Ísland


Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 1

Ísland - 29.08.1936, Blaðsíða 1
Hðskíla Islaads sjnd sníTirðiQg. Sigurdur Einarsson verður skipaður prófessor í guðfrœði. Búast má við öílugum mótmœlum kennara og nemenda gegn yiirgangi ríkisstjórnarinnar í garð Háskólans. Hinir marxistísku undirmálsmenn hafa alla tíð sýnt Háskólanum beinan f jandskap. Þeir rændu hann 100 þús. kr. af ágóða happdrættisins og hótuðu að leggja skólann niður, væri því ekki tekið möglunarlaust. Hvert gerræðið í garð hans hefir rekið annað, og nú ætla þeir að svívirða minningu Jóns Sigurðssonar með því að gera Sigurð Einarsson að prófessor í guðfræði. Ríkisstjórnin ætlar ekki að gera það endasleppt með of- beldið gegn Háskóla Islands. Það er heldur engin von til þess, að ráðherrarnir, sem játa hina marxistísku trúarjátningu, beri hlýjan hug til Háskólans, því að hann er, eins og kunnugt er, stofnaður til minningar um þjóðhetjuna Jón Sigurðsson. Marxisminn er menningar- fjandsamleg skrílstefna, og um hann safnast hinir óþjóðlegu undirmálsmenn, sem nú hafa völdin í landinu. Og Háskólinn, þessi frjáls- lynda menntastofnun, sem ætl- að var það göfuga hlutverk, að vera vörður hins íslenzka þjóð- ernis, fékk fljótt að kenna á hatri og þröngsýni hinna menn- ingarsnauðu marxista. Veturinn 1935 ákvað ríkis- stjórnin og liinn marxistíski meirihluti á Alþingi, að ræna Háskólann ágóðanum af happ- drætti hans, sem nam hvorki meira né minna en 100 þús. krónum. Fyrir þetta fé átti að byggja rannsóknarstofnun Háskólanum algerlega óviðkomandi, og sem hann hafði engin ráð yfir. Þetta gerræði marxista mætti öflugri motspyrnu innan Háskólans, bæði meðal prófessora og stúdenta. Jafnvel hinir vit- grönnustu fylgjendur ríkis- stjörnarinnar meðal stúdenta sáu, að með þessu var sjálf- stæðri tilveru Háskólans stefnt í voða og lögðust af alhug gegn arðráni stjórnarflokkanna. En ríkisstjórnin ..barði alla mótspyrnu niður með harðri hendi og beitti árangurslaust áhrifum sínum til að fá form. Félags þjóðemissinnaðra stúd- enta rekinn úr skólanum. Hann hafði haft forustuna í bárátt- unni gegn „lögum og rétti í landinu“! Næsta ofsókn marxista gegn Háskólanum var jafn svívirði- leg en miklu lúalegri. Hinum þjóðkunna og víðsýna fræðimanni Ólafi Lárussyni prófessor var opinberlega hótað stöðu- missi fyrir að leyfa birt- ingu íyrirlestrar eftir sig í Mjölni, sem gefinn er út af þjóðernissinnuðum stúdentum. Þessi ruddalega og ósvífna framkoma hinna marxistísku undirmálsmanna varð aðeins til að þjappa öllum frjálshuga menntamönnum enn fastar saman um hag og heill Háskól- ans. En ofsóknum ríkisstjórnar- innar gegn sjálfstæði Háskólans og minningu Jóns forseta var ekki þar með lokið. Fyrir skömmu átti að skipa prófessor í lagadeildina. Ríkis- stjórnin hafði að Háskólanum forspurðum sent ungan mann til nokkra mánaða náms í Kaup- mannahöfn, en þá hafði verið erlendis á vegum Háskólans efnilegur lögfræðingur, til að fullnuma sig og búa sig undir að taka við kennslu við Háskól- ann. Háskólinn óskaði eftir sam- keppni milli þeirra um stöðuna, en skjólstæðingur ríkisstjórnar- innar treysti sér ekki til þess. Hin menningarfjandsamlega ríkisstjórn skipaði samt í stöð- una þann manninn, sem enga kunnáttu gat sýnt, og braut með því lög og reglur Háskól- ans og venjur allar í veitingu embætta við hann. Hún ber sýnilega ekki hag Háskólans fyrir brjósti með þessari ráðstöfun, heldur er hún að ræna hann sjálfsákvörðunar- réttinum og brjóta niður þau þjóðlegu menningaröfl, sem í skólanum ráða. Fyrir nokkrum dögum sendi Alþýðusamband Islands út á- skorun til allrar alþýðu og vinn- andi manna á íslandi, um að hefja samskot til styrktar marxistum á Spáni. Svo djörf eru þessi ómenni, sem kalla sig forvígismenn hins íslenzka verkalýðs, að þeir voga sér að bera fram sem ástæðu fyrir þessu athæfi sínu, að hina spönsku skoðanabræður þeirra skorti vopn og eiturgas, til að drepa samlanda sína. Hvenær kemur röðin að þér, íslenzki verkalýður ? Hvenær krefjast þessir sömu menn að þú látir líf þitt og limi á víg- vellinum ? En íslenzk alþýða er friðsöm, hún þekkir ekki annað stríð en lífsbaráttuna og það heyir hún með sæmd. Bölvaður veri sá, sem verður þess valdandi, að leiða hana inní deilur og blóðsúthellingar stór- þjóðanna, sem koma henni ekki við. Góðir Islendingar! Þið sjáið Allir kennarar Háskólans með tölu hafa líka birt opin- berlega eindregin mótmæli gegn þessu gerræði ríkisstjórnarinn- ar og gera þá réttmætu kröfu, að skólinn ráði sjálfur sínum málum framvegis sem liingað til. En það er ekki öll nótt úti enn. Ofsóknirnar gegn æðstu menningarstofnun þjóðarinnar eru aðeins að hefjast. Nú sem stendur er einn kenn- arastóll í guðfræði laus, þar eð prófessor Sigurður Sívertsen lætur af embætti í haust. Háskólinn tekur til starfa um miðjan næsta mánuð og verður ávöxt stéttastríðsins á Spáni, þið sjáið samúð íslenzkra vald- hafa með stríði og morðunum þar. Allt stríð, í hvað tilgangi, sem það er háð, er jafn andstyggi- legt. Lýsið fyrirlitningu ykkar á stríði með því að gefa ekki einn einasta eyri til eiturgas- samskota Alþýðusambandsins, — og með því að snúa baki að þeim mönnum, sem með hræsni vilja gera ykkur að þátttakend- um í villimennsku stríðsins. Segið þeim að gefa sitt eigið fé til blóðsúthellinga á Spáni, því það ert ekki þú, íslenzkur verkalýður, sem átt að blæða fyrir marxistana á Spáni. Mitt á meðal okkar sjálfra eru verkefni, sem bíða úrlausn- ar. Við skulum vinna að því, að gera ísland að fyrirmynd frið- ar og réttlætis og að brúa bilið milli stétta og einstaklinga, Það er að vera friðarhugsjóninni trúr. — Það er að vera sannur Islendingur, — sannur íslenzk- ur þjóðernissinni. Helgi S. Jónsson. Gegn stríði og marxisma. Fullkomins hlutleysis ber að gæta gegn styrjöldinni á Spáni. Umsvifalaust ber að banna samskotin til eiturgaskaupa handa spönsku marxistunum.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.