu hlutar líkamans vinna hvor gegn öðr- um eins og hér á sér stað, þá hlýtur dauði að vera fyrir dyr- um, algert stjórnleysi og bræðravíg. Þannig er þá ástand- ið orðið fyrir tilverknað aftur- haldsins, sem vildi kúga verka- mennina og fyrir tilverknað marxismans, sem hefur alið þá upp í stéttahatri og unnið að klofningu og bræðravígum inn- an þjóðfélagsins. Þetta er á- vöxturinn af starfi hinna ís- lenzku ólánsmanna, sem kalla sig verklýðsleiðtoga, en eru ekk- ert annað er svívirðilegt vopn í höndum hinnar bolsévísisku júðaklíku austur í Moskva. Það eru þeir, sem vinna að því öllum árum, að eyðileggja sjálfstæði vort og frelsi, þeir taka lán á lán ofan, sem svo æskan verður að greiða með því dýrmætasta, er hún á, föðurlandi sínu. Þessu mótmælurn vér þjóðernissinnar! Vér mótmælum stéttastríði, stéttirnar eiga að vinna saman að því að afla verðmæta og skipta þeim, þær eiga að vera samvirkar. Þess vegna bendum vér íslenzkir þjóðernissinnar á samfélög verkamanna og at- vinnurekenda sem lausn á hin- um miklu og tíðu vandamálum milli þessara aðilja. Þar vinna báðir aðiljar saman í einu fé- lagi að lausn vandamálanna og koma því ekki til greina hin hættulegu verkföll og verkbönn, sem alltaf hafa illt eitt í för með sér, því að þau eru spill- ing á verðmætum, vinnukraft- urinn er ekki notaður. I þessum samfélögum kynnast báðir að- iljar betur en ella og komast að raun um það, að þeir hafa ein- mitt sameiginlegra hagsmuna að gæta, þeir eiga að vera sam- virkir. Með þessu móti myndi skapast nýtt viðhorf í íslenzku atvinnulífi, fólk myndi líta upp til verkamannanna en ekki nið- ur á þá eins og nú er all al- mennt, verkamenn myndu skylja að það er heiður að vinna, því að með vinnu einni saman og engu öðru skapast ný verðmæti. Vinnuheiður og vinnugleði myndu þess vegna verða framarlega á oddi í hinu samvirka þjóðríki þjóðernis- sinna. I verkalýðsmálum er þess vegna bætt sambúð verkamanna og atvinnurekenda, og myndun samfélaga (corporation) þeirra, eitt aðal stefnumál þjóðernis- sinna. Kommúnistar og kratar hafa ráðist hatramlega á allt slíkt og slá fram þeirri firru að stéttirnar eigi svo ólíkra hags- muna að gæta að ekki geti kom- ið til mála nein samvinna milli þeirra á þessu sviði né öðrum. Marxistar vilja því láta núver- andi ástand haldast. Þeir vilja láta þjóðina berjast innbyrðis, láta bræður vega hvorn annan og sigla hér öllu í strand, allt til þess að láta þjóðina missa trúna á sjálfa sig svo að auðveldara verði að fá hljómgrunn hjá al- þýðunni fyrir fagurgala marx- ismans. En það skal ekki tak- ast. Enn þá er nóg af djörfum og góðum íslendingum, sem vilja berjast til síðasta blóð- dropa fyrir sjálfstæði og heiðri föðurlandsins og hafa þeir öruggir fylkt sér undir Þórshamarsfánann, sem mun leiða þá til sigurs. Æskan er að rísa upp gegn afturhaldinu, hún þolir ekki að framtíð hennar sé eyðilögð af landráðamönnum, útsendum frá Rússlandi eins og kommúnistar eru, frá Dan- mörku eins og kratar eru né heldur frá Bretlandi eins og framsóknar- og íhaldsmenn eru, hún þolir ekki að traðkað sé á rétti hennar, þetta land á hún að crfa, hún á eftir að bæta það og rækta, öll hennar framtíð hvílir þess vegna á því og hún vill leggja allt í þágu þess og hugsjónar sinnar. Vegna þess að hin vaknandi æska hatar öll svik, allt feyskið og rotið, vegna þess fylkir hún sér um F. Þ., sem er hennar einasta von um glæsilega framtíð og hamingju- samt líf. Og áður en mörg ár líða mun hin vaknandi íslenzka æska hafa skapað svo volduga öldu gegn fulltrúum hinnar bolsévístisku júðaklíku í Moskva og gegn fulltrúum gyð- ingaauðmagnsins. frá London, að þeir munu missa hér alla fót- festu og verða hegnt að mak- legleikum fyrir svik við sína eigin þjóð. Þá mun þjóðin fá trúna á sjálfa sig og landið sitt, þá mun hér ríkja velmegun og farsæld. Þetta er takmark okk- ar þjóðernissinna, það er hátt og göfugt en engu að síður nein- ir draumórar, það getur orðið að veruleika ef landsmenn vilja allt fyrir föðurlandið vinna, ef íslendingar taka upp og hegða sér samkvæmt kjörorði þjóð- ernisinna: „íslandi allt!“ Þjóðernissinnaður verkamaður.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.