Ísland


Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 3

Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 3
29. ágúst 1936. ISLAND 3 Réttcarmorðin í Rússlandi. Stalin lætur myrða forvígismenn bylting- arinnar. Ógurleg ógnaröld ríkir í landinu. í fyrradag voru skotnir í Moskva sextán menn, sem skömmu áður höfðu verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í samsæri á móti Stalin. Meðal þeirra voru Sinovief og Kamen- eff og fleiri menn, sem til skamms tíma hafa verið hátt- settir innan kommúnistaflokks- ins rússneska. Það er sagt, að þessir menn hafi staðið í sam- bandi við Trotzki, sem dvelur í Noregi, og að ráðagerð þeirra hafi verið sú, að varpa sprengj- um á Stalin hinn 1. maí þ. á. Það virðist sem þessi ásökun sé uppspuni einn, og að fang- arnir hafi verið kúgaðir til játn- ingar. Enda sátu þeir Sinovief og Kameneff í fangelsi sakaðir um Kirov-morðið, og í rúss- neskum fangelsum eru ekki allt of mörg tækifæri til þess að fremja samsæri. Liggur því beinast við að halda, að aftaka þessarra manna sé skipulögð útrýming allra þeirra, sem Stalin og hans nánustu félag- ar eru hræddir við. Lygafregnir herma, að Sinovief og Kameneff hafi beizklega iðrast misgerða sinna, og beðið um að „elsku Stalin þeirra“ léti stytta þeim aldur sem fyrst. Þessu getur hver trúað, sem ekki þekkir lyndiseinkanir Rússa. Allir ,samsærismennimír‘ voru skotn- ir, sumir þeirra voru svo að- fram komnir (af pyntingum), að þeir gátu ekki staðið og voru þeir þá hengdir upp, og skotnir þannig. Nokkrir menn hafa enn bætzt við allar þær milljónir, sem kommúnisminn hefir drep- ið, og þeir eiga eftir að verða fleiri. Suður í Ukraine drepur nú rauði herinn bændur í þús- undatali, aðeins vegna þess, að þeir vilja brauð. Þetta er her- inn, sem kommúnistar segja að eigi að gæta friðarins. Hann gerir það með því að úthella blóði saklausra. Kommúnistar auka nú rauða herinn eftir megni, og er auð- séð, að þeir búa sig undir árás- arstríð, áður en langt um líður. Og samfara því stríði, verða það félögin gegn „stríði og Fascisma“, sem ails staðar rísa fyrst upp og bera vopn á sína eigin landa. Slík eru heilindin. Slík er hin svívirðilega svika- mylla marxismans. Vera kann þó, að ekki verði langt þess að bíða, að í sjálfu Sovét-Rússlandi hefjist sú þjóð- lega alda, sem ekkert fær stöðv- að, ekki einu sinni brynreiðar og vélbyssur. Sá dagur mun koma fyrr en varir og hún mun sigra. gllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllSI SPÁNN undir stjórn alþVðufylkingarinnar. Frh. af 2. síðu. kveikt í honum lifandi á aðal- torgi þorpsins. Og á meðan eld- urinn læsti sig um líkama mannsins og líf hans f jaraði út, þá söng skríllinn „internatio- nalinn“ af innilegri hrifningu. Þannig hefur lífið gengið til á Spáni undir „hinni löglegu stjórn“. Og hámarki sínu náði ógnaröldin er marxistar drápu Calvo Sotelo foringja hægri- manna, þann 12. júlí. Með þessu var öllum þjóðemissinnuðum Spánverjum skorað á hólm við marxismann, og hólmgöngunni var tekið. Uppreisn þjóðarinnar brauzt út 18. júlí í nýlendum Spánverja og breiddist síðan um allt heimalandi. Foringjar hinnar þjóðlegu baráttu eru Franco, Molla, Cabanellas, de Leano o. fl. þjóðkunnir Spán- verjar. Má óhikað segja að meiri hluti þjóðarinnar fylgi þjóðernissinnum og er það vel farið. Þjóðin hefur risið upp gegn skrílfylkingu marxista, gegn kirkju- og klausturbrenn- um, verkföllum og verkbönnum, ránmorðum, stéttahatri og öðr- um einkennum marxismans. Hin þjóðlega stefna vill að þjóðin fái frið til að vinna, vill að hún verði sjálfstæð og sterk, vill skapa aftur virðingu fyrir trú- arbrögðunum og öllu hinu fagra og góða. Það er um þetta sem barist er á Spáni, en ekki það, sem Sig. Einarsson talar um í Alþbl. á þriðjudaginn. Það er barist um marxismann — sem er kúgun, verkföll, rán- morð, kirkjubrennur, stéttahat- ur, skrílæði — og um fasism- ann — sem er sterk þjóðleg stjórn — eining þjóðarinnar og farsæld. Þetta er fyrsta g-reinin af þremur um Spán og stjórn- málaástandið þar í landi. — Fjallar hún um landshagi Spánar, lífskjör íbúanna og hina einkennilegu kyrrstöðu, sem rikt hefur í menningar- þróun hinnar spönsku þjóðar. Fátt fólk í stóru Iandi. Spánn er stórt land, rúmir 500 þús. km2 og þar með hið þriðja stærsta í Evrópu. Stærri eru aðeins Rússland og Frakk- land. Spánn er þannig 5 sinnum stærri en Island. Landsbúar eru um 24 millj. að tölu og er Spánn því ekki nema 7. Iand álfunnar hvað fólksfjölda snertir. Að meðaltali eru ca. 47 íbúar á hvem km2 og er Spánn því eitt- hvert strjálbýlasta land álfunn- ar, þó víða sé mjög þéttbýlt einkum að austan og sunnan, í C-ataloníu og Andalusiu. Fólksfæð landsins á sér margar orsakir. Hinn gífurlegi útflutningur fólks til annarra landa, einkum Suður-Ameríku, fyr á árum, hrjóstur landsins og lítt þroskaðir atvinnu- og lífs- möguleikar hafa staðið fjölgun þjóðarinnar fyrir þrifum. Örbirgð í allsnægtunum. Atvinnuskifting spönsku þjóð- arinnar er þannig: Landbúnað og fiskveiðar ..... 56% Iðnað, verzlun og siglingar .... 29% Embættisst. og aðra sýslan .... 4% Her- og flotastörf ........... 2,5% Heimilisstörf ................. 3,5% önnur störf ................. 5% Spánn er með réttu talinn landbúnaðarland, því helmingur þjóðarinnar aflar sér brauðs í sveita síns andlitis á hinum sól- bmnnu sléttum landsins. Þó er landið lítið ræktað og afrakst- urinn ekki mikill. Algerlega óræktað er 12,5% af landinu, beitilönd og cngi eru 50%, akur- lendi er 31,7% og aldinrækt 5,8%. Mest er ræktað af korni, vínþrúgum, aldinum og olíuviði. Jörðin, sem víða er frjósöm, er illa nýtt og gæti borið margfald- an ávöxt væri nútíma þekkingu beitt í stað þúsund ára gamalla aðferða og áhalda. Þessi kyrstaða í ræktun landsins er úreltri og óréttlátri eignaskiftingu um að kenna. Um 1930 áttu 90% jarðeigenda undir 10 ha. hver, en einstaka stóreignamenn áltu aftur á móti allt að 95000 lia. Mikill hluti landsins var í höndum þessara stóreignamanna og bændur þeim flestir ánauðugir. Sumir fengu varla meir en fæði, og margir aðeins tæpa 3 peseta (rúma krónu) á dag. Stóreigna- mennirnir létu landflæmin liggja óræktuð, enda var öll vinna og hverskonar starfsemi lengst af ósamboðin spönskum aðalsmönnum, en bændurnir, sem drógu fram lífið á smá- skikum guldu þeim stórfé í skatta. Öll bændastétt landsins hefur alla tíð átt við mjög þröngan kost að búa og á síðustu árum eru kjör þeirra orðin hörmuleg. Annað verkafólk er heldui bet- ur stætt, sérstaklega í iðnaðin- um, en verkalaun eru meira en helmingi lægri en í Bretlandi. Víða er málmar og kol í jörðu á Spáni og því góð skil- yrði til iðnaðar, en hann er bæði í smáum stíl og vanþroskaður. Flest allar iðnaðarvörur hefur orðið að flytja inn og lítið út nema þá helzt baðmullarvörur, og svo hálfunna málma. Erlend eignarráð á námunum, sífelld verkföll og róstur í atvinnu- málunum hafa heft þróun iðn- aðarins. Helztu útflutningsvörurnar eru landbúnaðarafurðir, ávextir nýir. og gamlir (16,7%), vín (11,7%) og olívenolía (7,9%), og hefur verð þeirra hríðfallið síðastliðin kreppuár. Það hefur komið æði hart við afkomu þjóðarinnar. Verzlunarvelta landsins út á við er tiltölulega lítil og verzl- unarjöfnuður verið lengst af óhagstæður. 1931 nam mnflutninguiinn 1117,1 milljón peseta (419,2

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.